Fréttir

Það á enginn að vera heimilislaus!

Það á enginn að vera heimilislaus!

Til stendur að loka tímabundnu úrræði fyrir heimilislausar konur sem hefur verið opið sl. mánuði vegna Covid. Reynslan af þessu úrræði hefur verið afar góð og virðist hafa haft í för með sér aukin lífsgæði fyrir þær konur sem þangað leita. Í yfirlýsingu sem þessar konur sendu á fjölmiðla í dag, kemur fram á nú þegar COVID-19 smitum hefur fækkað á Íslandi á að loka úrræðinu og henda þeim aftur á götuna.
Lesa meira

Dómstólarnir ekki lengur síðasta vígi öryrkja

Dómstólarnir ekki lengur síðasta vígi öryrkja

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður tók sterkt til orða í þættinum Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöldi, er hann rifjaði upp þá breytingu á dómaframkvæmd Hæstaréttar sem varð í kjölfarið á dómi réttarins í öryrkjadómnum svokallaða.
Lesa meira

Ekki lagastoð fyrir búsetuskerðingu sérstakrar uppbótar

Ekki lagastoð fyrir búsetuskerðingu sérstakrar uppbótar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt dóm í máli gegn Tryggingastofnun þar sem deilt var um búsetuskerðingar á greiðslum skv. lögum um félagslega aðstoð. Dómurinn kveður upp úr um það að TR hafi skort lagastoð fyrir búsetu skerðingu félagslegra bóta frá upphafi.
Lesa meira

úr safni

Sálfræðimeðferð verður niðurgreidd af Sjúkratryggingum.

Alþingi samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir þinghlé, þingmannafrumvarp um að sjúkratryggingar taki frá og með 1. Janúar 2021 til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna eins og segir í frumvarpi því sem var samþykkt.
Lesa meira

Myndin sýnir hús Tryggingastofnunar við Hæðarsmára

Enn búsetuskert í trássi við álit UA

Nú eru 2 ár síðan umboðsmaður Alþingis birti álit sitt nr. 8955/2016 um útreikning búsetuhlutfalls fyrir örorkulífeyri. Til upprifjunar, í stuttu máli, komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið viðhlítandi lagaheimild til að skipta framreiknuðum búsetutíma hlutfallslega eftir lengd tryggingatímabila á milli Íslands og annars lands.
Lesa meira

Enginn með skerta starfsgetu í starfi hjá fjármálaráðuneytinu

Enginn með skerta starfsgetu í starfi hjá fjármálaráðuneytinu

Í svari fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur þingmanns, kemur fram að enginn með skerta starfsgetu er í starfi hjá ráðuneyti hans.
Lesa meira

Forsetakosningar 2020, upplýsingar

Forsetakosningar 2020, upplýsingar

Forsetakosningar verða laugardaginn 27. júní. Á vefnum kosning.is er að finna allar helstu upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Þar er m.a. að finna lista yfir kjörstaði, sem eiga að vera fyllilega aðgengilegir fötluðu fólki. Ef þú upplifir að aðgengi að þínum kjörstað er ekki nægilegt viljum við hjá ÖBÍ endilega heyra af því.
Lesa meira

Aksturþjónusta fatlaðs fólks verður Pant

Aksturþjónusta fatlaðs fólks verður Pant

Framundan eru talsverðar breytingar á akstursþjónustu Strætó. Nú um mánaðamótin júní / júlí mun hún skipta um nafn og útlit. Akstursþjónustan mun framvegis heita Pant og heimasíðan verður pantakstur.is. Sú heimasíða verður opnuð 1. Júlí n.k. og verða allar upplýsingar um breytingarnar framundan að finna á síðunni.
Lesa meira

Myndin sýnir smáhýsi sem bíður þess að vera komið fyrir á endanlegum stað.

Stjórn Geðhjálpar skorar á borgaryfirvöld að hvika hvergi í smáhýsamáli.

Stjórn Geðhjálpar segir í ályktun vegna deilna um staðsetningu smáhýsa fyrir einstaklinga sem eiga við vímuefnavanda og/eða geðrænar áskoranir að stríða, að ótti þeirra sem andmæla byggi á fáfræði og skilningsleysi. Umræðan minni um margt á umræðu liðins tíma gagnvart fólki með geðrænar áskoranir. Þuríður Harpa Sigðurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, tekur heils hugar undir áskorun Geðhjálpar.
Lesa meira

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar var viðstaddur þegar ráðherra ritaði nafn sitt und…

Félagsmálaráðherra hækkar styrki til kaupa á sérútbúnum bifreiðum um 20%

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að hækka styrki til kaupa á sérútbúnum og dýrum bifreiðum fyrir hreyfihamlaða einstaklinga um 20%. Þannig er komið til móts við þá einstaklinga sem höfðu pantað bíl, en ekki fengið afhenta, áður en gengi krónunnar féll í kjölfar Covid-19.
Lesa meira