Skip to main content
Frétt

Frestur til að sækja um sanngirnisbætur framlengdur

By 1. febrúar 2022No Comments

Dómsmálaráðuneytið vekur athygli á því að innköllun sanngirnisbóta vegna vistunar fatlaðra barna á opinberum stofnunum á árunum 1952 til 1993, hefur verið framlengdur til 21. Febrúar.

Nánari upplýsingar og umsókn er hægt að nálgast á þessari slóð https://island.is/sanngirnisbaetur

Einnig er hægt að senda póst á Ingibjörgu Gyðu Guðrúnardóttur sem veitir frekari upplýsingar ef þörf er á. Netfangið hennar er tengilidur@tengilidur.is

Með frumvarpi því er varð að lögum nr. 148/2020, um breytingu á lögum nr. 47/2010, um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 (lokauppgjör), var m.a. gerð breyting á 1. gr. laganna og heimili felld utan gildissviðs laganna. Í athugasemdum frumvarpsins er að finna nánari skýringar á umræddri breytingu ásamt afmörkun á því hvað er átt við með stofnun. Þar segir orðrétt:

„Í greininni er lögð til nánari afmörkun á þeim stofnunum sem lokauppgjör sanngirnisbóta nái til. Með stofnunum sem starfræktar voru á vegum hins opinbera er átt við stofnanir reknar af ríki eða sveitarfélögum eða af hálfu einkaaðila á grundvelli opinbers leyfis sem veitt var á grundvelli laga. Um er að ræða stofnanir þar sem börn voru vistuð sólarhringsvistun til lengri tíma. Rétt er að taka fram að sambýli teljast ekki til stofnana í þessum skilningi.“

Það fellur síðan í hlut Sýslumannsins á Norðurlandi eystra að taka afstöðu til þess hvort heimili þar sem einstaklingar voru vistaðir uppfylli skilyrði laganna.

Þetta þýðir að ef þú ert ekki viss um hvort þú, eða einhver sem þú ert að aðstoða, falli undir skilyrði laganna, er betra að sækja um heldur en ekki, og láta Sýslumanni það eftir að meta umsóknina.