20. nóvember, 2019
Þann 21. nóvember nk. kl. 10:45 í sal Þjóðminjasafnsins mun Lars Hulgaard, prófessor við Háskólann í Hróarskeldu og stofnandi og forstöðumaður „Centre for social innovation in civil society context“ flytja fyrirlestur sem heitir Hlutverk almannaheillasamtaka í félagslegri nýsköpun á Íslandi.
Lesa meira
14. nóvember, 2019
Kolbeinn Stefánsson birti í vikunni grein í Stundinni sem er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi.
Lesa meira
13. nóvember, 2019
Reykjavík Dance Festival býður félagsmönnum aðildarfélaga ÖBÍ góðan afslátt af miðaverði á hátíðina, sem fer fram dagana 20-23. nóvember.
Lesa meira
13. nóvember, 2019
Íbúðalánasjóður hefur nú úthlutað Brynju hússjóði, stofnframlögum fyrir 73 nýjum íbúðum fyrir árið 2019. Þetta er kærkomin viðbót, og stærsta úthlutunin á stofnframlögum í langan tíma.
Lesa meira
12. nóvember, 2019
Samskipti sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands eru í uppnámi eftir að stofnunin tilkynnti einhliða 8. nóvember að sjúkraþjálfarar væru bundnir af ákvæðum rammasamnings næstu sex mánuði - þrátt fyrir að samningurinn hafi runnið út þann 31. janúar síðastliðinn. Sjúkraþjálfarar sætta sig ekki við að starfa áfram á samningi sem ekki hefur verið leiðréttur í 9 mánuði. Þetta gerist í framhaldi af því að boðað var opið útboð á þjónustu sjúkraþjálfara, sem þeir telja að verði skaðlegt fyrir sjúkraþjálfun í landinu.
Lesa meira
12. nóvember, 2019
Ólafur Hafsteinn Einarsson óskaði í september eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, en hann var vistaður í kvennafangelsinu á Bitru á Suðurlandi ásamt öðrum fötluðum einstaklingum. Hann ítrekaði beiðni sína við forsætisráðherra nú á dögunum. Svar ráðuneytis barst honum í dag, 12. nóvember.
Lesa meira
11. nóvember, 2019
Fyrirtæki sem hafa skýra stefnu um að ráða og styðja fatlað fólk í vinnu, skila betri afkomu en keppinautar þeirra, samkvæmt rannsókn sem Accenture, í samvinnu við AAPD, American Assoiciation of People with Disabilites, framkvæmdi og birti í október 2018.
Lesa meira
07. nóvember, 2019
Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir hefur boðað til heilbrigðisþings undir yfirskriftinni siðferðileg gildi og forgangsröðun. Heilbrigðisþingið fer fer fram á Hótel Nordica 15. nóvember n.k. frá kl. 9:00 til 15:45. Öllum er heimil þátttaka.
Lesa meira
07. nóvember, 2019
Fyrsta könnunin sem fer fram á heimasíðu ÖBÍ var um mánaðarlegar ráðstöfunartekjur öryrkja. Sérstaka athygli vekur að 13% þeirra sem þátt tóku segjast vera með undir 100 þúsund krónum til ráðstöfunar í hverjum mánuði.
Lesa meira
04. nóvember, 2019
Samtök um íslenska máltækni (SÍM) hafa sett í loftið heimasíðuna samromur.is. Verkefnið er unnið í samvinnu við Almannaheill og er tilgangurinn að safna raddsýnum íslendinga til þróunar raddgreini á íslensku.
Lesa meira