Fréttir

Dómstólar sýna hugleysi

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 föstudaginn 10. febrúar að dómstólar hefðu sýnt hugleysi með því að leggja ekki efnislegt mat á hversu háarbætur ríki greiði örorkulífeyrisþegum. Hæstiréttur vísaði máli Dagrúnar Jónsdóttur gegn íslenska ríkinu og Tryggingastofnun frá dómi.
Lesa meira

ÖBÍ tekur undir tillögur vistheimilanefndar

Vistheimilanefnd skorar á Alþingi og stjórnvöld að tryggja, efla og verja full mannréttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra og skapa þeim skilyrði til að lifa sjálfstæðu lífi. Nefndin skilaði í gær skýrslu þar sem fram kemur að fötluð börn sem voru vistuð á Kópavogshæli á árunum 1952 til 1993 hafi sætt grófu ofbeldi og vanrækslu. Ellen Calmon, formanni ÖBÍ, er verulega brugðið og hún styður áskoranir og tillögur nefndarinnar.
Lesa meira

Ofbeldi og vanræksla á Kópavogshæli

Börn sættu andlegu og líkamlegu ofbeldi og vanrækslu þegar þau voru vistuð á fullorðinsdeildum á Kópavogshæli á árunum 1952 til 1993. Þetta er niðurstaða Vistheimilanefndar sem skilaði dómsmálaráðherra skýrslu um málið í dag. Skýrslan var unnin að beiðni Þroskahjálpar.
Lesa meira

Er leiðin greið? – málþing um aðgengi og aðferðafræði algildrar hönnunar

Öryrkjabandalag Íslands, ásamt Blindrafélaginu, Verkís hf. og Átaki – félagi fólks með þroskahömlun, býður til málþings um aðferðarfræði algildrar hönnunar. Málþingið er haldið í samvinnu við Ferðamálastofu, Mannvirkjastofnun og Vegagerðina. Tími: föstudagurinn 10. mars, kl. 9-12:30. Staður: Grand hótel. Skráning: www.obi.is fyrir 3. mars.
Lesa meira

Stingum stimplunum í skúffuna

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gerir fátækt og löngun fólks til að stimpla hvert annað að umræðuefni í grein sem birt var í Fréttablaðinu og á fréttavefnum Vísi 1. febrúar 2017. „Við hljótum öll að vilja samfélag þar sem allir eiga möguleika óháð uppruna, trú, móðurmáli, fötlun, kynferði, kynhneigð og efnahag svo eitthvað sé nefnt. Merkimiðar og stimplun, óviljandi eða ekki, viðhalda fordómum og stuðla að sundrung,“ segir Ellen í greininni.
Lesa meira

Fullt fjármagn þarf svo markmið náist

Öryrkjabandalag Íslands gerir margháttaðar athugasemdir og tillögur um breytingar á tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017 til 2021. Þær voru lagðar fram í lok nóvember í fyrra og eru nú til meðferðar í velferðarráðuneytinu. Þingsályktunartillagan byggir á niðurstöðum starfshóps sem þáverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, skipaði sumarið 2015. Í hópnum sátu fulltrúar ÖBÍ, Þroskahjálpar, Sambands Íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytis og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Lesa meira

Gildistöku frestað til 1. maí

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta innleiðingu greiðsluþátttökukerfis fyrir heilbrigðisþjónustu til 1. maí næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem gildistökunni er frestað en nýja kerfið byggir á breytingum á lögum um sjúkratryggingar sem samþykktar voru á Alþingi 2. júní 2016. Núverandi fyrirkomulag greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu helst áfram óbreytt fram til 1. maí.
Lesa meira

Kaupmáttur aldrei meiri, fyrir suma

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, fjallar í grein, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, um þá staðreynd að kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega hafi aðeins verið einu prósenti hærri árið 2015 en árið 2009. Þetta kemur fram í útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir ÖBÍ. Á sama tímabili hafi kaupmáttu heildarlauna fullvinnandi fólks aukist um 15% og lágmarkslauna um 17%
Lesa meira

ÖBÍ lýsir yfir vonbrigðum með lög um NPA

Í gær samþykkti Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um málefni fatlaðs fólks og lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Það er skemmst frá því að segja að samþykkt frumvarpsins eru okkur mikil vonbrigði. Ferill málsins vekur einnig sérstaka athygli.
Lesa meira

ÖBÍ gerir athugasemdir við drög að reglugerð um greiðsluþátttöku

Öryrkjabandalag Íslands gerir nokkrar athugasemdir við drög velferðarráðuneytisins að reglugerð um greiðsluþátttöku sjúklinga í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Í reglugerðardrögunum er kveðið á um fjárhæðir og greiðslur þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi tekur gildi 1. febrúar 2017.
Lesa meira