Skip to main content
Frétt

Hvar stöndum við og hvert stefnum við?

By 10. janúar 2019No Comments

Ingibjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, fjallaðium geðheilbrigðismál, frá sjónarhóli kerfisins í erindi sínu á málþingi Öryrkjabandalags Íslands: Er gætt að geðheilbrigði? sem haldið var á Grand hóteli í Reykjavík í nóvember í fyrra.

Ingibjörg fór meðal annars yfir markmið geðheilbrigðisstefnu stjórnvalda. Þar segir að meginmarkmið stefnunnar sé:

Aukin vellíðan og betri geðheilsa lands­manna og virkari samfélagsþátttaka einstaklinga sem glíma við geðraskanir til skemmri eða lengri tíma óháð búsetu þeirra. 

Undirmarkmið: 

-Þjónusta við einstaklinga með geðraskanir sé samþætt og samfelld.

-Uppeldisskilyrði barna stuðli að vellíðan þeirra. 

-Fólki verði ekki mismunað á grundvelli geðheilsu. 

Erindi Ingibjargar á málþinginu er hér að neðan. Glærur Ingibjargar.