Fréttir

Myndin sýnir merki ÖBÍ ásamt ártölunum 1961 og 2021

Öryrkjabandalagið fagnar 60 ára afmæli

Öryrkjabandalagið fagnar á þessu ári 60 ára starfi. Í dag, sunnudaginn 5. september, kl. 14 verður lítil samkoma á Hilton Nordica þar sem áfanganum verður fagnað og er viðburðinum streymt hér. Sérstakir gestir eru forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Sif Holst, varaformaður Danske handicaporganisationer, systursamtaka ÖBÍ.
Lesa meira

Myndin sýnir unga konu tala táknmál

Aðalfréttatími Rúv og Krakkafréttir táknmálstúlkaðar

Nú fyrsta september verður sú breyting á þjónustu RÚV við heyrnarlausa að í stað sérstakra táknmálsfrétta, verður aðalfréttatími RÚV, kl 19, túlkaður beint á táknmál. RÚV hefur samið við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra um að túlkunina. Á sama tíma verður byrjað að senda Krakkafréttir út með táknmálstúlkun á RÚV.
Lesa meira

Myndin sýnir nýjan framkvæmdastjór ÖBÍ, Evu Þengilsdóttur

Nýr framkvæmdastjóri ÖBÍ.

Stjórn ÖBÍ hefur ráðið Evu Þengilsdóttur sem framkvæmdastjóra bandalagsins, og tekur hún til starfa 1. september. Eva hefur víðtæka reynslu af starfsemi þriðja geirans, m.a. sem framkvæmdastjóri Blindravinnustofunnar og verkefnastjóri hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, ásamt því að eiga þátt í mörgum verkefnum á vegum frjálsra félagasamtaka, svo sem stofnun Almannaheilla og Sjónarhóls.
Lesa meira

Kökurit sem sýnir 15% sneið og textann  #WeThe15

Alheims vitundarvakningar herferð hafin undir merkjum #WeThe15

Snemma morguns 19. ágúst var herferðinni #WeThe15 hleypt af stokkunum í Japan. Herferðinni er ætlað að minna á að 15% mannkyns er með fötlun samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. 15% mannkyns er rúmlega milljarður einstaklinga. Tilgangur WeThe15 er að binda endi á mismunun í garð fatlaðs fólks og verða alheims hreyfing sem berst fyrir sýnileika fatlaðs fólks, aðgengi og þátttöku allra.
Lesa meira

Nafnleysi TR ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti

Nafnleysi TR ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti

Umboðsmaður Alþingis hefur birt álit sitt á því umkvörtunarefni að úrskurðir Tryggingastofnunar séu samkvæmt meginreglu nafnlausir. Í stuttu máli kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að slík framkvæmd stjórnsýsluákvarðana sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gera verði til forms og framsetningar stjórnvaldsákvarðana í ljósi sjónarmiða um réttaröryggi og vandaðra stjórnsýsluhátta.
Lesa meira

Myndin sýnir einstakling hjá tannlækni

Endurgreiðsla tannlæknakostnaðar vegna alvarlegra meðfæddra galla eða slysa

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest rammasamning Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna um nauðsynlegar tannlækningar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Í stað endurgreiðslugjaldskrár frá árinu 2014 er nú búið að semja við tannlækna um föst verð sem hækkuð verða tvisvar á ári. Samningurinn gildir frá 15. júlí 2021 til og með 30. september 2022.
Lesa meira

Skrifstofa ÖBÍ, Sigtúni 42

Sumarlokun skrifstofu ÖBÍ

Skrifstofa Öryrkjabandalagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 19. júlí. Við opnum aftur þriðjudaginn 3. ágúst.
Lesa meira

Myndin sýnir merki ÖBÍ

Framkvæmdastjóri ÖBÍ lætur af störfum

Lilja Þorgeirsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri ÖBÍ þann 1. ágúst n.k. Lilja hefur starfað hjá ÖBÍ frá 1. mars 2008. Starfsfólk og stjórn ÖBÍ óskar Lilju velfarnaðar í því sem hún mun taka sér fyrir hendur og þakkar fyrir vel unnin störf.
Lesa meira

Myndin sýnir unga konu lesa upp við vegg.

Heimilisuppbót nú greidd með námsmönnum til 25 ára

Félagsmálaráðherra hefur breytt reglugerð um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri, á þann hátt að nú er heimilt að greiða heimilisuppbót, þó á heimilinu sé heimilismaður eldri en 18 ára í námi. Hér er um mikið réttindamál að ræða, enda hafa margir þurft að vísa barni sínu af heimilinu við 18 ára aldurinn.
Lesa meira

Myndin sýnir húsnæði TR

Tilraunaverkefni TR með símaráðgjöf

Í frétt á heimasíðu TR, kemur fram að nú í sumar verður prufukeyrt verkefni um símaráðgjöf. Einstaklingar geta þá pantað símtal frá þjónustufulltrúa TR sem hringir og veitir ráðgjöf um mál viðkomandi. Árangurinn verður metinn af verkefninu í lok sumars.
Lesa meira