Fréttir

Varða kannar fjárhagsstöðu, heilsu, líðan og vinnumarkað

Varða kannar fjárhagsstöðu, heilsu, líðan og vinnumarkað

Öryrkjabandalag Íslands hefur samið við Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, um að gera stóra könnun um fjárhagsstöðu, heilsu, líðan og þátttöku á vinnumarkaði. Könnunin er mjög mikilvægur liður í upplýsingaöflun Öryrkjabandalagsins til að meta stöðu öryrkja, örorkustyrktaka og endurhæfingalífeyristaka. Við viljum hvetja þig til að taka þátt.
Lesa meira

ÖBÍ auglýsir starf aðgengisfulltrúa

ÖBÍ auglýsir starf aðgengisfulltrúa

Öryrkjabandalag Íslands, í samvinnu við Félagsmálaráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga, auglýsir tímabundna 50% stöðu verkefnastjóra á sviði aðgengismála.
Lesa meira

Húsnæði Tryggingastofnunar

Enn á ný telur umboðsmaður TR ekki sinna rannsóknarreglu

Niðurstaða Umboðsmanns Alþingis varðandi álitamál um hvort fara skyldi með greiðslur konu frá Þýskalandi sem grunnlífeyri, eða greiðslur úr lífeyrissjóði, sem þar með skertu greiðslur almannatrygginga hér á landi, er að enn á ný hafi TR og í kjölfarið úrskurðarnefnd um velferðarmál, ekki gætt að því að uppfylla rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Í þetta skiptið bætir umboðsmaður þó við að hann telji jafnvel ástæðu til að taka upp frumkvæðisathugun á þeirri framkvæmd TR að meðhöndla allar lífeyrisgreiðslur erlendis frá, sem greiðslur úr lífeyrissjóði.
Lesa meira

Súluritið sýnir að Ísland ráðstafar 17% af landsframleiðslu til velferðarmála, meðan Noregur ráðstaf…

Norræna velferðarkerfið hefur ekki náð til Íslands

Íslenska velferðarkerfið er langt undir þeim viðmiðum sem gilda á hinum Norðurlöndunum. Hvergi í Evrópu er jafn mikil umönnunarskylda og hér á landi og má segja að kerfinu sé að hluta velt yfir á heimilin. Yfir 35 þúsund Íslendingar annast sjúka, aldraða eða fatlaða ættingja án þess að fá greitt fyrir þá umönnun og oftast eru þetta konur. En konur á aldrinum 50 til 66 eru í dag líklegastar til að bætast í hóp öryrkja. Útslitnar á líkama eða sál. Ef um væri að ræða norræna vegakerfið sem Ísland væri að byggja upp, þá væru hér allir vegir einbreiðir og stór hluti ómalbikaður.
Lesa meira

Myndin sýnir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksi…

Viðbrögð Flokks fólksins, Framsóknarflokks og Miðflokks

Öryrkjabandalagið leitaði viðbragða allra stjórnmálaflokka við þeim mun á framlagi til velferðarmála milli Íslands og annarra Norðurlanda. Hér fara svör Flokks fólksins, Framsóknarflokks og Miðflokks, óstytt. Stytt útgáfa af svörunum birtist í Fréttablaðinu 8. maí.
Lesa meira

Myndin sýnir Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, for…

Viðbrögð Sósíalistaflokksins, Viðreisnar og Vinstri grænna

Öryrkjabandalagið leitaði viðbragða allra stjórnmálaflokka við þeim mun á framlagi til velferðarmála milli Íslands og annarra Norðurlanda. Hér fara svör Sósíalistaflokksins, Viðreisnar og Vinstri grænna, óstytt. Stytt útgáfa af svörunum birtist í Fréttablaðinu 8. maí.
Lesa meira

Myndin sýnir Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar og Bjarna …

Viðbrögð Pírata, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks

Öryrkjabandalagið leitaði viðbragða allra stjórnmálaflokka við þeim mun á framlagi til velferðarmála milli Íslands og annarra Norðurlanda. Hér fara svör Pírata, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, óstytt. Stytt útgáfa af svörunum birtist í Fréttablaðinu 8. maí.
Lesa meira

Myndin sýnir ráðherra og formann ÖBÍ og SÍS við undirritunina

Samkomulag um stórbætt aðgengi

Undirritað hefur verið samkomulag um stórátak um úrbætur í aðgengismálum fyrir fatlað fólk. Samkomulagið er milli stjórnvalda og Öryrkjabandalagsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambandsins, staðfestu samkomulagið í Hæfingarstöðinni á Ásbrú.
Lesa meira

Barátta í 60 ár

Barátta í 60 ár

Það eru 60 ár frá stofnun Öryrkjabandalags Íslands. Eftir nokkurn undirbúning, var Öryrkjabandalagið formlega stofnað þann 5. maí 1961, af sex félögum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Aðildarfélögum hefur fjölgað jafnt og þétt og eru nú 41 talsins.
Lesa meira

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ

Stjórnvöld hafa reist háa múra, okkar er að brjóta þá niður!

Við búum að sterkri verkalýðsforystu, þar sem formenn margra félaga eru áberandi í kröfu sinni um afkomuöryggi sinna félagsmanna og hika ekki við að benda á þann ójöfnuð sem við búum við í dag. Þar sem auðugir hafa óhófleg völd á meðan hluti vinnuaflsins berst við að lifa á lágmarkslaunum, atvinnulausir súpa af skál fátæktar og fólk sem fallið hefur af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa, er skammtað svo naumt að það tórir en lifir engu lífi.
Lesa meira