Skip to main content
Frétt

Stefna í aðgengismálum Reykjavíkur í mótun.

By 2. mars 2021No Comments

Reykjavíkurborg hefur sett á laggirnar stýrihóp sem hefur fengið það verkefni að móta heildstæða stefnu í aðgengismálum fyrir Reykjavíkurborg. Í tengslum við þessa vinnu er óskað eftir að allir sem telja sig hafa hugmyndir fyrir aðgengisstefnuna sendi þær til hópsins.

Til þess að taka við hugmyndum hefur verið opnað fyrir innsendingar á slóðinni betrireykjavik

Einnig er þar hægt að senda inn aðgengissögur sem snúa að persónulegri reynslu fólks af aðgengismálum í borginni. Svæðinu á Betri Reykjavík er skipt í þrjá flokka eftir því hvers konar hugmyndir eða sögur er um að ræða: 

1. Aðgengi að borgarlandi
2. Aðgengi að upplýsingum og þjónustu
3. Aðgengi að byggingum

 Skjáskot af vef reykjavikurborgar

Vonast er til þess að allar ábendingar og reynslusögur fólks af sinni upplifun af aðgengismálum í borginni gefi góða mynd af því hvar þurfi helst að gera betur í aðgengismálum í borginni. Aðgerðaáætlun mun svo fylgja með aðgengisstefnunni og því eru allar ábendingar mikilvægar upp á forgangsröðun aðgerða í aðgengismálum.

Nánari upplýsingar um verkefnið er hægt að nálgast  hjá Tómasi Inga Adolfssyni hjá Reykjavíkurborg.