Fréttir

Leiðbeiningar frá sóttvarnalækni til fólks með undirliggjandi sjúkdóma

Leiðbeiningar frá sóttvarnalækni til fólks með undirliggjandi sjúkdóma

Sóttvarnalæknir beinir því til félagasamtaka og félaga sjúklinga og/eða aðstandenda að koma eftirfarandi skilaboðum um smitvarnir vegna kórónaveiru (COVID-19) á framfæri til þeirra sem málið varðar:
Lesa meira

Umboð þarf til að sækja lyf fyrir aðra

Umboð þarf til að sækja lyf fyrir aðra

Frá 10. mars verður einungis heimilt að afhenda lyf til þess einstaklings sem lyfjunum hefur verið ávísað á, eða til þeirra sem hafa ótvírætt umboð til að fá þau afhent. Sá sem sækir lyf þarf ávallt að framvísa persónuskilríkjum sínum.
Lesa meira

Dvöl á hjúkrunarheimili gæti takmarkað persónufrelsi að mati Umboðsmanns

Dvöl á hjúkrunarheimili gæti takmarkað persónufrelsi að mati Umboðsmanns

Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að tryggja sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á hagsmuni þess og daglegt líf. Þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa veruleg áhrif á líf fatlaðs einstaklings og réttindi, t.d. ákvörðun um dvöl á hjúkrunarheimili, er mikilvægt að viðkomandi fái fullnægjandi fræðslu um áhrif þess sem og ferlið sé með þeim hætti að fyrir liggi að hann hafi samþykkt umræddar ráðstafanir.
Lesa meira

Upplýsingar vegna Covid19 veirunnar.

Upplýsingar vegna Covid19 veirunnar.

Nú þegar smit vegna Covid19 veirunnar hefur greinst á Íslandi er rétt að setja hér fram helstu upplýsingar. Embætti landlæknis er með á heimasíðu sinni ítarlegar upplýsingar og leiðbeiningar til fólks.
Lesa meira

Vel sóttur fundur um skattamál.

Vel sóttur fundur um skattamál.

Kvennahreyfing ÖBÍ stóð fyrir kynningarfundi um skattamál öryrkja miðvikudagskvöldið 26. Febrúar. Helgi Samúel Guðnason, lögfræðingur hjá Skattinum mætti og hélt áhugavert erindi.
Lesa meira

Tryggingastofnun endurgreiðir kröfur vegna dráttarvaxtagreiðslna.

Tryggingastofnun endurgreiðir kröfur vegna dráttarvaxtagreiðslna.

Í bréfi sem Tryggingastofnun sendi frá sér 4. febrúar s.l. kemur fram að stofnunin hafi ákveðið að fella niður eða endurgreiða kröfur vegna fjármagnstekna á árinu 2018.
Lesa meira

Myndin sýnir menntamálaráðherra á Bessastöðum, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, við und…

Ísland skrifar undir alþjóðlegan sáttmála um rétt allra til táknmáls

Sáttmáli Alheimssamtaka heyrnarlausra um rétt allra til táknmáls var undirritaður á Bessastöðum á þriðjudag við hátíðlega athöfn. Alheimssamtökin gerðu sáttmálann í tilefni af alheimsþingi heyrnarlausra sumarið 2019 og er Ísland fyrst ríkja heims til að undirrita hann. Sáttmálinn undirstrikar meðal annars ábyrgð og skyldur stjórnvalda og hagsmunaaðila til að tryggja réttlátt samfélag og jafnt aðgengi að menntun fyrir alla.
Lesa meira

Þurfti að greiða rúmlega 80 þúsund fyrir læknisvottorð.

Þurfti að greiða rúmlega 80 þúsund fyrir læknisvottorð.

Kona á Suðurlandi, sem kýs að láta nafns sín ekki getið, og sótti um lífeyri í Danmörku eftir ráðleggingar frá Tryggingastofnun, þurfti að greiða rúmlega 80 þúsund krónur fyrir læknisvottorð vegna þess hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Lesa meira

Einungis 6,5% örorkulífeyrisþega fá óskertan lífeyri.

Einungis 6,5% örorkulífeyrisþega fá óskertan lífeyri.

Ólafur Ísleifsson, alþingismaður, lagði fram fyrirspurn til Ásmundar Einar Daðasona, félags og barnamálaráðherra, um skerðingar í almannatryggingakerfinu. Niðurstöðurnar í svari ráðherra eru þær að 93,5% örorkulífeyrisþega þurfa að búa við skerðingar, og 93,9% endurhæfingarlífeyrisþega.
Lesa meira

Sjúkraþjálfarar án samnings, endurgreiðslur SÍ óbreyttar

Sjúkraþjálfarar án samnings, endurgreiðslur SÍ óbreyttar

Í samræmi við gerðardóm sem féll í deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands, munu sjúkraþjálfarar ekki starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar frá og með deginum í dag, mánudeginum 13. janúar. Heilbrigðisráðherra setti reglugerð fyrir nokkrum dögum, sem kemur í veg fyrir að sjúklingar fái ekki notið sjúkratrygginga, og heimilar endurgreiðslu kostnaðar, þó enginn samningur liggi fyrir.
Lesa meira