Fréttir

Myndin sýnir inngang Héraðsdóms Reykjavíkur.

Gerendur sjaldnast sóttir til saka

Rannsóknir um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki sýna að gerendur eru sjaldnast sóttir til saka, hvað þá sakfelldir. Reyndar er niðurstaða rannsókna sú að þeir sem beita fatlað fólk ofbeldi, eru líklegri til að hljóta skilorðsbundna dóma en þeir sem beita ófatlað fólk ofbeldi. Í nýlegri skýrslu Ríkislögreglustjóra er einnig ítrekað mikilvægi þess að fötlun brotaþola sé skráð hjá lögreglu við rannsókn máls.
Lesa meira

Myndin sýnir húsnæði Tryggingastofnunar við Hlíðarsmára

Að axla ábyrgð eða ekki.

Hollenska ríkisstjórnin hefur sagt af sér sem heild eftir að ljóst varð að þúsundir fjölskyldna voru ranglega sökuð um að svíkja út barnabætur úr velferðarkerfinu. Þúsundir fjölskyldna voru krafðar um endurgreiðslur með miklum fjárhagserfiðleikum í kjölfarið. Síðan umboðsmaður Alþingis ályktaði að aðferð TR við útreikning búsetuskerðinga væri röng, hefur stofnunin engu að síður haldið áfram að skerða framfærslu hundruða viðskiptavina sinna ólöglega.
Lesa meira

Flytur frumvarp um breytingu á 69.grein

Flytur frumvarp um breytingu á 69.grein

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, boðar á vefsíðu sinni frumvarp um breytingar á 69. grein laga um almannatryggingar til samræmis við útreikningsreglu þingfararkaups. Túlkun þessarar greinar hefur verið bitbein til fjölmargra ára.
Lesa meira

Mynd horfir niður á stóran hóp fólks

Breytingar um áramót

Nú um áramótin taka að venju ýmsar breytingar gildi. Hér verður stiklað á þeim helstu sem skipta máli fyrir okkur. Sú helsta er að lífeyrir almannatrygginga hækkar um 3.6% fyrir alla.
Lesa meira

Skrifstofa ÖBÍ lokuð milli hátíða.

Skrifstofa ÖBÍ lokuð milli hátíða.

Skrifstofa ÖBÍ verður lokuð milli hátíða. Við opnum aftur mánudaginn 4. janúar. Símsvörun verður 28. til 30. desember, milli kl 9:30 og 15:00. Gleðileg jól.
Lesa meira

Myndin sýnir yfir íbúðabyggð í Reykjavík

Húsnæðisstuðningur hækkaður við loka afgreiðslu fjárlaga

Við loka afgreiðslu fjárlaga, síðastliðinn föstudag, var samþykkt að hækka húsnæðisbætur um 250 milljónir. Það þýðir að fyrirhuguð hækkun örorkulífeyris eftir áramót, mun ekki hafa þau keðjuverkandi áhrif að lækka húsaleigubætur eða sérstakar húsaleigubætur.
Lesa meira

Myndin sýnir Alþingishúsið

Ályktun stjórnar landssamtakanna Geðhjálpar vegna niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar

Í vor samþykkti Alþingi breytingar að lögum um sjúkratryggingar sem tóku til niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar. Þetta er fagnaðarefni en að sama skapi vonbrigði að ekkert fjármagn fylgdi samþykkt Alþingis. Nú hefur komið fram að fjárlaganefnd Alþingis hafi lagt til að 100 m.kr. verði veitt árið 2021 í að niðurgreiða sálfræðimeðferð í gegnum sjúkratryggingar Íslands. Þetta eru veruleg vonbrigði og sýnir lítinn skilning á þeim geðrænu áskorunum sem fjölmargir standa frammi fyrir ekki síst núna á tímum efnahagsþrenginga og mikillar óvissu.
Lesa meira

Seldu húsnæði nauðungarsölu, fengu 65 þúsund upp í kröfu

Seldu húsnæði nauðungarsölu, fengu 65 þúsund upp í kröfu

Umboðsmaður Alþingis kemst að því í nýlegu áliti að Tryggingastofnun hafi ekki gætt meðalhófs, þegar húseign í eigu viðskiptavinar, var seld nauðungarsölu. Afrakstur Tryggingastofnunar var um 65 þúsund krónur, og þurfti að afskrifa það sem eftir stóð af um 590 þúsund króna kröfu. Enn á nú þarf umboðsmaður Alþingis að ítreka fyrir TR ríkari leiðbeiningaskyldu sem hvílir á stofnuninni.
Lesa meira

Vel sótt geðheilbrigðisþing

Vel sótt geðheilbrigðisþing

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra stóð fyrir vefþingi og samráði um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Ráðstefnan hófst með opnunarávarpi ráðherra, en að því loknu tóku við stutt erindi leik- og fagmanna um efnið. Vefþinginu lauk svo l með pallborðsumræðum.
Lesa meira

Sunna Dögg Ágússtdóttir með Guðna Th Jóhannessyni við athöfnina.

Hvatningarverðlaun ÖBÍ afhent í fjórtánda sinn

Í gær, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, voru Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins veitt í fjórtánda skipti. Verndari verðlaunanna, forseti Íslands, hr. Guðni Th Jóhannesson er verndari verðlaunanna, og var hann viðstaddur afhendingu þeirra, en vegna sóttvarna afhenti forseti ekki verðlaunin eins og venja hefur verið.
Lesa meira