Fréttir

Auglýsing með frétt: Málþing ÖBÍ: Aðgengi að sálfræðiþjónustu - 20. apríl 2021

Málþing um aðgengi að sálfræðiþjónustu 20. apríl

Málefnahópur Öryrkjabandalagsins um heilbrigðismál boðar til málþings um aðgengi að sálfræðiþjónustu. Vegna samkomutakmarkana verður málþingið haldið sem Zoom málþing, og þarf ekki að skrá sig til þátttöku þar. Hlekkur til að taka þátt er hér.
Lesa meira

Myndin sýnir Margréti Lilju klippa á rauðan borða.

Fyrsti rampur Aðgengissjóðs Reykjavíkur

Góður áfangi varð í dag þegar fyrsti rampurinn í verkefninu Römpum upp Reykjavík var tekinn í notkun. Það er verslunin Kokka á Laugaveginum sem reið á vaðið og er nú aðgengileg öllum. Af því tilefni var klippt á borða, brostið í söng og að sjálfsögðu haldnar ræður.
Lesa meira

Bólusetningar fatlaðs fólks og starfsmanna NPA

Bólusetningar fatlaðs fólks og starfsmanna NPA

NPA miðstöðinni hafa borist nokkrar fyrirspurnir um bólusetningu aðstoðarfólks, eða NPA starfsmanna. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðsins mun kalla eftir listum yfir aðstoðarfólk hjá NPA miðstöðinni þegar nær dregur bólusetningu þess. Listar NPA miðstöðvar byggja að miklu leyti á síðustu launakeyrslum. Því vill starfsfólk NPA miðstöðvar hvetja NPA notendur til að tryggja að NPA miðstöðin hafi upplýsingar um allar mannabreytingar, þar til bólusetningum líkur.
Lesa meira

Ekki heimilt að skilyrða NPA samning við greiðslu ríkisins

Ekki heimilt að skilyrða NPA samning við greiðslu ríkisins

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi þann 24. mars, dóm þess efnis að Mosfellsbæ hefði verið óheimilt að binda NPA samning við fjárframlag frá ríkinu. Var sveitarfélagið dæmt til að greiða Erling 700 þúsund krónur í miskabætur vegna dvalar hans á hjúkrunarheimilinu, auk þess sem Mosfellsbær er gerður ábyrgur fyrir því fjártjóni sem Erling hefur orðið fyrir meðan á þvingaðri dvöl hans hefur staðið.
Lesa meira

Myndin sýnir Alþingishúsið

Frumvarp um breytingu á 69. grein laga um almannatryggingar.

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá Birni Leví Gunnarssyni og fleirum, um breytingu á 69. grein laga um almannatryggingar. Frumvarpið leggur til þær breytingar að í stað núverandi fyrirkomulags, verði tekið upp sama fyrirkomulag og er notað við breytingar á þingfararkaupi. Frumvarpið var lagt fram í janúar, og ÖBÍ hefur nú sent inn umsögn við það.
Lesa meira

Stórir hópar gætu þurft að neita sér um læknisþjónustu

Stórir hópar gætu þurft að neita sér um læknisþjónustu

Í kjölfar umfjöllunar Kveiks um deilu Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna hafa Alþýðusamband Íslands, BSRB og Öryrkjabandalagið sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Í henni kemur fram að slík innheimta muni bitna harkalega á sjúklingum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lífeyrisþega og lágtekjuhópa.
Lesa meira

Myndin sýnir Emblu Guðrúnu Ágústsdóttur og Freyju Haraldsdóttur leiðbeinendur á námskeiðinu

Jafningjanámskeið Tabú.

Jafningjanámskeið Tabú eru 6 vikna námskeið fyrir fatlað og langveikt fólk. Námskeiðin eru styrkt af félags- og dómsmálaráðuneyti og eru einn liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi á tímum Covid-19
Lesa meira

Myndin sýnir Harald ásamt Þuríði Hörpu, formanni ÖBÍ, forseta Íslands, félagsmálaráðherra og Bergi Þ…

Römpum upp Reykjavík

Aðgengissjóður Reykjavíkur var formlega stofnaður í morgun, fimmtudaginn 11. mars. í Iðnó. Tilgangur sjóðsins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í Reykjavík. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er aðal hvatamaður verkefnisins og helsti styrktaraðili. Öryrkjabandalagið er meðal stofnaðilia, en stefnan er á 100 rampa strax á þessu ári.
Lesa meira

Myndin sýnir Harald ásamt Þuríði Hörpu, formanni ÖBÍ, forseta Íslands, félagsmálaráðherra og Bergi Þ…

Römpum upp Reykjavík

Aðgengissjóður Reykjavíkur var formlega stofnaður í morgun, fimmtudaginn 11. mars. í Iðnó. Tilgangur sjóðsins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í Reykjavík. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er aðal hvatamaður verkefnisins og helsti styrktaraðili. Öryrkjabandalagið er meðal stofnaðilia, en stefnan er á 100 rampa strax á þessu ári.
Lesa meira

Myndin sýnir Önnu Guðrúnu prófa hjólið á hjálpartækjasýningu Sjálfsbjargar árið 2017.Hjólið einhjól,…

Sjúkratryggingar túlka reglugerð um hjálpartæki of þröngt.

Umboðsmaður Alþingis hefur gefið álit í máli Önnu Guðrúnar Sigurðardóttur, sem skaut úrskurði Úrskurðarnefndar velferðarmála til hans. Úrskurðarnefndin hafði staðfest niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands um synjun á styrk til kaupa á hjálpartæki fyrir hjólastól.
Lesa meira