Fréttir

Myndin sýnir húsnæði umboðsmanns

Álit umboðsmanns Alþingis: Úrskurðir úrskurðarnefndar velferðarmála ekki í samræmi við lög

Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit í þremur málum sem Öryrkjabandalagið vísaði til hans. Málin voru öll svipaðs eðlis, að Tryggingastofnun hafi upphaflega hafnað örorkumati, eða metið undir 75%, og síðar samþykkt 75% mat. Einstaklingarnir sem um ræðir, leituðu til Öryrkjabandalagsins, sem aðstoðaði þá við vinnslu málsins.
Lesa meira

Myndin sýnir yfirlit yfir ráðstefnusalinn

Fimmtánda ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Dagana 14-16 júní var haldin 15. ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ráðstefnan hefur verið haldin ár hvert, utan síðustu tveggja, vegna heimsfaraldurs Covid.
Lesa meira

Merki Sameinuðu þjóðanna. Logo.

Skuggaskýrsla vegna framkvæmdar Íslands á Kvennasáttmálanum

Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans.
Lesa meira

Myndin sýnir Alþingishúsið

Skortur á samráði við gerð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga

Alþingi hefur nú lokið fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Frumvarpið er nú endurflutt í fjórða sinn en í örlítið breyttri mynd frá því frumvarpi sem birt var til umsagnar í Samráðsgátt í lok janúar sl. Endurtekið hefur komið fram fjöldi umsagna um efni frumvarpsins og því ljóst að það er mjög umdeilt. Eftirtaldir aðilar lýsa því yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum
Lesa meira

Myndin sýnir húsnæði TR við Hæðarsmára

Þrjú prósent hækkun almannatrygginga greidd í sérstakri greiðslu í júní

Eins og áður hefur verið sagt frá á þessum vettvangi, samþykkti ríkisstjórnin að hækka greiðslur almannatrygginga um þrjú prósent, frá og með 1. júní næstkomandi. Nokkuð hefur verið um umræður um að fólk sjái ekki merki þessarar hækkunar sinnar í greiðsluáætlun sinni.
Lesa meira

Of háir skattar og skerðingar festa öryrkja í fjötrum fátæktar

Of háir skattar og skerðingar festa öryrkja í fjötrum fátæktar

Í nýjasta hefti Kjarafrétta Eflingar, fer Stefán Ólafsson yfir samspil almannatryggingakerfisins og skerðinga. Niðurstaða hans er að og lágur lífeyrir, of miklar skerðingar og of háir skattar á lágar tekjur öryrkja, hafa fest allt of marga í fjötrum fátæktar.
Lesa meira

Ljósmynd af þeim sem sátu í pallborði á málþinginu.

Málþing ÖBÍ: Lásar gera bara gagn - ef þeir eru læstir

Málþing kjarahóps ÖBÍ um skerðingar og kjaragliðnun lífeyris almannatrygginga var haldið í gær, 17. maí,  á Grand Hóteli. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ flutti ávarp. Kolbeinn H. Stefánsson, félagsfræðingur og dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands fjallaði um niðurstöður rannsóknarinnar sem hann vann fyrir ÖBÍ, „Lásar gera bara gagn ef þeir eru læstir“. Skýrslan kom út 2020 en nýlega voru tölfræðigögn uppfærð og verður skýrslan endurútgefin á næstu dögum.
Lesa meira

Myndin sýnir kjörkassa á gólfi kjördeildar

Vakt réttindagæslu á kjördag og almennar upplýsingar

Réttindagæsla fatlaðs fólks verður með sérstaka vakt á kjördag og hægt er að hafa samband við hana í síma 554-8100, með tölvupósti á postur@rettindagaesla.is eða í gegnum Facebook síðu Réttindagæslumanns fatlaðs fólks. Vakin er athygli á þeirri breytingu að ekki þarf að sanna fötlun til að eiga rétt á aðstoð við kosninguna.
Lesa meira

Mynd af vef ráðuneytisins

Nýr forstjóri Tryggingastofnunar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað Huld Magnúsdóttur í embætti forstjóra Tryggingastofnunar frá og með 1. júní næstkomandi.
Lesa meira

Íslandskort og merki (logo) Gallup

Sjö af hverjum tíu telja sitt sveitarfélag leggja of litla áherslu á þjónustu við fatlað fólk

Í aðdraganda fundarherferðar Öryrkjabandalagsins vegna sveitarstjórnarkosninga 2022, gerði Gallup skoðanakönnun meðal landsmanna um ýmis baráttumál ÖBÍ. Niðurstöðurnar voru um margt áhugaverðar. Meðal annars kemur fram að nærri 70% svarenda telja sitt sveitarfélag leggja of litla áherslu á þjónustu við fatlað fólk, og 42% vilja að ríkið taki að öllu eða mestu leyti yfir þjónustuna á ný. Þjónustu sem flutt var til sveitarfélaganna árið 2011.
Lesa meira