Skoðun

María Pétursdóttir

„Öruggt húsnæði sjálfsögð er mannréttindi okkar allra“

María Pétursdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um húsnæðismál: „Okkar helstu baráttumál innan húsnæðishópsins, auk þess að kortleggja stöðu öryrkja á húsnæðismarkaði, eru að berjast fyrir því að auðveldara verði fyrir okkar hóp að kaupa húsnæði og leigja, að félagsleg úrræði verði bætt og þeim fjölgað svo fólk hafi efni á almennilegri og aðgengilegri búsetu. Þá viljum við að fólk geti sótt styrki til að bæta aðgengismál sín og koma þannig í veg fyrir að fatlað fólk þurfi að skuldsetja sig meira en aðrir. Þá viljum við sjá gagnsæi í kerfinu, sjá langa biðlista eftir viðrráðanlegu og aðgengilegu húsnæði hverfa og að fólk hafi val um búsetu sína bæði hvað varðar búsetuform og staðsetningu,“ segir María sem einnig er aðalfulltrúi MS félagsins hjá ÖBÍ. „Sjálf brenn ég helst fyrir því að sjá réttindi fólks og stuðning verða samræmdan milli sveitarfélaga og að sjá aukningu í félagslegu húsnæði en mér finnst galið hvaða augum sveitarfélög virðast líta á sitt húsnæði í dag. Hér ætti auðvitað að rísa mun meira af félagslegu leigu- og kaupleiguhúsnæði í takt við hin Norðurlöndin og á pari við gamla verkamannabústaðakerfið. Það að búa í félagslegu húsnæði á svo sannarlega ekki að vera einhver fátækrastimpill eins og nú loðir við. Sjálf er ég alin upp í gamla Verkó og veit að það kerfi gagnaðist ansi fjölbreyttum hópi á árum áður.“
Lesa meira

Atli Þór Þorvaldsson

Opið bréf til Katrínar Jakobs­dóttur: (Ó)rétt­læti og fá­tækt

Atli Þór Þorvaldsson skrifar 14. september 2021. Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst. Þú ert í stöðu til að geta leiðrétt ranglætið sem hefur blasað við þér. Þú hefur skynjað óréttlætið sem fylgir því að geta ekki unnið fyrir sér. Þú skilur að með því að skammta öryrkjum kjör sem duga ekki til framfærslu ertu að dæma einstaklinga til fátæktar. Einstaklinga sem þurfa að velja á milli hvort sleppa eigi lyfjakaupum eða matarkaupum. Einstaklinga sem hafa ekki efni á sjúkraþjálfun eða sálfræðiþjónustu sem hugsanlega gæti aukið vinnufærnina.
Lesa meira

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ

Stjórnvöld hafa reist háa múra, okkar er að brjóta þá niður!

Við búum að sterkri verkalýðsforystu, þar sem formenn margra félaga eru áberandi í kröfu sinni um afkomuöryggi sinna félagsmanna og hika ekki við að benda á þann ójöfnuð sem við búum við í dag. Þar sem auðugir hafa óhófleg völd á meðan hluti vinnuaflsins berst við að lifa á lágmarkslaunum, atvinnulausir súpa af skál fátæktar og fólk sem fallið hefur af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa, er skammtað svo naumt að það tórir en lifir engu lífi.
Lesa meira

Atli Þór Þorvaldsson.

Örorka og afkoma

Á Íslandi er mikil velmegun. Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims. Meðaltal launatekna er með því hæsta sem gerist. Landið er fámennt en ríkt af auðlindum, við eigum fiskinn í sjónum og við höfum virkjað bæði fallvötn og jarðhita. Og á síðustu árum, áður en heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunnar skall á, flæddu ferðamenn til landsins og ný auðlind varð til. Í þessu ríka landi er samt ekki allt eins og best verður á kosið. Lífið er erfitt hjá of mörgum. Sumum er kerfislega gert lífið óþarflega erfitt. Auðlegðin er alls ekki í boði fyrir alla. Marga bresti má sjá í heilbrigðiskerfinu okkar. Starfsfólk er undir gríðarlegu álagi, tæki á Landspítala eru jafnvel gömul og úreld og biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengjast.
Lesa meira

Ríkisrekinn að heiman!

Ríkisrekinn að heiman!

Sem betur fer njótum við þess flest að alast upp og búa í foreldrahúsum þar til við erum tilbúin að hleypa heimdraganum. Við höfum notið þess að eiga skjól meðan við stunduðum nám og bjuggum okkur undir að halda út í lífið.
Lesa meira

Alþjóðadagur fatlaðs fólks

Alþjóðadagur fatlaðs fólks

Í dag 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Um allan heim minnir fatlað fólk á tilverurétt sinn og það sjálfsagða, að það eigi rétt á mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Að tilvera okkar, mín og ykkar allra er jafn mikilvæg og allra hinna.
Lesa meira

Villandi tölur fjármálaráðherra í minnisblaði.

Villandi tölur fjármálaráðherra í minnisblaði.

Benjamin Disraeli, breskur íhaldsmaður, sagði eitt sinn um lygina: Það eru þrjár skilgreiningar á ósannindum, lygi, haugalygi og tölfræði. Innlendur íhaldsmaður, sem þó vildi eitt sinn vera frjálslyndur, setti fram tölfræði: Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af hinum „aukna þunga í tilfærslukerfum“. Í minnisblaðinu sem hann kynnti ríkisstjórn í gær segir að „í ljósi þess tekjufalls sem ríkissjóður stendur frammi fyrir vegna heimsfaraldurs kórónuveiru mun hlutfall framlaga almannatrygginga að óbreyttu nema tæpum fjórðungi tekna ríkissjóðs af skatttekjum og tryggingagjaldi á næsta ári, í stað 14-15% áður“
Lesa meira

Er biðinni eftir réttlæti lokið?

Er biðinni eftir réttlæti lokið?

Nú um nokkurt skeið hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, talað mikið um þann árangur sem ríkisstjórn hennar hefur náð til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa milli handanna. Katrín hefur komið sér upp gagnmerku ríkissvari, spurð um þennan árangur, og ekki síst, út í ummæli hennar frá því fyrir síðustu kosningar, að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlæti.
Lesa meira

Hver á að borga?

Hver á að borga?

Fyrir ekki svo löngu sté í ræðustól Alþingis í umræðum um fjármálaáætlun næstu fimm ára Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, og spurði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, út í hinn mikla mun sem nú er orðinn á örorkugreiðslum og lægstu launum.
Lesa meira

Myndin sýnir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ

Land réttlætis? Opið bréf til ríkisstjórnarinnar

Í sjö mánuði hefur þjóðin glímt við alheimsfaraldur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag er ljóst að við þurfum að lifa með veirunni enn um hríð. Fylgifiskur faraldursins er atvinnuleysi og efnahagskreppa. Þó samfélagið í heild gangi í takt við fyrirmæli almannavarnarteymis og stjórnvalda og aðlagi sig að flestu er þó erfitt að aðlaga sig að fátækt. Fátækt verður því miður veruleiki fjölda fólks sem nú þarf að framfleyta sér á grunn atvinnuleysisbótum eða um 240 þúsund krónum e.sk. Samtök launafólks hafa skiljanlega af þessu áhyggjur og skora þess vegna á stjórnvöld að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Þau vita sem er að 240 þúsund krónur til framfærslu duga engan veginn og afleiðingarnar brjóta fólk niður bæði andlega og líkamlega. Einhverjir jafnvel ná sér aldrei aftur á strik og færast af atvinnuleysisbótum yfir á örorku.
Lesa meira