Skip to main content
Frétt

Samfylking talar fyrir hækkun örorkugreiðslna og frítekjumarks

By 8. október 2020No Comments

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kynnti í morgun á blaðamannafundi, tillögur flokksins til viðspyrnu í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Tillögurnar voru kynntar undir Ábyrga leiðin.

Ábyrga leiðin byggir á að skapa 5.000 – 7.000 ný störf en það sem snertir öryrkja enn meir, eru tillögur um að hækka örorkugreiðslur.

Samfylkingin vill efla velferð meðal annars með því að hækka grunn almannatrygginga. Í tillögunum segir um almannatryggingar:

„Þegar Samfylkingin settist fyrst í ríkisstjórn árið 2007 var gengið í að hækka grunnbætur almannatrygginga upp að lágmarkslaunum. Síðan þá hefur dregið verulega í sundur og nú eru bæturnar langt undir bæði lágmarkslaunum og grunnbótum atvinnuleysistrygginga.“

Samfylkingin leggur til að hækka strax elli- örorku- og endurhæfingarlífeyri í samræmi við launaþróun auk hækkunar frítekjumarks vegna atvinnutekna. Þá leggur flokkurinn til endurskoðun 69. greinar almannatryggingalaga, til að tryggja að sá tvöfaldi lás sem þar á að vera, haldi og fjárhæðir haldi í við raunverulega þróun á vinnumarkaði. Þannig er þingfararkaup ákvarðað, meðan örorkugreiðslar eru hækkaðar samkvæmt áætlunum, sem sjaldan eða aldrei ganga eftir.

Þá er vikið að vinnuletjandi skerðingum vegna atvinnutekna og lagt til að hækka frítekjumörk.  „Frítekjumark öryrkja hefur staðið fast í tæplega 110 þúsund krónum á mánuði frá árinu 2010 en væri nær 200 þúsund krónum ef það hefði þróast í takt við laun“.