Fréttir

Aukinn sveigjanleiki í mati á stuðningsþörf hjá Reykjavíkurborg

Aukinn sveigjanleiki í mati á stuðningsþörf hjá Reykjavíkurborg

Borgarráð hefur samþykkt nýjar reglur um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Jafnframt var samþykkt að auka fjárheimild velferðarsviðs um 100 milljónir, sem meðal annars skal nota til að vinna á biðlistum eftir stuðningsþjónustu. 
Lesa meira

Þorsteinn t.v. og Jónas við húsnæði Örtækni.

Framkvæmdastjóraskipti hjá Örtækni

Jónas Páll Jakobsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Örtækni frá og með 1. nóvember 2021. Örtækni er í eigu Öryrkjabandalags Íslands og rekið á að ábyrgð þess.
Lesa meira

Umboðsmaður ítrekar rétt fatlaðra barna til náms á framhaldsskólastigi

Umboðsmaður ítrekar rétt fatlaðra barna til náms á framhaldsskólastigi

Umboðsmaður Alþingis hefur ákveði að ljúka athugun sinni á aðgengi fatlaðra barna að skólavist í framhaldsskóla, sem hann hóf í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um að fötluðum börnum væri synjað um skólavist.
Lesa meira

Nú fer hver að verða síðastur að tilnefna til Hvatningarverðlauna

Nú fer hver að verða síðastur að tilnefna til Hvatningarverðlauna

Tilnefningar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ standa yfir, en síðasti dagur til að tilnefna er 15. nóvember. Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.
Lesa meira

Landsréttur hafnar frávísun í krónu á móti krónu máli

Landsréttur hafnar frávísun í krónu á móti krónu máli

Landsréttur felldi í dag þann úrskurð að frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli Öryrkjabandalagsins og einstaklings gegn Tryggingastofnun ríkisins, um að skerðing sú sem í daglegu tali er nefnd króna á móti krónu, sé andstæð stjórnarskrá.
Lesa meira

Hvatning til formanna verðandi ríkisstjórnarflokka.

Hvatning til formanna verðandi ríkisstjórnarflokka.

Landssamtökin Þroskahjálp, Landssamtökin Geðhjálp og Öryrkjabandalag Íslands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu til formanna Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum, að í stjórnarsáttmála komandi ríkisstjórnar verði að finna skýran vilja til breytinga og endurskoðunar á framfærslukerfi almannatrygginga.
Lesa meira

Myndin er af Guðbrandi Sigurðssyni og merki Brynju hússjóðs ÖBÍ

Guðbrandur Sigurðsson nýr framkvæmdastjóri Brynju

Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Brynju leigufélags frá og með 4. nóvember 2021. Brynja er hússjóður Öryrkjabandalags Íslands og hefur það hlutverk að eiga og reka íbúðir sem leigðar eru öryrkjum.
Lesa meira

Myndin sýnir merki átaksins, þar sem textinn Geðlestin, er á grænum grunni

Geðlestin er farin af stað

Við búum öll við geð, rétt eins og við erum öll með hjarta. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Geðlestin verður á ferðinni um landið í allan vetur og er stefnan  að að fara í allar unglingadeildir grunnskóla á Íslandi sem og í framhaldsskóla.
Lesa meira

Myndin sýnir Þórshamar, skrifstofur umboðsmanns

Mat verður að byggja á raunverulegri þörf fyrir umönnun

Umboðsmaður Alþingis hefur í áliti sínu komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála hafi ekki verið í samræmi við lög, þegar nefndin tók fyrir kæru foreldra 10 ára drengs, sem synjað hafði verið um umönnunargreiðslur samkvæmt nýju mati á umönnunarþörf.
Lesa meira

Myndin sýnir hluta af fundarsalnum, þar sem sjá má um helming aðalfundarfulltrúa. Við háborðið sitja…

Aðalfundur skorar á þingmenn að rétta hlut fatlaðs fólks.

Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins, haldinn 15. og 16. október s.l. var samþykkt ályktun þess efnis að skora á þingmenn að sýna hugrekki og dug til að rétta hlut fatlaðs fólks. Ályktunin er hér í heild sinni.
Lesa meira