Skip to main content
Frétt

Laus störf: fjölmiðlafulltrúi og lögfræðingur

By 31. maí 2019No Comments

Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir fjölmiðlafulltrúa með brennandi áhuga á mannréttindum og öflugum lögfræðingi í tímabundið starf 


Fjölmiðlafulltrúi: 75-100% starf


ÖBÍ óskar eftir að ráða til starfa fjölmiðlafulltrúa með brennandi áhuga á mannréttindum. Fjölmiðlafulltrúinn sinnir fjölbreyttum verkefnum sem snúa m.a. að frétta- og greinaskrifum, samfélagsmiðlun og skipulagningu viðburða.

 
Helstu verkefni:
  • Frétta- og greinaskrif
  • Fjölmiðlasamskipti og vöktun
  • Samfélagsmiðlun
  • Heimasíða og Facebook
  • Útgáfa vefrits og tímarits
  • Viðburðir, ráðstefnur, málþing
  • Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af skrifum og miðlun upplýsinga
  • Starfsreynsla úr fjölmiðlum er æskileg
  • Mjög góð íslenskukunnátta og ritfærni
  • Færni í ensku og einu Norðurlandamáli
  • Góð tölvukunnátta
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Samskiptafærni og þjónustulund 

Lögfræðingur: 50% tímabundið starf


ÖBÍ auglýsir eftir öflugum lögfræðingi í tímabundið starf í 12-14 mánuði.

Starfssvið: 
  • Lögfræðileg ráðgjöf í ýmsum réttindamálum
  • Túlkun laga og reglugerða
  • Kærur og álitsgerðir
  • Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur: 
  • Meistaragráða í lögfræði
  • Þekking á stjórnsýslurétti, almannatryggingum og alþjóðlegum mannréttindasamningum eins og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er æskileg
  • Reynsla og þekking á málefnum fatlaðs fólks og öryrkja er kostur
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Færni í ensku og einu Norðurlandamáli er æskileg
  • Skipulagshæfni, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum

Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is og umsóknarfrestur er til og með 12. júní nk.

Fatlað fólk og/eða fólk með skerta starfsgetu er sérstaklega hvatt til að sækja um.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir: Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) er hagsmuna- og mannréttindasamtök fatlaðs fólks, öryrkja, einstaklinga með langvinna sjúkdóma og aðstandenda þeirra. Aðildarfélög bandalagsins eru 43 talsins. Hlutverk ÖBÍ er að vinna að samfélagslegu réttlæti, bættum lífsgæðum og kjörum auk þess að vera stefnumótandi í réttindamálum hagsmunahópsins. Öflun og miðlun þekkingar er mikilvægur þáttur í starfseminni. Þá tekur ÖBÍ þátt í erlendu samstarfi. Skrifstofur ÖBÍ eru í góðu og aðgengilegu húsnæði í Sigtúni 42, Reykjavík.