Fréttir

ÖBÍ gagnrýnir fjárlagafrumvarpið

Öryrkjabandalag Íslands gerir margháttaðar tillögur um breytingar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017, sem nú er til meðferðar á Alþingi. Við gerð umsagnar um frumvarpið var unnið út frá Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), sem fullgiltur var í september síðastliðnum.
Lesa meira

Skrifstofa ÖBÍ lokuð milli jóla og nýárs

Öryrkjabandalag Íslands sendir landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur. Skrifstofa ÖBÍ verður lokuð milli jóla og nýárs. Hún verður opnuð aftur 2. janúar.
Lesa meira

14 nemendur útskrifast hjá Hringsjá

Þann 15. desember fór fram útskrift hjá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu. Alls útskrifuðust 14 nemendur eftir þriggja anna nám.
Lesa meira

Skrifstofa ÖBÍ lokuð á föstudaginn

Skrifstofa ÖBÍ verður lokuð kl. 11:30-14:15 föstudaginn 16. desember næstkomandi vegna jólagleði starfsfólks. Lokað verður fyrir móttöku gesta á þessum tíma en svarað verður í síma og tekið á móti skilaboðum.
Lesa meira

SRFF 10 ára

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er 10 ára í dag. Samningurinn var samþykktur 13. desember 2006 með ályktun allsherjarþings SÞ. Hann var lagður fram til undirritunar í New York 30. mars 2007 og undirritaður fyrir Íslands hönd sama dag. Samningurinn tók gildi 3. maí 2008 þegar 20 ríki höfðu fullgilt hann. Nú hafa um 160 ríki fullgilt SRFF, þar á meðal Ísland.
Lesa meira

Ný heimasíða Einhverfusamtakanna

Einhverfusamtökin opnuðu í vikunni nýja heimasíðu. Hún hentar vel fyrir snjalltæki svo sem síma, spjaldtölvur og fleira. Þar má finna ýmsar upplýsingar um einhverfu, réttindi einhverfra og aðstandenda þeirra og þjónustu sem í boði er.
Lesa meira

Óskaskrín afhent á samstöðufundi

Öryrkjabandalag Íslands bauð til samstöðufundar við Alþingishúsið kl. 13 í dag að frumkvæði málefnahóps ÖBÍ um kjaramál. Þar voru þingmönnum afhent skrín með óskum frá málefnahópum ÖBÍ um hvað leggja ætti áherslu á við gerð fjárlaga fyrir árið 2017. Þingmenn úr öllum flokkum tóku á móti óskaskrínunum og ræddu við þátttakendur á samstöðufundinum.
Lesa meira

Tekur einvörðungu til ellilífeyrisþega

Ranglega var skrifað í frétt á Fréttastofa.is og bloggi Björgvins Guðmundssonar fyrir helgi að lækkun á frítekjumarki - sem tekur gildi um áramót - gilti bæði fyrir ellilífeyriþsega og örorkulífeyrisþega. Það rétta er að hún gildir aðeins fyrir ellilífeyrisþega.
Lesa meira

Hvatningarverðlaun ÖBÍ afhent í tíunda sinn

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands voru veitt í tíunda sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Í flokki einstaklinga fékk Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, verðlaun fyrir störf sín í þágu fólks með þroskahömlun og aðstandenda þeirra. Í flokki fyrirtækja/stofnana fékk Dagsól ehf./verslunin Next verðlaun fyrir metnaðarfulla starfsmannastefnu sem meðal annars felur í sér að ráða fólk með skerta starfsgetu. Í flokki umfjöllunar/kynningar fékk Tabú verðlaunin fyrir fræðslu og markvissa umfjöllun um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu.
Lesa meira

Harmar niðurstöðu Hæstaréttar

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, harmar niðurstöðu Hæstaréttar í máli Salbjargar Óskar Atladóttur. Reykjavíkurborg hafnaði ósk foreldra Salbjargar um breytingu á beingreiðslusamningi sem gerði henni kleift að búa á heimili sínu. Niðurstaðan var kærð og hafa nú bæði héraðsdómur og Hæstiréttur sýknað Reykjavíkurborg í málinu.
Lesa meira