Fréttir

Sinnuleysi um kjör öryrkja má ekki halda áfram í núverandi kreppu!

Sinnuleysi um kjör öryrkja má ekki halda áfram í núverandi kreppu!

Stjórn Öryrkjabandalagsins samþykkti á síðasta fundi sínum ályktun sem send var stjórnvöldum og á fjölmiðla. Þar er ríkisstjórnin minnt á að aðgerðir hennar ná lítið sem ekkert til öryrkja og brýnt að grípa til aðgerða til að forða fólki frá sárri fátækt. Ályktunin fer í heild hér:
Lesa meira

Fjárlaganefnd kallaði eftir tillögum, ÖBÍ svaraði með tillögu um hækkun grunnlífeyris

Fjárlaganefnd kallaði eftir tillögum, ÖBÍ svaraði með tillögu um hækkun grunnlífeyris

Á fundi fulltrúa ÖBÍ með fjárlaganefnd bað nefndin um tillögur Öryrkjabandalagsins um aðgerðir vegna þeirrar fordæmalausu stöðu sem uppi er í íslensku efnahagslífi í kjölfar Covid-19. ÖBÍ sendi um hæl inn eftirfarandi tillögur um hækkun framfærslu örorku og endurhæfingalífeyrisþega. Um er að ræða lágmarkskröfu.
Lesa meira

Ályktun stjórnar ÖBÍ.

Ályktun stjórnar ÖBÍ.

"Ríkisstjórn sem vinnur að útrýmingu fátæktar verður að horfast í augu við vandamálið og hefja viðræður við okkur nú þegar um lausn vandans." Stjórn Öryrkjabandalags Íslands samþykkti eftirfarandi ályktun á síðasta fundi sínum:
Lesa meira

Könnun um líðan barna í Covid faraldri

Könnun um líðan barna í Covid faraldri

Börn eiga rétt á því að á þau sé hlustað. Það á sérstaklega við á krísutímum eins og nú, þegar börn takast við nýjan veruleika í kórónaveirufaraldrinum. Það er mikilvægt að við spyrjum börn hvaða áhrif breytingar af hans völdum hafa haft á þau, því það hjálpar okkur sem foreldrum að skilja þarfir barnanna okkar og hjálpar okkur jafnframt sem samfélag að mæta þeim þörfum betur. UNICEF á Íslandi er að kanna líðan barna um þessar mundir. Endilega takið þátt.
Lesa meira

Opið bréf til ráðherra

Opið bréf til ráðherra

Evrópuráð fatlaðs fólks hefur sent opið bréf til allra ráðherra aðildar ríkja Evrópusambandsins, með áréttingu um að í öllum aðgerðum stjórnvalda gleymist ekki hagsmunir fatlaðs og langveiks fólks. Öryrkjabandalag Íslands tekur þátt í þessu átaki og hefur staðfært bréfið og sent til forsætis- fjármála- félagsmála- og heilbrigðisráðherra, auk forseta Alþingis þingmanna. Bréfið fer hér eftir.
Lesa meira

Líðan þjóðar, takið þátt.

Líðan þjóðar, takið þátt.

Líðan þjóðar á tímum COVID-19 er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands, Embættis landlæknis og sóttvarnalæknis sem miðar að því að auka þekkingu á áhrifum faraldursins á líðan og lífsstíl landsmanna. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni á þessu sviði og er opin öllum einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa rafræn skilríki eða íslykil.
Lesa meira

Myndin sýnir fatlaðan einstakling á ferð um borg.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vonbrigði fyrir öryrkja.

Enn á ný hlutgerist sú staðreynd að fatlað og langveikt fólk er ekki til í huga stjórnvalda. Virðist þá ekki skipta neinu máli hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd hverju sinni. Hvort sem er í kreppu eða góðæri undanfarinna áratuga, hafa stjórnmálamenn kosið að horfa framhjá fötluðu og langveiku fólki þegar gæðum er skipt.
Lesa meira

Myndin sýnir inngang TR við Hæðarsmára

Minnst ánægja með þjónustu TR í nýrri könnun Gallup

Gallup framkvæmdi nú í janúar fyrstu samræmdu könnun á þjónustu ríkisstofnana. Könnunin var gerð í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem kveðið er á um að mæla eigi gæði þjónustu ríkisins með það að markmiði að bæta markvisst almannaþjónustu. Athygli vekur að Tryggingastofnun Ríkisins kemur verst út þeirra stofnana sem kannaðar voru.
Lesa meira

Myndin sýnir merki TR á húsi stofnunarinnar við Hæðarsmára.

Persónuvernd setur ofan í við TR

Um helgina birtust fréttir af því að Tryggingastofnun fylgdist með staðsetningu öryrkja, með því að skrá IP tölur þeirra, er þeir skráðu sig inn á mínar síður stofnunarinnar. Í svar til fjölmiðla vísaði stofnunin í 11 ára gamlan úrskurð Persónuverndar, þrátt fyrir að nýr úrskurður um sama álitaefni, þar sem komist er að annari niðurstöðu, lægi fyrir hjá Persónuvernd.
Lesa meira

Húsnæði TR við Hæðarsmára

Að velja úrskurð við hæfi

Nú um helgina birtist frétt af því að Tryggingastofnun fylgdist með staðsetningu öryrkja í gegnum IP tölur, er þeir skrá sig inn á sínar síður stofnunarinnar. Í kjölfarið á þeirri frétt skoðaði Öryrkjabandalagið röksemdafærslu stofnunarinnar fyrir söfnun þessara persónu upplýsinga. Sú skoðun leiddi til þess að í dag var sent bréf til Persónuverndar til að vekja athygli þeirrar stofnunar á málinu.
Lesa meira