Skoðun

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ

Stjórnvöld hafa reist háa múra, okkar er að brjóta þá niður!

Við búum að sterkri verkalýðsforystu, þar sem formenn margra félaga eru áberandi í kröfu sinni um afkomuöryggi sinna félagsmanna og hika ekki við að benda á þann ójöfnuð sem við búum við í dag. Þar sem auðugir hafa óhófleg völd á meðan hluti vinnuaflsins berst við að lifa á lágmarkslaunum, atvinnulausir súpa af skál fátæktar og fólk sem fallið hefur af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa, er skammtað svo naumt að það tórir en lifir engu lífi.
Lesa meira

Ríkisrekinn að heiman!

Ríkisrekinn að heiman!

Sem betur fer njótum við þess flest að alast upp og búa í foreldrahúsum þar til við erum tilbúin að hleypa heimdraganum. Við höfum notið þess að eiga skjól meðan við stunduðum nám og bjuggum okkur undir að halda út í lífið.
Lesa meira

Alþjóðadagur fatlaðs fólks

Alþjóðadagur fatlaðs fólks

Í dag 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Um allan heim minnir fatlað fólk á tilverurétt sinn og það sjálfsagða, að það eigi rétt á mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Að tilvera okkar, mín og ykkar allra er jafn mikilvæg og allra hinna.
Lesa meira

Villandi tölur fjármálaráðherra í minnisblaði.

Villandi tölur fjármálaráðherra í minnisblaði.

Benjamin Disraeli, breskur íhaldsmaður, sagði eitt sinn um lygina: Það eru þrjár skilgreiningar á ósannindum, lygi, haugalygi og tölfræði. Innlendur íhaldsmaður, sem þó vildi eitt sinn vera frjálslyndur, setti fram tölfræði: Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af hinum „aukna þunga í tilfærslukerfum“. Í minnisblaðinu sem hann kynnti ríkisstjórn í gær segir að „í ljósi þess tekjufalls sem ríkissjóður stendur frammi fyrir vegna heimsfaraldurs kórónuveiru mun hlutfall framlaga almannatrygginga að óbreyttu nema tæpum fjórðungi tekna ríkissjóðs af skatttekjum og tryggingagjaldi á næsta ári, í stað 14-15% áður“
Lesa meira

Er biðinni eftir réttlæti lokið?

Er biðinni eftir réttlæti lokið?

Nú um nokkurt skeið hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, talað mikið um þann árangur sem ríkisstjórn hennar hefur náð til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa milli handanna. Katrín hefur komið sér upp gagnmerku ríkissvari, spurð um þennan árangur, og ekki síst, út í ummæli hennar frá því fyrir síðustu kosningar, að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlæti.
Lesa meira

Hver á að borga?

Hver á að borga?

Fyrir ekki svo löngu sté í ræðustól Alþingis í umræðum um fjármálaáætlun næstu fimm ára Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, og spurði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, út í hinn mikla mun sem nú er orðinn á örorkugreiðslum og lægstu launum.
Lesa meira

Myndin sýnir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ

Land réttlætis? Opið bréf til ríkisstjórnarinnar

Í sjö mánuði hefur þjóðin glímt við alheimsfaraldur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag er ljóst að við þurfum að lifa með veirunni enn um hríð. Fylgifiskur faraldursins er atvinnuleysi og efnahagskreppa. Þó samfélagið í heild gangi í takt við fyrirmæli almannavarnarteymis og stjórnvalda og aðlagi sig að flestu er þó erfitt að aðlaga sig að fátækt. Fátækt verður því miður veruleiki fjölda fólks sem nú þarf að framfleyta sér á grunn atvinnuleysisbótum eða um 240 þúsund krónum e.sk. Samtök launafólks hafa skiljanlega af þessu áhyggjur og skora þess vegna á stjórnvöld að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Þau vita sem er að 240 þúsund krónur til framfærslu duga engan veginn og afleiðingarnar brjóta fólk niður bæði andlega og líkamlega. Einhverjir jafnvel ná sér aldrei aftur á strik og færast af atvinnuleysisbótum yfir á örorku.
Lesa meira

Eggið og hænan

Eggið og hænan

Öryrkjum er haldið í gíslingu fátæktar sökum þess hve margir þeir eru. Í samtölum mínum við stjórnmálamenn hefur það margoft komið fram að ekkert mál sé að bæta kjör öryrkja, bara ef þeim fækkaði talsvert. Stjórnvöld hafa birt dómsdagsspár um fjölgun öryrkja og yfirvofandi gjaldþrot almannatryggingakerfisins. En aldrei hefur verið leitað svara við grundvallarspurningunni, hvers vegna fjölgar þeim sem eiga allt sitt undir almannatryggingum?
Lesa meira

Afléttum aðskilnaðarstefnunni

Afléttum aðskilnaðarstefnunni

3. desember árið 1998 á alþjóðlegum degi fatlaðra birti Öryrkjabandalagið grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Afléttum aðskilnaðarstefnunni. Nú 21 ári síðar, er forvitnilegt að lesa hana aftur, með hliðsjón af þeim baráttumálum sem hæst bera í dag, og hvað hefur áunnist. Hér sannast að baráttan er langhlaup, eins og Þuríður Harpa Sigurðardóttir kom inn á í ræðu sinni við afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ í ár. Því er greinin hér endurbirt.
Lesa meira

Myndin sýnir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur formann ÖBÍ ávarpa gesti Hvatningarverðlauna hátíðar.

Ræða formanns ÖBÍ við afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2019

Forseti Íslands, ágætu gestir, kæru félagar Í dag fögnum við alþjóðadegi fatlaðs fólks og afhendum hvatningarverðlaun ÖBÍ í þrettánda sinn. Við höfum haldið daginn hátíðlegan með þessum hætti síðan 2007, en það ár skrifaði Ísland undir Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Nær tíu árum síðar eða 2016 fullgilti Ísland samninginn, ..en við bíðum enn eftir lögfestingu hans. Standist áætlanir stjórnmálamanna verður það gert á næsta ári. Við höfum talað fyrir einu samfélagi fyrir alla í fjöldamörg ár. Við höfum unnið markvisst að því að fatlað fólk hafi sjálfstæði til jafns við aðra, jafnrétti og sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu.
Lesa meira