Fréttir

Myndin sýnir leiðangurinn við einn af áningarstöðum á leiðinni.

Rúllað að Skógafossi

Undanfarna daga hefur sjálfsprottin grasrótarhópur sem kallar sig ferðabæklingana, staðið fyrir hjólastólaralli um suðurlandsveg. Hópurinn lagði af stað frá Kambabrún og hefur nú, þegar þetta er skrifað, rúllað bróðurpartinn af leiðinni.
Lesa meira

Myndin sýnir yfirlit yfir þjónustusvæði menningarnætur 2019

Aðgengi að Menningarnótt

Nú er Menningarnótt á næsta leiti og undirbúningur stendur sem hæst. Reykjavíkurborg stefnir að afar viðburðaríkri, fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá sem borgarbúar hafa lagt mikið á sig til að skapa saman og vonast er til að höfði til sem flestra.
Lesa meira

Myndin sýnir gesti á afmælisfagnaði Blindrafélagsins

Fjölmenni í afmælisfagnaði Blindrafélagsins

Það var gestkvæmt hjá Blindrafélaginu á afmælisdaginn 19. ágúst þegar félagið fagnaði tímamótunum á Hótel Nordica. Stóri salurinn var þétt setinn og margt góðra gesta.
Lesa meira

Myndin sýnir lögreglubíl á bakka Blöndu, í sólsetri við Húnaflóa.

Vegið að atvinnuréttindum fólks með ADHD innan lögreglunnar

ADHD samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum sem Mennta- og starfþróunarsetur lögreglunnar hefur nýverið upplýst um. Þar er í fyrsta sinn hérlendis þrengt verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD.
Lesa meira

Myndin sýnir íslenska fánan við hún fyrir framan hús Blindrafélagsins við Hamrahlíð í Reykjavík.

Maður á ekki að leika sér með mannréttindi.

Blindrafélagið er 80 ára. Í tilefni þess var Sigþór Hallfreðsson, gestur morgunvaktarinnar á rás 1 á afmælisdaginn.
Lesa meira

Myndin sýnir merki Tryggingastofnunar á Hlíðarsmára 1

Huldunefnd Tryggingastofnunar

Innan Tryggingastofnunar starfar nefnd sem ekki margir vita af. Hennar er hvergi getið á heimasíðu TR og engar leiðbeiningar er þar að finna um nefndina, hlutverk hennar eða í hvaða tilvikum hægt er að leita til hennar.
Lesa meira

Myndin sýnir skýringarplakat um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Réttindi sem þú veist ekki af eru einskis virði

Fréttablaðið birti í vikunni frétt af móður þroskahamlaðs manns, sem sveið að hafa þurft að greiða meira fyrir ýmsa þjónustu en hún þurfti, sökum þess að hún vissi ekki um raunveruleg réttindi sonar síns. Í fréttinni kemur einnig fram að Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hafi flutt tillögu þess efnis að allir borgarbúar sem ættu sértæk réttindi, yrðu upplýstir um þau með sértækum hætti. Tillaga hennar var felld.
Lesa meira

Myndin sýnir hús Tryggingastofnunar við Hlíðarsmára.

Úrskurðarnefnd um velferðarmál fellir úr gildi synjun TR

Tryggingastofnun hafði synjað A, um örorkulífeyri um mat á örorku á grundvelli þess að hann væri með meðfædda sjónskerðingu. A hafði flust til landsins frá öðru landi innan EES svæðisins. TR vísaði til þess að Ísland og það land sem A hafði flutt frá, væru aðilar að samningnum um EES og réttindi hans í því landi væru því áfram til staðar eftir flutning til Íslands. TR vísaði einnig til þess að frekari réttindi ávinnist ekki á Íslandi. A kærði synjun TR til úrskurðanefndar um velferðarmál.
Lesa meira

Myndin sýnir þrjár konur í pallborði á viðburði kvennahreyfingar ÖBÍ.

Grein í 19. júní um Kvennahreyfingu ÖBÍ

Þorbera Fjölnisdóttir, starfsmaður Kvennahreyfingar ÖBÍ skrifaði grein um hreyfinguna í tímaritið 19. júní. Hér má lesa greinina.
Lesa meira

Myndin sýnir danska þinghúsið.

Ófær til vinnu, óhæf fyrir almannatryggingar.

Rannsókn sem unnin var í Kaupmannahafnarháskóla hefur sýnt fram á, að í stað þess að starfsgetumat, sem tekið var upp í Danmörku árið 2013, fjölgi öryrkjum á vinnumarkaði, hefur það leitt til þess að öryrkjar falla út úr almannatryggingakerfinu og þurfa að leita á náðir annara kerfa til að framfleyta sér vegna þess að þeir uppfylla ekki lengur skilyrði til bóta, en fá ekki vinnu þrátt fyrir starfsgetumat.
Lesa meira