Lögfræðingur og fjölmiðlafulltrúi til starfa

Myndin sýnir Báru og Jón Þór
Bára Brynjólfsdóttir og Jón Þór Víglundsson

Bára Brynjólfsdóttir lögfræðingur hefur hafið störf hjá Öryrkjabandalaginu. Bára mun veita ráðgjöf, upplýsingar og lögfræðilega aðstoð í ýmsum hagsmuna og réttindamálum fatlaðs fólks. Bára hefur sérhæft sig í Evrópurétti og mannréttindavernd og lauk námi frá Evrópustofnuninni við háskólann í Saarland.

Jón Þór Víglundsson hefur hafið störf sem fjölmiðlafulltrúi hjá Öryrkjabandalaginu. Jón Þór hefur fjölbreytta reynslu af ýmsum störfum við fjölmiðla, sem og í eigin rekstri. Hann mun m.a. sjá um skrif frétta á heimasíðu Öryrkjabandalagsins og samskipti við fjölmiðla.