Fréttir

Reykjavík vill ekki akstur fatlaðs fólks um göngugötur

Reykjavík vill ekki akstur fatlaðs fólks um göngugötur

Reykjavíkurborg hefur sent umhverfis og samgöngunefnd Alþingis og Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu minnisblað, þar sem farið er fram á að nýjum umferðarlögum verði breytt. Það sem fer fyrir brjóstið á samgöngustjóra borgarinnar er heimild fyrir handhafa stæðiskorta hreyfihamlaðra að aka göngugötur.
Lesa meira

Nú er rétti tíminn til að útrýma fátækt og misrétti

Nú er rétti tíminn til að útrýma fátækt og misrétti

Ísland hefur tekið undir yfirlýsingu 142 ríkja sem styðja ákall aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, um mikilvægi þess að hafa málefni og þarfir fatlaðs fólks að leiðarljósi í aðgerðum og viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að nú, þegar við réttum úr kútnum eftir Covid faraldurinn, sé lífsnauðsynlegt að útrýma fátækt og misrétti. Það eigi að vera leiðarljós í aðgerðum stjórnvalda.
Lesa meira

Óskað eftir fulltrúa í aðgengismál.

Óskað eftir fulltrúa í aðgengismál.

Húsnæðis og mannvirkjastofnun ætlar að ráðast í átaksverkefni í sumar þar sem skráðar verða sérstaklega byggingar sem eru aðgengilegar fyrir fatlaða.
Lesa meira

Frá undirrituninni í dag.

Samstaða um bætt lífskjör

Í dag, þriðjudaginn 19. maí, undirrituðu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, yfirlýsingu og kröfur um bættan hag öryrkja. Yfirlýsingin og kröfurnar sem þessi stærstu samtök launafólks taka nú formlega undir með ÖBÍ, fer hér.
Lesa meira

ÖBÍ leggur til nýja skilgreiningu laga á hjálpartækjum við ráðherra

ÖBÍ leggur til nýja skilgreiningu laga á hjálpartækjum við ráðherra

Málefnahópur Öryrkjabandalagsins um heilbrigðismál sendi í dag heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, tillögu að breytingu á skilgreiningu hjálpartækja í íslenskum lögum og reglugerðum.
Lesa meira

Fátækt fólk þarf enn að bíða.

Fátækt fólk þarf enn að bíða.

Í nýlegri ályktun stjórnar ÖBÍ segir að sinnuleysi síðasta áratugar um kjör öryrkja megi ekki halda áfram í skjóli núverandi kreppu. Brýnt sé að grípa til aðgerða sem forði fólki frá sárri fátækt. „Ríkisstjórn sem vinnur að útrýmingu fátæktar verður að horfast í augu við vandamálið og hefja viðræður við okkur nú þegar um lausn vandans. Lausn sem ekki getur falist í öðru en lífeyri sem tryggir mannsæmandi líf“
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í fötlunarfræði til og með 20. maí.

Opið fyrir umsóknir í fötlunarfræði til og með 20. maí.

Fötlunarfræði rýnir í líf og aðstæður fatlaðs fólks út frá félagslegum skilningi og mannréttindum með áherslu á þætti sem skapa og viðhalda fötlun og hindra þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu.
Lesa meira

Myndin sýnir héraðsdóm reykjavíkur

Málaferli hafin í króna á móti krónu.

Haustið 2019 höfðaði ÖBÍ mál gegn Tryggingastofnun ríkisins, í þeim tilgangi að fá hina svokölluðu krónu á móti krónu skerðingu fellda brott. Málið hverfist um þá afstöðu ÖBÍ að þessi mismunun lífeyrisþega uppfylli ekki skilyrði jafnræðisreglu samkvæmt 1. málsgrein 65. greinar stjórnarskrárinnar, og 14. grein mannréttindasáttmála Evrópu.
Lesa meira

Myndin sýnir handþvott

Nýjar leiðbeiningar fyrir einstaklinga í áhættuhópum vegna Covid-19

Embætti landlæknis hefur gefið út uppfærðar leiðbeiningar fyrir áhættuhópa og Covid-19. Þessar leiðbeiningar eru fyrir einstaklinga sem gætu verið í aukinni áhættu á alvarlegri sýkingu ef þeir smitast af SARS-CoV-2 veiru sem veldur COVID-19 sjúkdómi.
Lesa meira

Áhyggjur af stöðu fatlaðra og langveikra barna og afkomu í sóttkví.

Áhyggjur af stöðu fatlaðra og langveikra barna og afkomu í sóttkví.

Málefnahópur ÖBÍ um málefni barna hefur miklar áhyggjur af stöðu fatlaðra og langveikra í því ástandi sem nú ríkir í samfélaginu og þeim afleiðingum sem þjónustuskerðing, afkomuáhyggjur og umönnunarþreyta foreldra og annara aðstandenda mun hafa áhrif á börn í framtíðinni. Þá hefur málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál vakið sérstaka athygli á þeim málefnum sem helst eru öryrkjum erfið á tímum korónaveiru. Báðir þessara hópa hafa í dag vakið athygli viðbragðshóps Félagsmálaráðuneytis á þessum málum.
Lesa meira