Skip to main content
Frétt

Málþing um heilatengda sjónskerðingu, CVI

By 7. október 2019No Comments

Blindrafélagið í samstarfi við Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu boða til ráðstefnu.

Þátttaka er ókeypis- skráning fer fram hjá afgreidsla@blind.is

Ráðstefnu um heilatengda sjónskerðingu ,CVI
Heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Það er talin vera ein meginorsök sjónskerðingar hjá börnum en er oft misskilin og vangreind.

Markmið: Upplýsa almenning um heilatengda sjónskerðingu
Markhópur: Einstaklingar með CVI, foreldrar og aðstandendur, fagfólk
Tungumál: íslenska/enska

Tími: 10.október, kl: 14.00 -18.00
Staður: Verkís, Ofanleiti 2, Reykjavík
Kynnir: Margrét María Sigurðardóttir.
Fimmtudagur 10. okt: 14- 18 Ráðstefnu dagskrá
Kl: 14:00 Setning – Sigþór formaður Blindrafélagsins og Margrét María forstjóri ÞÞM
KL: 14:05 Dr. Roman – Lantzy; Hvað er CVI eða heilatengd sjónskerðing? Dr. Roman hefur sérhæft sig í einkennum CVI, matstækjum og kennslu.
Kl: 15:00 Teach CVI Erasmus+ Evrópuverkefni; samstarf um matstæki og kennsluefni. ÞÞM kynnir; Estella D: Björnsson og Dr. Roxana Cziker
Kl: 15:30 Kaffihlé- léttar veitingar
Kl: 15:50 Dr. Lantzy fjallar um orsakir CVI; Dr. Lantzy er barnalæknir sem sérhæfði sig í nýburum.
Kl: 16:30 Reynslusögur; einstaklingar segja frá eigin upplifun af að lifa með heilatengdri sjónskerðingu.
Kl: 17:20 Kaffihlé
Kl: 17:30 Börn með CVI á Íslandi; Dr. Roxana Cziker sérfræðingur i CVI
Kl: 17:45 Kynning á þjónustu og tölfræði frá Þjónustu- og Þekkingarmiðstöð (ÞÞM)
Estella D. Björnsson fagstjóri sjónfræði.
Kl: 18:00 Ráðstefnu lok

Þátttaka er ókeypis.