Fréttir

Texti: Aðgerðir til að bæta kjör örorku- og endurhægingarlífeyrisþega

Útfærsla breytinga örorkulífeyris frá áramótum

Sú hækkun örorkulífeyris sem boðuð er frá og með áramótum, felst fyrst og fremst í því hvernig framfærsluuppbót er reiknuð út.
Lesa meira

Myndin sýnir kynningarglæru um efnið.

50 þúsund króna eingreiðsla, og breytingar um áramót.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, aðgerðir til að koma til móts við örorkulífeyrisþega. Nú í desember verður greidd út 50 þúsund króna eingreiðsla til allra þeirra sem eiga rétt rétt á lífeyri á árinu. Greiðslan er ekki skattskyld, og veldur því ekki skerðingum annars staðar í kerfinu.
Lesa meira

Myndin sýnir börn að leik í íþróttum

Styrkir til frístundaiðkunar barna.

Nú gefst kostur á að sækja um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.
Lesa meira

Málþing um börn foreldra með geðrænan vanda

Málþing um börn foreldra með geðrænan vanda

Taktu eftir mér, hlustaðu á mig – málþing um börn foreldra með geðrænan vanda 19. nóvember kl. 12:30 á Facebooksíðu Geðhjálpar Fundar- og pallborðsstýra: Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir
Lesa meira

Aðalbygging Háskóla Íslands og lógó ÖBÍ

ÖBÍ hvetur HÍ að endurskoða ákvörðun sína varðandi fyrirkomulag lokaprófa

ÖBÍ tekur heilshugar undir yfirlýsingu Stúdentaráðs HÍ varðandi fyrirkomulag lokaprófa. Nemendur HÍ eru fjölbreyttur þverskurður af samfélaginu og þar á meðal er fatlað og/eða langveikt fólk sem margt hvert er í auknum áhættuhópi varðandi smit og langvinnar afleiðingar þess. Einnig eru margir nemendur nánir aðstandendur fólks í áhættuhópi. Hætta er á að nemendur treysti sér ekki að mæta í fjölmenn próf þar sem það felur í sér óþarflega mikla áhættu varðandi smit og gæti farið svo að nemendur sjái sér ekki annað fært en að velja heilsu og velferð fram yfir einingar.
Lesa meira

Myndin sýnir Arnarholt úr lofti.

Fatlað fólk enn svelt til hlýðni!

Öryrkjabandalagið harmar þá skelfilegu meðferð sem fatlað fólk var beitt á Arnarholti, og harmar að í 50 ár hafi þetta ofbeldi og valdníðsla verið þaggað. Það er því miður þannig að fréttir líkt og bárust okkur af illri meðferð fatlaðs og veiks fólks í Arnarholti, eru hættar að koma á óvart.
Lesa meira

Frá afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2019

Kallað eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna ÖBÍ

Þrátt fyrir kórónaveiru og samkomubann, er nú kallað eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Öryrkjabandalagsins. Frestur til að tilnefna er nú til 15. nóvember.
Lesa meira

Myndin sýnir íbúðahúsnæði í Reykjavík

Þeir sem fá ekki sérstakt húsnæðisúrræði, geta kært úthlutun til Úrskurðarnefndar um velferðarmál

Umboðsmaður Alþingis hefur sent frá sér álit þess efnis, að allir þeir sem hafa hlotið tilnefningu til úthlutunar sérstaks húsnæðisúrræðis á vegum sveitarfélags, eru aðilar að því stjórnsýslumáli. Það þýðir, að þó viðkomandi hafi ekki verið úthlutað íbúð, og sé enn á biðlista eftir slíkri íbúð, getur viðkomandi kært úthlutunina til Úrskurðarnefndar um velferðarmál.
Lesa meira

Myndin sýnir merki ASÍ á mynd af Tryggingastofnun

Miðstjórn ASÍ tekur undir kröfur ÖBÍ

Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum miðvikudaginn 4. nóvember, ályktun til stuðnings kröfum ÖBÍ. Ályktun miðstjórnarinnar kemur í rökréttu framhaldi af undirritun tímamóta yfirlýsingar ASÍ, BSRB, BHM, KÍ og Öryrkjabandalagsins, frá því í vor.
Lesa meira

Myndin sýnir vefslóðina 39.is úr herferð Geðhjálpar

Ríflega 31.000 skrifað undir áskorun Geðhjálpar

Þegar þetta er ritað hafa yfir 31.000 manns skrifað undir áskorun um að setja geðheilsu í forgang á síðunni 39.is. Undirskrifasöfnuninni lýkur sunnudaginn 8. nóvember á miðnætti. Í næstu viku stefna Landssamtökin Geðhjálp á að afhenda undirskriftirnar stjórnvöldum ásamt þeim 9 aðgerðum sem samtökin leggja áherslu á til að koma geðheilsu í forgang.
Lesa meira