Fréttir

Alþjóðlegi Parkinson dagurinn í dag

Í dag, þriðjudaginn 11. apríl, er haldið upp á Alþjóðlega Parkinsondaginn um allan heim. Nú í ár eru liðin 200 ár frá því að Parkinsonsjúkdómurinn var fyrst skilgreindur í fræðiritgerð eftir enska lækninn Dr. James Parkinson. Sjúkdómurinn var síðar nefndur eftir honum.
Lesa meira

Aðgengi á Keflavíkurflugvelli - Ferðasaga í myndum

Föstudaginn 31. mars 2017 var málefnahópi ÖBÍ um aðgengismál boðið í heimsókn á Keflavíkurflugvöll til að kynna sér stöðu aðgengismála þar og úrbætur sem þar hafa verið gerðar. Í desember 2016 átti málefnahópurinn fund með fulltrúum Isavia, sem reka Keflavíkurflugvöll, og Samgöngustofu þar sem bent var á tólf atriði sem þörfnuðust úrbóta.
Lesa meira

Húsfyllir á málþingi um menntamál

Fullt var út úr dyrum á málþingi málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál sem haldið var á Hilton Reykjavík Nordica í dag, miðvikudaginn 5. apríl 2017. Yfirskrift málþingsins var „Skóli fyrir alla – Hindranir eða tækifæri“.
Lesa meira

Kjarabætur fyrir örorkulífeyrisþega

Öryrkjabandalag Íslands skorar á Þorstein Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, að hefja þegar aðgerðir til að tryggja örorkulífeyrisþegum umtalsverðar og löngu tímabærar kjarabætur. Bandalagið tekur undir ummæli Þorsteins í Kastljósi fimmtudagskvöldið 30. mars um að verulegt ofmat hafi verið á umfangi bótasvika á Íslandi í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2013.
Lesa meira

Skýrsla um bótasvik byggð á sandi

Öryrkjabandalag Íslands fagnar umfjöllun Kastljóss RÚV um skýrslu Ríkisendurskoðunnar frá 2013 um bótasvik, þar sem leiddar voru að því líkur að bótasvik í almannatryggingakerfinu næmu allt að 3,4 milljörðum króna á ári. Greining á skýrslunni hefur leitt í ljós að grundvöllur hennar var gagnrýniverður. ÖBÍ telur að niðurstöður athugunarinnar sýni að svigrúm sé til umtalsverðra kjarabóta fyrir örorkulífeyrisþega.
Lesa meira

Árangursríkur starfsdagur stjórnar ÖBÍ

Starfsdagur stjórnar Öryrkjabandalags Íslands var haldinn laugardaginn 4. mars síðastliðinn í fundarsal Bláa lónsins. Vinna hófst klukkan 10 og var fundað fram yfir kvöldmat. Dagskrá starfsdagsins var þétt og mikil vinnugleði ríkti í hópnum sem taldi 25 manns.
Lesa meira

Opinn fundur um skatta og húsnæðismál

Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál bauð til opins fundar um skatta, skerðingar og húsnæðismál á Grand hóteli í dag, laugardaginn 18. mars, kl. 13-15. Þar kom meðal annars fram að hendur Brynju hússjóðs ÖBÍ eru bundnar um kaup á aðgenginlegum 2ja herbergja íbúðum vegna viðmiða Íbúðalánasjóðs. Þá kom einnig fram að ef persónuafsláttur hefði ekki verið aftengur frá launavísitölu hefðu skattleysismörk verið 220.000 krónur á mánuði árið 2013.
Lesa meira

Blindrafélagið verðlaunað

Fjölmenni var á málþingi sem haldið var um algilda hönnun á Grand hótel í dag. Blindrafélagið, eitt aðildarfélaga ÖBÍ, fékk þar afhenta fyrstu aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar.
Lesa meira

Nýtt leiðbeiningarrit um algilda hönnun

Málefnahópur Öryrkjabandalags Íslands um aðgengi gaf í dag út 40 blaðsíðna leiðbeiningarrit um algilda hönnun utandyra. Þar er brugðið ljósi á aðgengisþarfir fatlaðs fólks í almenningsrými innan byggðar og af hverju algild hönnun er mikilvæg við skipulagningu gatna og torga.
Lesa meira

Velferðarnefnd Alþingis á fundi með fulltrúum ÖBÍ

Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis heimsóttur skrifstofur Öryrkjabandalags Íslands í dag. Þar ræddu þingmenn við formann ÖBÍ, framkvæmdastjóra og starfsmenn málefnahópa bandalagsins um helstu áherslumál þess.
Lesa meira