Skoðun

Vilt þú verða einn af þeim?

Vilt þú verða einn af þeim?

Sumt er þess eðlis að það þarf að end­ur­taka og end­ur­taka, og taka áhætt­una á að það verði leiðigjörn sí­bylja, en veru­leik­inn kall­ar á þess­ar end­ur­tekn­ing­ar. Sumt er svo satt að það kall­ar á sí­bylj­una, því hún er sann­leik­ur­inn og hann verður að síast inn, bæði hjá al­menn­ingi og ráðamönn­um. Al­menn­ingi, því við þurf­um breiðfylk­ingu stuðnings­kvenna og -manna, og ráðamanna, því þeir hafa valdið.
Lesa meira

Emil Thóroddsen

Sérálögur sérfræðilækna og sjúkraþjálfara

Um tíma hafa samn­ing­ar verið laus­ir milli sér­greina­lækna, sjúkraþjálf­ara og Sjúkra­trygg­inga Íslands fyr­ir hönd rík­is­sjóðs. Ekk­ert virðist ger­ast í þess­ari deilu. Hún er í hnút. Úr ranni sér­fræðilækna heyr­ist að þeir þurfi ekk­ert á samn­ingi að halda. Hið op­in­bera hót­ar með inn­leiðingu nýrr­ar reglu­gerðar með þeim boðskap að þá skuli þeir bara hafa það svo. Á meðan greiða sjúk­ling­ar fag­stétt­un­um rekstr­arálag upp á 1.700 millj­ón­ir úr eig­in vasa. Stund­um hvarfl­ar að manni að hvor­um meg­in sem samn­ingsaðilar sitja séu þeir sátt­ir við þetta ósætti.
Lesa meira

Opið bréf til félags og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar

Opið bréf til félags og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar

Hinn 1. október sl. féll dómur í Landsrétti í máli einstaklings gegn Tryggingastofnun ríkisins. Ágreiningur málsins laut að skerðingu sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Þessi uppbót greiðist eingöngu þeim örorkulífeyrisþegum sem hafa tekjur undir framfærsluviðmiði laganna og geta ekki framfleytt sér án hennar. Sérstaka uppbótin á þannig að tryggja örorkulífeyrisþegum tilteknar lágmarkstekjur sem löggjafinn hefur ákveðið að enginn örorkulífeyrisþegi skuli lenda undir (nú 265.044 kr. á mánuði).
Lesa meira

Íslenskan verði nothæf í stafrænum heimi

Íslenskan verði nothæf í stafrænum heimi

Tungan þarf að vera nothæf í stafrænum heimi framtíðar. Með gríðarlegum breytingum á tölvunotkun, máltækni með nýrri gervigreindartækni og talgervlum eiga smá málsamfél á í vök að verjast. Varðstaða móðurmálsins ákvarðar hvernig málsamfélaginu reiðir af. Einungis framþróun þar sem íslenskan er felld inn í tölvutækni og starfræna þjónustu verður hún raunverulegur valkostur í öllu viðmóti og upplýsingavinnslu. Fylgi íslenskan ekki nýrri tækni situr hún eftir og tækin nýta önnur tungumál.
Lesa meira

Atli Þór Þorvaldsson

Opið bréf til Katrínar Jakobs­dóttur: (Ó)rétt­læti og fá­tækt

Atli Þór Þorvaldsson skrifar 14. september 2021. Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst. Þú ert í stöðu til að geta leiðrétt ranglætið sem hefur blasað við þér. Þú hefur skynjað óréttlætið sem fylgir því að geta ekki unnið fyrir sér. Þú skilur að með því að skammta öryrkjum kjör sem duga ekki til framfærslu ertu að dæma einstaklinga til fátæktar. Einstaklinga sem þurfa að velja á milli hvort sleppa eigi lyfjakaupum eða matarkaupum. Einstaklinga sem hafa ekki efni á sjúkraþjálfun eða sálfræðiþjónustu sem hugsanlega gæti aukið vinnufærnina.
Lesa meira

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ

Stjórnvöld hafa reist háa múra, okkar er að brjóta þá niður!

Við búum að sterkri verkalýðsforystu, þar sem formenn margra félaga eru áberandi í kröfu sinni um afkomuöryggi sinna félagsmanna og hika ekki við að benda á þann ójöfnuð sem við búum við í dag. Þar sem auðugir hafa óhófleg völd á meðan hluti vinnuaflsins berst við að lifa á lágmarkslaunum, atvinnulausir súpa af skál fátæktar og fólk sem fallið hefur af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa, er skammtað svo naumt að það tórir en lifir engu lífi.
Lesa meira

Atli Þór Þorvaldsson.

Örorka og afkoma

Á Íslandi er mikil velmegun. Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims. Meðaltal launatekna er með því hæsta sem gerist. Landið er fámennt en ríkt af auðlindum, við eigum fiskinn í sjónum og við höfum virkjað bæði fallvötn og jarðhita. Og á síðustu árum, áður en heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunnar skall á, flæddu ferðamenn til landsins og ný auðlind varð til. Í þessu ríka landi er samt ekki allt eins og best verður á kosið. Lífið er erfitt hjá of mörgum. Sumum er kerfislega gert lífið óþarflega erfitt. Auðlegðin er alls ekki í boði fyrir alla. Marga bresti má sjá í heilbrigðiskerfinu okkar. Starfsfólk er undir gríðarlegu álagi, tæki á Landspítala eru jafnvel gömul og úreld og biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengjast.
Lesa meira

Ríkisrekinn að heiman!

Ríkisrekinn að heiman!

Sem betur fer njótum við þess flest að alast upp og búa í foreldrahúsum þar til við erum tilbúin að hleypa heimdraganum. Við höfum notið þess að eiga skjól meðan við stunduðum nám og bjuggum okkur undir að halda út í lífið.
Lesa meira

Alþjóðadagur fatlaðs fólks

Alþjóðadagur fatlaðs fólks

Í dag 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Um allan heim minnir fatlað fólk á tilverurétt sinn og það sjálfsagða, að það eigi rétt á mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Að tilvera okkar, mín og ykkar allra er jafn mikilvæg og allra hinna.
Lesa meira

Villandi tölur fjármálaráðherra í minnisblaði.

Villandi tölur fjármálaráðherra í minnisblaði.

Benjamin Disraeli, breskur íhaldsmaður, sagði eitt sinn um lygina: Það eru þrjár skilgreiningar á ósannindum, lygi, haugalygi og tölfræði. Innlendur íhaldsmaður, sem þó vildi eitt sinn vera frjálslyndur, setti fram tölfræði: Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af hinum „aukna þunga í tilfærslukerfum“. Í minnisblaðinu sem hann kynnti ríkisstjórn í gær segir að „í ljósi þess tekjufalls sem ríkissjóður stendur frammi fyrir vegna heimsfaraldurs kórónuveiru mun hlutfall framlaga almannatrygginga að óbreyttu nema tæpum fjórðungi tekna ríkissjóðs af skatttekjum og tryggingagjaldi á næsta ári, í stað 14-15% áður“
Lesa meira