Fréttir

Hvatningarverðlaunin afhent

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands 2017 voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík í dag að viðstöddu fjölmenni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin, en þau voru veitt í þremur flokkum.
Lesa meira

Nýr samskiptastjóri tekur til starfa

Ingimar Karl Helga­son hef­ur verið ráðinn sam­skipta­stjóri Öryrkja­banda­lags Íslands (ÖBÍ).
Lesa meira

Formaður ÖBÍ á fundi með flokksformönnum

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, átt í gær fund í Alþingishúsinu með formönnum þeirra þriggja flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Það voru formenn flokkanna sem boðuðu til fundarins.
Lesa meira

Þrír nýir starfsmenn á skrifstofu ÖBÍ

Þrír nýir starfsmenn hafa tekið til starfa tímabundið á skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands. Aðalsteinn Sigurðsson sinnir lögfræðiráðgjöf. Katrín Oddsdóttir hefur tekið að sér tímabundið verkefni með málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf. Þórdís Viborg er starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál.
Lesa meira

Fulltrúar allra þingflokka mættu á málþing

Fulltrúar allra átta stjórnmálaflokka sem náðu kjöri í Alþingiskosningunum í október sendu fulltrúa á málþing málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál sem haldið var 1. nóvember síðastliðinn. Málþingið bar yfirskriftina „Bætum kjör lífeyrisþega“. Þingmennirnir voru spurðir hvað þeirra flokkur ætlaði að gera á kjörtímabilinu til að bæta kjör þeirra.
Lesa meira

Ungliðahreyfing ÖBÍ harmar dóm Hæstaréttar

Ungliðahreyfing ÖBÍ harmar dóm Hæstaréttar Íslands í máli Áslaugar Ýrar Hjartardóttur þar sem ekki var ógilt synjun Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertrar (SHH) um túlkaþjónustu í sumarbúðum fyrir daufblind ungmenni sem haldnar voru í Svíþjóð í sumar.
Lesa meira

Áhersla á mikilvægi viðeigandi aðlögunar að vinnumarkaði

Anna Lawson, lagaprófessor frá Bretlandi, var gestur á málþingi sem Öryrkjabandalag Íslands bauð til á Hótel Natura í Reykjavík föstudaginn 13. október 2017. Anna Lawson ræddi þar um viðeigandi aðlögun að vinnumarkaði og starfsgetumat.
Lesa meira

Viljum við þessi fjárlög?

Það er janúar 2018 og fjárlagafrumvarpið hefur verið samþykkt eins og það var lagt fram í september síðasliðnum. Í grein sem birt var á Vísi.is 27. október 2017 - degi fyrir kosningar til Alþingis - spyr Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hvort kjósendur vilji þessi fjárlög.
Lesa meira

Mikill meirihluti vill niðurgreidda sálfræði- og tannlæknaþjónustu

Yfir 90% svarenda í nýrri könnun Gallup, sem gerð var fyrir Öryrkjabandalag Íslands, telja að sálfræðiþjónusta og tannlækningar eigi að vera niðurgreidd fyrir alla Íslendinga með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta eins og þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérfræðilækna.
Lesa meira

Skorað á þingmenn að tryggja fullgildingu valfrjálsrar bókunar SRFF

Aðalfundur ÖBÍ skorar á þingheim að standa við þingsályktun frá því 2016 um að valkvæður viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur fyrir árslok 2017. Þannig verði mikilvæg kæruleið fyrir fatlað fólk tryggð. Nýr formaður ÖBÍ, sem kosinn var á fundinum, leggur áherslu á fullgildingu valfrjálsu bókunarinnar og að NPA verði lögfest.
Lesa meira