Fréttir

Myndin sýnir stjórnarráðsbygginguna

Lífeyrir almannatrygginga hækkar um ríflega 10.500 frá og með 1. júní

Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist úr Stjórnarráðinu að ríkisstjórnin hefur samþykkt að hækka greiðslur almannatrygginga um 3% á alla greiðsluflokka, og húsnæðisbætur um 10% ásamt því að tekjuviðmið húsnæðisbóta hækka samhliða. Þetta þýðir að að jafnaði hækkar lífeyrir almannatrygginga um rétt rúmar 10.500 krónur. Breytingin tekur gildi og verður greitt samkvæmt henni frá og með 1. júní. Þessi hækkun er til að draga úr áhrifum verðbólgu á þennan hóp.
Lesa meira

Myndin sýnir fulltrúa félaganna við borð, að skrifa undir samninginn

Samstarf um upplýsingagjöf um algilda hönnun

Í dag, 5. maí á 61 árs afmæli Öryrkjabandalagsins, var í húsi Grósku, skrifað undir samstarfsyfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), Arkitektafélags Íslands (AÍ), Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), Félags húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI), Byggingafræðingafélags Íslands (BFÍ) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um bætta upplýsingagjöf í aðgengismálum fyrir hönnuði í mannvirkjagerð.
Lesa meira

Myndin sýnir byggingu Hæstarétar að sumarlagi

Hæstiréttur dæmir sveitarfélag til greiðslu miskabóta vegna notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA)

Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að málsmeðferð sveitarfélags hefði farið „verulega úr skorðum“ í máli sem varðaði réttindi einstaklings til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). ÖBÍ studdi einstakling í baráttu hans við sveitarfélag en baráttan hefur staðið yfir frá haustinu 2018. Einstaklingurinn sótti um NPA hjá sveitarfélaginu í október 2018. Þegar hann hafði beðið í rúmlega tvö ár eftir að fá þjónustuna höfðaði hann dómsmál gegn sveitarfélaginu. Málinu lauk í dag með áfellisdómi yfir sveitarfélaginu og vinnubrögðum þess við meðferð á umsókn einstaklingsins um NPA samning.
Lesa meira

Þuríður Harpa Sigurðardóttir

1. maí ávarp Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formanns ÖBÍ

Í dag á baráttudegi verkalýðsins, minnum við á baráttu okkar allra fyrir betra og jafnara samfélagi. Baráttan fyrir bættum kjörum er þar vitaskuld í forgrunni. Mikið hefur áunnist í baráttunni fyrir bættum kjörum vinnandi fólks. Þar hefur verkalýðshreyfingin lyft grettistaki. Það er mikið öryggi fólgið í að eiga sér sterkan málssvara þegar kemur að samningaborðinu. Einn er sá hópur, sem þrátt fyrir sterkan málssvara, fær aldrei að setjast við samningaborð. Fær ekki tækifæri til að semja um sín kjör. Fatlað fólk er sett í þá stöðu að sætta sig það sem að því er rétt, sama hversu lítið það er. Gert að sitja undir þeirri umræðu að að sé samfélaginu svo dýrt. Samt er málum svo fyrir komið að fötluðu fólki er skipulega haldið frá því að vera virkir þátttakendur. Að sú þekking, reynsla og hæfni sem það býr yfir, nýtist öllum, samfélaginu til framdráttar. Þó að við eigum fundi með stjórnmálamönnum, þar sem kjör okkar eru rædd, er niðurstaðan alltaf einhliða ákvörðun þeirra. Síðastliðin tólf ár rúm, hefur örorkulífeyrir stöðugt dregist aftur úr launaþrónun í landinu. Nú, við þessi tímamót, þegar hagvaxtarauki bætist við launatöflur, eru lágmarkslaun orðin um hundrað þúsund krónum hærri en grunn lífeyrir. Þessari þróun verður að snúa við. Það getur ekki verið samboðið okkur sem þjóð, í vel stæðu þjóðfélagi, að búa ekki betur að þeim sem einhverra hluta vegna geta ekki verið að fullu eða alls ekki þátttakendur á vinnumarkaði. Verðbólga er á fleygiferð, húsaleiga hækkar, líka hjá þeim sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum, og matvæli hækka. Allt brýnar nauðsynjar sem við þörfnumst, bara til að lifa. Fatlað fólk á rétt á því að lifa innihaldsríkara lífi en bara að lifa af, skrimta. Við verðum aldrei samfélag réttlætis, sanngirnis og jöfnuðar, meðan fötluðu fólki er skipulega haldið við fátæktarmörk. Það er því skýlaus krafa Öryrkjabandalagsins að örorkugreiðslur verði endurskoðaðar nú þegar, og hækkun verði nú á miðju ári, til að leiðrétta þá rýrnun sem orðið hefur frá áramótum, og þá 10.500 króna hækkun sem hagvaxtaraukinn færir launafólki, sem þýðir að fatlað fólk dregst enn aftur úr lágmarkslaunum. Það er óþolandi ástand. Viðbrögð okkar við heimsfaraldrinum sýndu svo ekki verður um villst, að viðeigandi aðlögun er lykill að þátttöku allra á vinnumarkaði. Að sinna störfum tímabundið, með sveigjanlegum tímaramma hélt þjóðfélaginu gangandi. Það er mikilvægt að við gleymum ekki hvernig við brugðumst við, því þar er að finna lykil að til dæmis frekari þátttöku fatlaðs fólks. Það er skýlaus krafa fatlaðs fólks að lífskjör þess verði bætt. Það er ekki samboðið okkur að viðhalda núverandi ástandi lengur. Það er skýlaus krafa að á okkur sé hlustað, og einhliða ákvarðanir um kjör okkar lagðar til hliðar. Í stað þeirra kæmi markvert samráð eins og samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að sé skylda. Samfélag okkar verður aldrei samfélag jöfnuðar og réttlætis fyrr en allir fá að vera með, á sínum forsendum. Ekki meðan stórum hópi er skipulega haldið við fátæktarmörk með einhliða ákvörðunum stjórnmálamanna. Það hefur verið, er, og verður alltaf okkar barátta. Til hamingju með daginn.
Lesa meira

Myndin sýnir hús Héraðsdóms Reykjavíkur

Ríkið sýknað í héraðsdómi vegna Krónu móti krónu máls.

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm fyrir stuttu þar sem tekist var á um þann hluta dómsmáls Öryrkjabandalagsins gegn ríkinu vegna þess sem í daglegu tali eru nefndar króna á móti krónu skerðingar. Áður hafði efnisdómur og sýkna, fallið um hluta málsins, og þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar. En þá vísaði héraðsdómur frá hluta krafna ÖBÍ, sem var kært til Landsréttar. Landsréttur felldi þann úrskurð héraðsdóms úr gildi, og vísaði þeim hluta málsins aftur til meðferðar þar, og það er sá hluti málsins sem nú hefur hlotið efnisdóm.
Lesa meira

Ljósmynd af manni í hjólastól við störf á vél í verksmiðjusal.

Allir með, nýtt verkefni fyrir hlutastörf hjá Alfreð

Samtök atvinnulífsins, í samvinnu við Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp, héldu morgunverðarfund mánudaginn 11. apríl, þar sem til umræðu var atvinnumál fólks með skerta starfsgetu. Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson hélt erindi, þar sem fram kom sú afstaða ráðherra, að mikilvægt sé að bjóða upp á hlutastörf og sveigjanleg störf.
Lesa meira

Myndin sýnir byggingu Hæstaréttar að sumarlagi.

Hæstiréttur dæmir búsetuskerðingar sérstakrar framfærslu uppbótar ólöglegar

Hæstiréttur felldi dóm í dag, miðvikudaginn 6. apríl, þess efnis að Tryggingastofnun hafi verið óheimilt að skerða greiðslur á sérstakri framfærslu uppbót, vegna búsetu erlendis. Málið hefur þá farið í gegn um öll dómstig, og fullnaðarsigur er í höfn. Fordæmisgildið er mikið, en hér hafði einn einstaklingur sigur, sem mun að væntingum verða grunnur fyrir fjölda annara til að sækja rétt sinn á.
Lesa meira

Íslandskort. Staðirnir merktir inn á kortið sem ÖBÍ og Þroskhjálp heimsækja og halda opna fundi með …

Fundarherferð ÖBÍ fyrir sveitarstjórnarkosningar

Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 14.maí, mun Öryrkjabandalagið, í samvinnu við Þroskahjálp, funda vítt og breitt um landið með frambjóðendum til sveitarstjórna. Fundirnir verða opnir öllum sem áhuga hafa að kynna sér stöðu fatlaðs fólks í sveitarfélögum.
Lesa meira

Á myndinni eru Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brynju leigufélags og Dóra Gunnarsdóttir viðs…

Brynja leigufélag hlýtur sjálfbærnimerki Landsbankans

Brynja leigufélag hefur hlotið sjálfbærnimerki Landsbankans fyrir útleigu á húsnæði á viðráðanlegu verði. Sjálfbærnimerkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjámálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn eða félagsleg verkefni.
Lesa meira

Málþing um ungt fólk á hjúkrunarheimilum

Málþing um ungt fólk á hjúkrunarheimilum

Málþing ÖBÍ, 16. mars kl. 13:00 á Grand Hótel, Sigtúni 38 og á Zoom. Árið 2022 eru rétt um 150 ungir fatlaðir einstaklingar vistaðir á hjúkrunarheimilum. Ungt fatlað fólk á ekki heima á stofnun fyrir aldraðra. Sveitafélögin verða að koma á móts við þennan hóp á annan hátt.
Lesa meira