Fréttir

Hús

Taktu þátt í að móta leigumarkað til framtíðar

Fjölmennum á opinn fund 29. maí nk. á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 9-14. Varaformaður ÖBÍ, Halldór Sævar Guðbergsson verður í pallborði. „Íbúðalánasjóður og Félagsmálaráðuneytið boða til opins fundar á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 29. maí. Tilgangur fundarins er að kalla eftir opinni umræðu um hvernig breytingar á húsaleigulögum geti best tryggt öryggi á leigumarkaði.“
Lesa meira

Þuríður Harpa í skrifstofu sinni að Sigtúni 42

Starfsgetumat dugar ekki fólki sem dettur út af vinnumarkaði

„Við eigum að ráðast á orsakir örorku en ekki á afleiðingarnar,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Á vegum bandalagsins var fyrir helgina haldið málþingið Allskonar störf fyrir allskonar fólk þar sem rætt var um stöðu og möguleika fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Stjórnvöld vinna nú að breytingum á framfærslukerfi almannatrygginga þar sem að leiðarljósi er haft að taka upp mat á starfsgetu í stað örorku.
Lesa meira

Lógó Íþróttasambands fatlaðra og fólk á kajökum.

Íþrótta- og ævintýrabúðir fyrir einstaklinga fædda 2005-2009

Lesa meira

Fólk í tíma í Opna háskólanum

Samstarf ÖBÍ við Opna háskólann í HR

ÖBÍ hefur gert áframhaldandi samkomulag við Opna háskólann í Háskólann í Reykjavík vegna námslínunnar Stjórnendur í þriðja geiranum. Samkomulagið felur það í sér að aðildarfélög ÖBÍ fá 10% afslátt af verði námsins. Aðildarfélög ÖBÍ falla vel innan þriðja geirans því með honum er átt við félög sem starfa í almannaþágu.
Lesa meira

Kort af Reykjavík, strætóleiðum og hjólastólamerki

Getur fatlað fólk notað strætó?

Alexander Magnússon og Haukur Hákon Loftsson voru fengnir til að taka þátt í samstarfsverkefni ÖBÍ og Strætó bs. til að kanna möguleika fatlaðs fólks til að nota almenningssamgöngur. Nú hafa þeir skilað af sér niðurstöðum sem gefa til kynna að strætó geti verið raunhæfur ferðamáti fyrir fatlað fólk. Það megi þó bæta strætisvagnana, sérstaklega varðandi festingar, en aðgengi á biðstöðvum er víða óviðunandi.
Lesa meira

Beint streymi frá málþinginu

Beint streymi frá málþinginu „Allskonar störf fyrir allskonar fólk“ í dag

Lesa meira

Þuríður Harpa og Bryndís

Alþingismenn og mannréttindi fatlaðs fólks

Mikilvægi mannréttindasamninga erum við öll sammála um enda vita flestir að slíkir samningar eru nauðsynlegir t.d. minnihlutahópum í baráttu fyrir mannréttindum. Samingur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var settur þegar alþjóðasamfélagið þ.m.t. Ísland viðurkenndi að fatlað fólk naut ekki réttar til jafns við aðra og fyrirliggjandi alþjóðasamningar reyndust ekki nægilegir til að vernda rétt fatlaðs fólks. Samningurinn hefur því það yfirlýsta markmið að tryggja fötluðu fólki full mannréttindi og grundvallarfrelsi þess til jafns við aðra en ljóst er að fatlað fólk nýtur ekki jafnra réttinda hér á landi til jafns við aðra þegna.
Lesa meira

Táknmyndir CRPD - skammstöfun á ensku heiti á Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.…

ÖBÍ skorar á alþingismenn að samþykkja þingsályktunartillögu um lögfestingu Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Nú liggur fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um að Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks verði tekinn í íslensk lög. Samningurinn nær til allra sviða samfélagsins og er markmið hans að tryggja fötluðu fólki stjórnmálaleg, borgaraleg, efnahagsleg, félagsleg og menningarleg mannréttindi til jafns við annað fólk.
Lesa meira

Auglýsing ráðstefnunnar: Allskonar störf fyrir allskonar fólk

Allskonar störf fyrir allskonar fólk

Ráðstefnan, Allskonar störf fyrir allskonar fólk, verður haldin fimmtudaginn 16. maí kl. 10-16 á Hilton Nordica. Á ráðstefnunni verður fjallað um atvinnumál fólks með skerta starfsgetu, rýnt í framtíðina, hvað er að gerast núna, samfélagslega ábyrgð, hið opinbera og atvinnulífið. Sjá dagskrá og nánari upplýsingar hér.
Lesa meira

Styttur við Perluna í Öskjuhlíð klæddar í fjólubláa boli merktar CCU

CCU samtökin: fjólublár maí

CCU samtökin eru aðildarfélag að EFCCA sem eru Evrópsk regnhlífarsamtök fjölmargra Crohn´s og Colitis Ulcerosa samtaka víðsvegar um heiminn. www.efcca.org. Öll þessi félög og fleiri til taka þátt í að vekja athygli á sjúkdómunum og 19. maí er alþjóðlegur IBD dagur.
Lesa meira