17. maí, 2019
ÖBÍ hefur gert áframhaldandi samkomulag við Opna háskólann í Háskólann í Reykjavík vegna námslínunnar Stjórnendur í þriðja geiranum. Samkomulagið felur það í sér að aðildarfélög ÖBÍ fá 10% afslátt af verði námsins. Aðildarfélög ÖBÍ falla vel innan þriðja geirans því með honum er átt við félög sem starfa í almannaþágu.
Lesa meira
16. maí, 2019
Alexander Magnússon og Haukur Hákon Loftsson voru fengnir til að taka þátt í samstarfsverkefni ÖBÍ og Strætó bs. til að kanna möguleika fatlaðs fólks til að nota almenningssamgöngur. Nú hafa þeir skilað af sér niðurstöðum sem gefa til kynna að strætó geti verið raunhæfur ferðamáti fyrir fatlað fólk. Það megi þó bæta strætisvagnana, sérstaklega varðandi festingar, en aðgengi á biðstöðvum er víða óviðunandi.
Lesa meira
13. febrúar, 2020
Vegna ofsaveðurs á morgun, föstudaginn 14. febrúar 2020 verður skrifstofa ÖBÍ, Sigtúni 42, lokuð.
Lesa meira
15. maí, 2019
Mikilvægi mannréttindasamninga erum við öll sammála um enda vita flestir að slíkir samningar eru nauðsynlegir t.d. minnihlutahópum í baráttu fyrir mannréttindum. Samingur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var settur þegar alþjóðasamfélagið þ.m.t. Ísland viðurkenndi að fatlað fólk naut ekki réttar til jafns við aðra og fyrirliggjandi alþjóðasamningar reyndust ekki nægilegir til að vernda rétt fatlaðs fólks. Samningurinn hefur því það yfirlýsta markmið að tryggja fötluðu fólki full mannréttindi og grundvallarfrelsi þess til jafns við aðra en ljóst er að fatlað fólk nýtur ekki jafnra réttinda hér á landi til jafns við aðra þegna.
Lesa meira
14. maí, 2019
Nú liggur fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um að Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks verði tekinn í íslensk lög. Samningurinn nær til allra sviða samfélagsins og er markmið hans að tryggja fötluðu fólki stjórnmálaleg, borgaraleg, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg mannréttindi til jafns við annað fólk.
Lesa meira
13. maí, 2019
Ráðstefnan, Allskonar störf fyrir allskonar fólk, verður haldin fimmtudaginn 16. maí kl. 10-16 á Hilton Nordica. Á ráðstefnunni verður fjallað um atvinnumál fólks með skerta starfsgetu, rýnt í framtíðina, hvað er að gerast núna, samfélagslega ábyrgð, hið opinbera og atvinnulífið. Sjá dagskrá og nánari upplýsingar hér.
Lesa meira
13. maí, 2019
CCU samtökin eru aðildarfélag að EFCCA sem eru Evrópsk regnhlífarsamtök fjölmargra Crohn´s og Colitis Ulcerosa samtaka víðsvegar um heiminn. www.efcca.org. Öll þessi félög og fleiri til taka þátt í að vekja athygli á sjúkdómunum og 19. maí er alþjóðlegur IBD dagur.
Lesa meira
10. maí, 2019
Í gær tilkynnti félagsmálaráðuneytið að það hefði sent bréf til Tryggingastofnunar þess efnis að stofnunin geti loksins byrjað endurútreikning og leiðréttingu greiðslna til þeirra örorkulífeyrisþega sem TR hefur ólöglega skert um margra ára bil. Eins og kemur fram í tilkynningunni er með þessu verið að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis frá því í júní 2018.
Lesa meira
07. maí, 2019
Verið er að vinna gott þróunarstarf innan heilsugæslunnar og mikill vilji er þar til þverfaglegrar uppbyggingar. Það kom fram á málþingi málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál, „Þjónusta í þróun – hvað gerir heilsugæslan fyrir þig?, sem haldið var þriðjudaginn 7. maí. Kynnt voru ýmis virknihvetjandi úrræði sem fatlað og langveikt fólk getur eða mun fljótlega geta nálgast á heilsugæslustöðvum sínum. Sérstaklega var farið yfir sálfræðiþjónustuna sem verið er að þróa og starfsemi geðheilsuteyma. Þá var fjallað um hreyfiseðla og hvaða upplýsingar og þjónustu fólk getur sótt stafrænt á Heilsuveru.
Lesa meira