Skip to main content
Frétt

Frestur til að sækja um sanngirnisbætur að renna út

By 10. janúar 2022No Comments

Haustið 2021 fól Dómsmálaráðuneytið Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, að birta innköllun vegna stofnana sem falla undir lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn. Frestur til að sækja um sanngirnisbætur rennur út nú í lok janúarmánaðar, 31. janúar.

Innköllunin nær til þeirra einstaklinga sem telja sig hafa orðið fyrir skaða af ofbeldi eða illri meðferð meðan þeir dvöldu í sólarhringsvistun á stofnunum fyrir fötluð börn, sem starfræktar voru af hinu opinbera til 1. febrúar 1993.

Dómsmálaráðuneytið hefur ráðið sérstakan starfsmann til að styðja einstaklinga við að setja fram kröfur um bætur. Hægt er að ná í hann í gegnum netfangið tengilidur@tengilidur.is.

Nánari upplýsingar er að finna í frétt okkar um málið frá því í október 2021.