09. júní, 2022
Eftir Emil Thoroddsen:„Fyrirkomulag hjálpartækja er alger undirstaða þess að fólk sem lifir við skerðingar, fatlað fólk, taki þátt í samfélaginu og lifi sjálfstæðu lífi.“
Lesa meira
26. apríl, 2022
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur: „Ég opinbera hér tekjur mínar, lesendum til glöggvunar á stöðu öryrkja, sem margir hafa það þó miklu, miklu verra. Ég lít á lífeyrinn sem opinber gögn.“ 231.825 eru krónurnar sem ég fæ í lífeyri á mánuði, sem 75% öryrki, eftir skatt. Já, ég greiði skatta. Ég samsama mig láglaunafólki, valdlausu fólki, minnihlutahópum í öllum samfélögum. Þess vegna skrifa ég grein á 1. maí – verkalýðsdeginum. En ólíkt verkafólki hafa öryrkjar engan samningsrétt. Það gilda engir samningar á milli öryrkja og ríkisvaldsins. Ríkið skammtar, og skammtar mjög naumt, og allir vita það en enginn gerir neitt. Samt er eineltið liðið. Örorkulífeyrisþegar eru málaðir út i fátæka hornið og allir vita það. Samt er það liðið og enginn gerir neitt. Húsnæðiskostnaður er að sliga fjölmarga öryrkja en enginn gerir neitt. Eineltið er liðið sem og valdníðsla markaðarins.
Lesa meira
18. mars, 2022
María Pétursdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um húsnæðismál skrifar 15. mars 2022: „Ég er innan við fimmtugt og lömuð upp að bringu. Ég get ekki hneppt tölum né borðað án aðstoðar. Ég er fráskilin og á fjarskylda fjölskyldu í Póllandi. Ég kom til Íslands til að vinna, en fyrir nokkrum árum lenti ég í bílslysi. Ég á lögheimili á hjúkrunarheimili. Þar fæ ég að fara í sturtu tvisvar í viku, en ekki á þeim tíma sem ég kýs. Ég get ekki sótt mér mat í ísskápinn þegar mér hentar og ég fæ ekki að sofa út um helgar, því erillinn byrjar á ákveðnum tíma. Ég kemst ekki alltaf á klósettið í tæka tíð því mönnunin er ekki góð. Ég hef lært að leiða skömmina hjá mér. Ég hef ekki tölu á því hversu margt sambýlisfólk mitt hefur dáið. Mig langar til að fara reglulega í leikhús og bíó en ég fæ ekki akstursþjónustu og tekjur mínar eru takmarkaðar því ég þarf að borga háa leigu fyrir herbergið hér. Ég fæ ekki sjúkraþjálfunina sem ég þarf, því hér fara allir saman í einfalda hópþjálfun, sniðna að gömlu fólki. Mér hrakar líkamlega dag frá degi. Ég get ekki tjáð mig um alla mína óánægju því hér talar fólk almennt ekki mitt tungumál og hér eru ekki margir jafnaldrar mínir. Hjólastóllinn minn er í eigu hjúkrunarheimilisins en ekki mín persónulega eign lengur en ég get ekki lengur sótt um ný hjálpartæki á eðlilegan hátt. Þau eru öll í eigu heimilisins.
Lesa meira
24. febrúar, 2022
Ég var nýlega að ræða húsnæðismál fatlaðs fólks í Kastljósi ásamt bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu, sem í umræðunni velti fyrir sér hvenær nóg væri nóg. Í rödd bæjarstjórans mátti greina þreytu, jafnvel uppgjöf. Það er vel skiljanlegt, sveitarfélögum er í raun vorkunn. Þau bera mikla ábyrgð, og hafa lögbundnar skyldur gagnvart íbúum sínum. Öllum íbúum, og það kostar jú fé. Sveitarfélögum ber að bjóða upp á leiguhúsnæði á hóflegu verði fyrir þá íbúa sína sem á þurfa að halda. Þeim ber að sjá til þess að fatlaðir nemendur grunnskólanna fái þá þjónustu sem tryggð er í lögum. Krafan er um skóla án aðgreiningar með viðeigandi aðlögun til handa þeim nemendum sem þess þurfa. Fatlað fólk á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA), það á rétt á að lifa sjálfstæðu lífi, hafa val um búsetu, með hverjum það býr, hvar og hvernig. Samkvæmt mannréttindasamningum á fatlað fólk rétt til jafns við aðra í samfélaginu. Hafi aðgang að samfélaginu, hafi ferðafrelsi, og þá þjónustu sem það þarf til að geta tekið þátt eins og hver annar. Hafi aðgengi að menntun og störfum við hæfi. Sveitarfélögin hafa fengið í fangið fólk sem krefst virðingar og á rétt á tækifærum til jafns við annað fólk í samfélaginu og framfærslu sem er grunnur þessa alls. Aðeins þannig getur það verið virkir þátttakendur.
Lesa meira
07. desember, 2021
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur: „Hinni kláru og femínísku Kötu fannst það alveg fáránlegt – það eina sem hún hafði leyft sér var að leyfa ástinni sinni að flytja inn til sín.“
Lesa meira
03. desember, 2021
Þriðji desember er dagurinn okkar, alþjóðadagur fatlaðs fólks og við eins og áður minnum á tilverurétt okkar og það sjálfsagða, að við erum hluti af tilverunni, elskum, lifum og deyjum eins og allir aðrir. Við erum hluti af samfélagi, samfélagi, þar sem við fatlað fólk eigum að vera viðurkennd og meðtekin. Við erum 15% þjóðarinnar.
Lesa meira
22. nóvember, 2021
Sumt er þess eðlis að það þarf að endurtaka og endurtaka, og taka áhættuna á að það verði leiðigjörn síbylja, en veruleikinn kallar á þessar endurtekningar. Sumt er svo satt að það kallar á síbyljuna, því hún er sannleikurinn og hann verður að síast inn, bæði hjá almenningi og ráðamönnum. Almenningi, því við þurfum breiðfylkingu stuðningskvenna og -manna, og ráðamanna, því þeir hafa valdið.
Lesa meira
29. október, 2021
Um tíma hafa samningar verið lausir milli sérgreinalækna, sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands fyrir hönd ríkissjóðs. Ekkert virðist gerast í þessari deilu. Hún er í hnút. Úr ranni sérfræðilækna heyrist að þeir þurfi ekkert á samningi að halda. Hið opinbera hótar með innleiðingu nýrrar reglugerðar með þeim boðskap að þá skuli þeir bara hafa það svo. Á meðan greiða sjúklingar fagstéttunum rekstrarálag upp á 1.700 milljónir úr eigin vasa. Stundum hvarflar að manni að hvorum megin sem samningsaðilar sitja séu þeir sáttir við þetta ósætti.
Lesa meira
19. október, 2021
Hinn 1. október sl. féll dómur í Landsrétti í máli einstaklings gegn Tryggingastofnun ríkisins. Ágreiningur málsins laut að skerðingu sérstakrar uppbótar á lífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Þessi uppbót greiðist eingöngu þeim örorkulífeyrisþegum sem hafa tekjur undir framfærsluviðmiði laganna og geta ekki framfleytt sér án hennar. Sérstaka uppbótin á þannig að tryggja örorkulífeyrisþegum tilteknar lágmarkstekjur sem löggjafinn hefur ákveðið að enginn örorkulífeyrisþegi skuli lenda undir (nú 265.044 kr. á mánuði).
Lesa meira
12. október, 2021
Tungan þarf að vera nothæf í stafrænum heimi framtíðar. Með gríðarlegum breytingum á tölvunotkun, máltækni með nýrri gervigreindartækni og talgervlum eiga smá málsamfél á í vök að verjast. Varðstaða móðurmálsins ákvarðar hvernig málsamfélaginu reiðir af.
Einungis framþróun þar sem íslenskan er felld inn í tölvutækni og starfræna þjónustu verður hún raunverulegur valkostur í öllu viðmóti og upplýsingavinnslu. Fylgi íslenskan ekki nýrri tækni situr hún eftir og tækin nýta önnur tungumál.
Lesa meira