Fréttir

Myndin sýnir línurit yfir verðbólguþróun síðustu 12 ára, þar sem 12 mánaða verðbólga nú er 6,2%

Verðbólga þegar étið upp hækkanir ársins. Ályktun málefnahóps um kjaramál

Málefnahópur Öryrkjabandalagsins um kjaramál samþykkti á fundi sínum ályktun um stöðu efnahagsmála og þá staðreynd að verðbólga síðustu 12 mánaða er nú komin yfir 6% og lítið í stöðunni sem bendir til að hún fari lækkandi. Áhrif ófriðar í Evrópu hafa enn lítil áhrif haft en ljóst að ef ekki verður á breyting þar, munu þau áhrif birtast okkur í hærri verðbólgutölum, og jafnvel kreppu.
Lesa meira

Myndin sýnir fólk á förnum vegi, og einstakling í hjólastól þar á meðal.

Ríkisstjórnin samþykkir að hefja vinnu við endurskoðun almannatrygginga

Á fundi ríkisstjórnar í morgun, föstudaginn 11. mars, var samþykkt tilllaga Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags og vinnumarkaðsráðherra, að skipa stýrihóp ráðuneyta sem hefur það hlutverk að hafa yfirsýn yfir endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.
Lesa meira

Myndin sýnir fulltrúa samtakanna við stórt fundarboð, og ráðherra taka við áskoruninni.

Fjögur samtök fatlaðs fólks minna á fatlað fólk á átakasvæðum

Fulltrúar fjögurra samtaka fatlaðs fólks afhentu utanríkisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, áskorun samtakanna til íslenskra stjórnvalda, um að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma á friði í Úkraínu, og sérstaklega að gæta að öryggi fatlaðs fólks á átakasvæðunum.
Lesa meira

Myndin sýnir kjörkassa á gólfi og kjörklefa í bakgrunni.

Ráðherra ítrekar mikilvægi þess að réttindi fatlaðs fólks verði tryggð við kosningar

Í byrjun febrúar sendi Þuríður Harpa Sigurðardóttir bréf til dómsmálaráðherra, þar sem minnt var á mikilvægi þess að réttindi fatlaðs fólks við framkvæmd kosninga yrðu tryggð. Nú hefur borist svar, frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, í formi bréfs til Landskjörstjórnar. Þar ítrekar ráðherra mikilvægi þess að Landskjörstjórn tryggi að réttindi fatlaðs fólks verði höfð að leiðarljósi í kosningum í vor.
Lesa meira

NEYÐARSÖFNUN FYRIR FATLAÐ FÓLK Í ÚKRAÍNU

NEYÐARSÖFNUN FYRIR FATLAÐ FÓLK Í ÚKRAÍNU

Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun og TABÚ hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Fatlað fólk er sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og staða þess í Úkraínu grafalvarleg. Fatlað fólk getur ekki flúið vegna aðstæðna sinna, getur illa orðið sér út um mat, lyf og aðrar nauðsynjar. Einnig aukast líkur á ofbeldi, að fatlað fólk verði skilið eftir og að það sé án aðstoðar og stuðnings. Ástandið versnar dag frá degi og árásir rússneskra stjórnvalda á óbreytta borgara í Úkraínu halda áfram.
Lesa meira

Mynd af vef Vegagerðarinnar

Tvær leiðir strætó á landsbyggð nú aðgengilegar

Hjólastólanotendur geta nú pantað ferðir með landsbyggðavögnum á leiðum 51 (Reykjavík – Selfoss) og 57 (Reykjavík – Akureyri). Þjónustan er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Strætó. Þó er aðeins einn vagn sem aðgengi er að, og einungis pláss fyrir einn hjólastól í einu. 
Lesa meira

Brotthvarf úr skólum - birtingarmynd ójafnra tækifæra?

Brotthvarf úr skólum - birtingarmynd ójafnra tækifæra?

Velferðarvaktin stendur fyrir málþingi í samvinnu við félags- og vinnamarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið á Grand Hótel 15. mars kl. 14-16 undir yfirskriftinni Brotthvarf úr skólum - birtingarmynd ójafnra tækifæra? Viðburðinum verður einnig streymt á tengli sem birtist á síðum ráðuneytanna skömmu fyrir upphaf málþings. Á málþinginu verður meðal annars kynnt ný skýrsla, Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum.
Lesa meira

Myndin sýnir mann aðstoða eldri mann við að stíga út úr bíl og nota göngugrind

Hjálpartæki ekki tekin við flutning á hjúkrunarheimili

Heilbrigðisráðherra hefur breytt reglugerð um hjálpartæki á þann veg að þeir sem þau nota, halda þeim þó þeir flytjist á hjúkrunarheimili. Áður var það viðkomandi hjúkrunarheimili sem sá um að útvega hjálpartæki, þrátt fyrir að viðkomandi einstaklingur væri með slíkt fyrir.
Lesa meira

Táknmynd með frétt um skattframtal 2021 og séreignalífeyrissparnað. Púsluspil. Reitur 143

RSK framtal: úttekt séreignasparnaðar vegna Covid

Mikilvægt er að þeir sem nýttu sér úrræði stjórnvalda vegna Covid og tóku út séreignasparnað, verði vakandi fyrir því að úttektin sé rétt færð á framtal þeirra, í reit nr. 143
Lesa meira

Jóhann Ingimundarson og Þuríður Harpa Sigurðardóttir eftir undirritun kaupsamnings.

ÖBÍ kaupir hlut UMFÍ í Sigtúni 42

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) hafa náð samkomulagi um kaup ÖBÍ á hlut UMFÍ í fasteigninni við Sigtún 42. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, skrifuðu undir samning þess efnis í Sigtúni síðdegis föstudaginn 26. febrúar.
Lesa meira