Fréttir

Upptaka af fundi með frambjóðendum

Laugardaginn 8. október síðastliðinn bauð Öryrkjabandalag Íslands fulltrúum allra framboða, sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum 29. október næstkomandi, til opins fundar á Grand hóteli. Rætt var um þau mál sem helst brenna á félagsfólki í aðildarfélögum ÖBÍ. Fundurinn var tekinn upp.
Lesa meira

Málflutningur ráðherra valdi vonbrigðum

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að málflutningur Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tengslum við breytingar á lögum um almannatryggingar hefði valdið sér verulegum vonbrigðum. Öryrkjabandalagið hafi tekið ríkan þátt í nefndarstörfum vegna endurskoðun almannatryggingalaga en ekki hafi verið tekið tillit til tillagna ÖBÍ. Ef ráðherra ætti 3-4 milljarða króna þá leggi hún til að þeim verði dreifi þeim afturvirkt á þá sem séu með lægsta örorkulífeyrinn.
Lesa meira

Athyglisverðar niðurstöður í Gallupkönnun um áherslumál ÖBÍ

Öryrkjabandalag Íslands bauð í dag – laugardaginn 8. október - til opins fundar með fulltrúum allra flokka og framboða sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum 29. október næstkomandi. Rætt var um málefni fatlaðs fólks, örorkulífeyrisþega og langveikra og frambjóðendur spurðir um afstöðu til málefna sem tengjast aðgengi, atvinnu, menntun, heilbrigðismálum, kjörum og sjálfstæðu lífi. Á fundinum voru einnig kynntar niðurstöður Gallup könnunar þar sem kjósendur voru spurðir sömu spurninga og frambjóðendurnir.
Lesa meira

Fékk ekki liðveislu frá Reykjavíkurborg vegna aldurs

Fréttastofa RÚV greindi frá því um helgina að úrskurðarnefnd velferðarmála hefði á dögunum fellt úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar þar sem fötluðum manni var synjað um liðveislu vegna aldurs. Borginni er falið að taka málið til meðferðar að nýju. Í viðtali við RÚV sagði Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, að ÖBÍ hefði fengið mörg mál inn á borð til sín þar sem fatlað fólk fær ekki lengur sömu þjónustu eða er synjað um þjónustu eftir að það nær 67 ára aldri. Ekki megi mismuna á grundvelli aldurs. ÖBÍ aðstoðaði manninn við að sækja málið gegn Reykjavíkurborg.
Lesa meira

Atvinnumál fólks með skerta starfsgetu rædd á málþingi

Málefnahópur ÖBÍ um atvinnu- og menntamál bauð til málþingsins „Vannýttur mannauður“ á Grand hótel 8. september síðastliðinn. Þar var fjallað um atvinnumál fólks með skerta starfsgetu. Upptöku af málþinginu má skoða í þessari frétt.
Lesa meira

Gleðidagur - Alþingi samþykkir samhljóða þingsályktunartillögu um fullgildingu SRFF

ÖBÍ fagnar því Alþingi hafi samþykkt samhljóða þingsályktunartillögu um fullgildingu Samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk (SRFF) og fullgildingu á valfrjálsri bókun við samninginn. Samningurinn felur í sér skyldur aðildarríkja til þess að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Samningurinn, sem orðinn er um það bil 10 ára gamall, var undirritaður af hálfu íslenska ríkisins þann 30. mars 2007. Biðin eftir fullgildingu hefur verið löng. Dagurinn í dag er því mikill gleðidagur.
Lesa meira

Frestur til að senda inn tilnefningar framlengdur til 1. október

Nefnd um Hvatningarverðlaun ÖBÍ hefur ákveðið að framlengja frest til að senda inn tilnefningar til 1. október næstkomandi. Verðlaunin verða veitt í tíunda sinn laugardaginn 3. desember næstkomandi, á alþjóðadegi fatlaðs fólks.
Lesa meira

Myndbönd aðildarfélaga tekin upp á Kjarvalsstöðum

Starfsfólks Tjarnargötunnar og fulltrúar frá öllum aðildarfélögum ÖBÍ voru á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Þar hafði ÖBÍ fengið góðfúslegt leyfi til að taka upp kynningarmyndbönd aðildarfélaganna í fallegu umhverfi sýningar Hildar Bjarnadóttur „Vistkerfi lita“.
Lesa meira

Ráðherra tekið faglegar athugasemdir ÖBÍ til greina

Öryrkjabandalag Íslands fagnar þeirri ákvörðun félagsmálaráðherra Eyglóar Harðardóttur að hverfa frá ákvæði um starfsgetumat sem var að finna í frumvarpsdrögum um breytingar á lögum um almannatryggingar, sem enn á þó eftir að leggja fyrir Alþingi. Ráðherra hefur þar með tekið til greina faglegar athugasemdir ÖBÍ sem komu fram í umsögn bandalagsins um frumvarpsdrögin. Því ber að fagna að ráðherra hafi byggt ákvörðun sína á sérfræðiþekkingu í þessum mikilvæga málaflokki.
Lesa meira

Framfærsla fólks í húfi

Ellen Calmon formaður ÖBÍ var í viðtali hjá Bylgjunni í bítið í morgun. Þar sagði hún að drög að frumvarpi um breytingar á almannatryggingum, þar sem ætti að hefja „samstarfsverkefni“ um starfsgetumat í janúar 2017 væri ábyrgðarlaust því um væri að ræða þróunarverkefni þar sem framfærsla fólks væri í húfi. Ekki væri um að ræða samstarf af hálfu ÖBÍ.
Lesa meira