Fréttir

Fatlað fólk til Mars

Fatlað fólk til Mars

Evrópska geimferðastofnunin ESA, er nú að auglýsa eftir geimförum, í fyrsta sinn í ellefu ár. Sú breyting er hins vegar nú að sérstök áhersla er lögð á að ná til kvenna og fatlaðs fólks.
Lesa meira

Myndin sýnir Katrínu Jakopsdóttur og nokkrar af þeim spurningum sem henni höfðu borist.

Katrín svarar öryrkjum á beinni línu á FB.

Katrín Jakobsdóttir bauð upp á svokallaða beina línu forsætisráðherra á samfélagsmiðlum í gær, mánudaginn 15. febrúar í hádeginu. Fólki gafst tækifæri til að senda forsætisráðherra spurningar fyrirfram, og nýtti fjöldi manns sér það tækifæri. Hér fara svör Katrínar.
Lesa meira

Myndin sýnir byggingar í skuggahverfi Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg uppfærir tekju og eignaviðmið

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær, 11. febrúar, að uppfæra tekju og eignaviðmið þau sem liggja á bak við sérstakan húsnæðisstuðning. Félags og barnamálaráðherra hafði uppfært viðmiðunartölur þessar um áramótin, sem Öryrkjabandalagið hafði þrýst á um. Þær tölur eru hins vegar aðeins til hliðsjónar fyrir sveitarfélögin. Reykjavíkurborg hefur nú ákveðið að hækka sín viðmið til samræmis, og gildir sú hækkun afturvirkt, frá og með 1. janúar 2021.
Lesa meira

Texti: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Sjálfstæð mannréttindastofnun í bígerð

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum föstudaginn 5. febrúar, að setja á fót starfshóp til að útfæra hugmyndir um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun, sem uppfyllir Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna um slíkar stofnanir á Íslandi. Stjórnvöld telja tilvist slíkrar stofnunar nauðsynlega til þess að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda og er forsenda þess að mögulegt sé að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um sérstaka styrki ÖBÍ

Opið fyrir umsóknir um sérstaka styrki ÖBÍ

Öryrkjabandalagið veitir árlega sérstaka styrki til verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks. Opnað hefur verið fyrir umsóknir, og er frestur til að sækja um til 15. mars n.k.
Lesa meira

Auglýsing með frétt - skjáskot af Zoom fundi

Fatlaðar konur, ofbeldi og 112

Jafnréttisdagar 2021 verða dagana 1. til 5. febrúar n.k. Þá standa Rannsóknasetur í fötlunarfræðum, Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp fyrir málstofu um ofbeldi gagnvart fötluðum konum, kalla saman fræðafólk, fulltrúa samtaka fatlaðs fólks og fulltrúa stjórnvalda til samtals um þekkingu og reynslu til að þróa leiðir til að hindra ofbeldi gegn fötluðum konum.
Lesa meira

Myndin sýnir bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar.

Upplýsingagjöf sveitarfélaga ófullnægjandi.

Gæða og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar ákvað um mitt ár 2020 að framkvæma könnun á vefsíðum nokkurra sveitarfélaga, í kjölfar ábendinga um að upplýsingar um réttindi og þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum þeirra væri ábótavant. Kveðið er á um frumkvæðisskyldu sveitarfélaga í 32. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Gott aðgengi að upplýsingum um rétt fatlaðra til þjónustu er afar mikilvægur þáttur.
Lesa meira

Hönd - texti: Gegn ofbeldi

Aðgerðarteymi gegn ofbeldi leggur til breytingar

Aðeins degi eftir að greiningarskýrsla Ríkislögreglustjóra um ofbeldi gegn fötluðu fólki var kynnt, hefur aðgerðarteymi sem dómsmálaráðherra skipaði, skilað tillögum til aðgerða. Þeim aðgerðum er ætlað að bregðast við þeirri stöðu sem lýst var í skýrslunni, að margt fatlað fólk verði fyrir ofbeldi á Íslandi, í einhverjum tilvika oft og ítrekað.
Lesa meira

Myndin sýnir inngang Héraðsdóms Reykjavíkur.

Gerendur sjaldnast sóttir til saka

Rannsóknir um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki sýna að gerendur eru sjaldnast sóttir til saka, hvað þá sakfelldir. Reyndar er niðurstaða rannsókna sú að þeir sem beita fatlað fólk ofbeldi, eru líklegri til að hljóta skilorðsbundna dóma en þeir sem beita ófatlað fólk ofbeldi. Í nýlegri skýrslu Ríkislögreglustjóra er einnig ítrekað mikilvægi þess að fötlun brotaþola sé skráð hjá lögreglu við rannsókn máls.
Lesa meira

Myndin sýnir húsnæði Tryggingastofnunar við Hlíðarsmára

Að axla ábyrgð eða ekki.

Hollenska ríkisstjórnin hefur sagt af sér sem heild eftir að ljóst varð að þúsundir fjölskyldna voru ranglega sökuð um að svíkja út barnabætur úr velferðarkerfinu. Þúsundir fjölskyldna voru krafðar um endurgreiðslur með miklum fjárhagserfiðleikum í kjölfarið. Síðan umboðsmaður Alþingis ályktaði að aðferð TR við útreikning búsetuskerðinga væri röng, hefur stofnunin engu að síður haldið áfram að skerða framfærslu hundruða viðskiptavina sinna ólöglega.
Lesa meira