Fréttir

Nýtt vefrit ÖBÍ fjallar um evrópska aðgengislöggjöf

Annað tölublað 5. árgangs af vefriti ÖBÍ er komið út. Þar er fjallað um drög að nýrri evrópskri aðgengislöggjöf sem Evrópuþingið tekur til umræðu og atkvæðagreiðslu um miðjan september.
Lesa meira

Óskað eftir tilnefningum til Hvatningarverðlaunanna

Undirbúningur fyrir afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2017 er hafinn. Verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica 4. desember. Óskað er eftir að tilnefningar til verðlaunanna verði sendar inn fyrir þann 15. september næstkomandi.
Lesa meira

Skorað á stjórnvöld að fullgilda viðauka við SRFF

ÖBÍ ásamt Geðhjálp, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Ransóknarsetri í fötlunarfræðum, Tabú og Þroskahjálp hafa sent frá sér áskorun vegna viðauka við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Alþingi hefur ályktað að valkvæður viðauki við SRFF skuli fullgiltur fyrir árslok 2017.
Lesa meira

ÖBÍ fordæmir ákvörðun kjararáðs

Öryrkjabandalag Íslands harmar þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun embættismanna og forstöðumanna ríkisstofnana afturvirkt um leið og örorkulífeyrisþegar hafa ekki fengið kjarabætur um nokkurra ára skeið.
Lesa meira

Nýjar reglur gagnrýndar

Formaður Öryrkjabandalags Íslands sendi í lok maí sl. bréf til til Sambands íslenskra sveitarfélaga og til nokkurra sveitarfélaga með ábendingum varðandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og tillögum til úrbóta. Í bréfunum voru gerðar margvíslegar athugasemdir við nýjar reglur sveitarfélaga um sérstakan húsnæðisstuðning sem tóku gildi 1. janúar 2017.
Lesa meira

Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun

Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. Grein um málið birtist í Fréttablaðinu 22. júní 2017.
Lesa meira

Endurreikningur TR liggur fyrir

Tryggingastofnun hefur lokið endurreikningi á tekjutengdum greiðslum ársins 2016 hjá lífeyrisþegum. Hægt er að skoða niðurstöður endurreiknings á Mínum síðum á vef TR. Nánari upplýsingar veitir TR í síma 560-4400.
Lesa meira

Kvennahreyfingin er baráttutæki

Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands var stofnuð þann 8. mars 2005 og var Guðríður Ólafsdóttir frumkvöðull að stofnun hennar. Fjallað var um hreyfinguna í sérblaði Fréttablaðsins á kvennadeginum 19. júní 2017.
Lesa meira

Náms- og kynnisferð starfsfólks 6. – 9. júní 2017

Starfsfólk skrifstofu ÖBÍ fer í náms- og kynnisferð til Brussel til að kynnast starfi systursamtaka og alþjóðastofnana.
Lesa meira

Vegna umfjöllunar um fyrirframgreidd laun

Vegna umfjöllunar á vefsíðum DV og RÚV um fyrirfram greidd laun Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalags Íslands, vill bandalagið árétta að Ellen er starfsmaður á skrifstofu bandalagsins í 100% starfi á meðan hún gegnir formennsku.
Lesa meira