Skoðun

Eggið og hænan

Eggið og hænan

Öryrkjum er haldið í gíslingu fátæktar sökum þess hve margir þeir eru. Í samtölum mínum við stjórnmálamenn hefur það margoft komið fram að ekkert mál sé að bæta kjör öryrkja, bara ef þeim fækkaði talsvert. Stjórnvöld hafa birt dómsdagsspár um fjölgun öryrkja og yfirvofandi gjaldþrot almannatryggingakerfisins. En aldrei hefur verið leitað svara við grundvallarspurningunni, hvers vegna fjölgar þeim sem eiga allt sitt undir almannatryggingum?
Lesa meira

Afléttum aðskilnaðarstefnunni

Afléttum aðskilnaðarstefnunni

3. desember árið 1998 á alþjóðlegum degi fatlaðra birti Öryrkjabandalagið grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Afléttum aðskilnaðarstefnunni. Nú 21 ári síðar, er forvitnilegt að lesa hana aftur, með hliðsjón af þeim baráttumálum sem hæst bera í dag, og hvað hefur áunnist. Hér sannast að baráttan er langhlaup, eins og Þuríður Harpa Sigurðardóttir kom inn á í ræðu sinni við afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ í ár. Því er greinin hér endurbirt.
Lesa meira

Myndin sýnir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur formann ÖBÍ ávarpa gesti Hvatningarverðlauna hátíðar.

Ræða formanns ÖBÍ við afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2019

Forseti Íslands, ágætu gestir, kæru félagar Í dag fögnum við alþjóðadegi fatlaðs fólks og afhendum hvatningarverðlaun ÖBÍ í þrettánda sinn. Við höfum haldið daginn hátíðlegan með þessum hætti síðan 2007, en það ár skrifaði Ísland undir Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Nær tíu árum síðar eða 2016 fullgilti Ísland samninginn, ..en við bíðum enn eftir lögfestingu hans. Standist áætlanir stjórnmálamanna verður það gert á næsta ári. Við höfum talað fyrir einu samfélagi fyrir alla í fjöldamörg ár. Við höfum unnið markvisst að því að fatlað fólk hafi sjálfstæði til jafns við aðra, jafnrétti og sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu.
Lesa meira

Myndin sýnir stýrihóp kvennahreyfingar ÖBÍ

Kvennahreyfing ÖBÍ

Samstaða fatlaðra og langveikra kvenna
Lesa meira

Alþingismenn og mannréttindi fatlaðs fólks

Alþingismenn og mannréttindi fatlaðs fólks

Mikilvægi mannréttindasamninga erum við öll sammála um enda vita flestir að slíkir samningar eru nauðsynlegir t.d. minnihlutahópum í baráttu fyrir mannréttindum. Samingur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var settur þegar alþjóðasamfélagið þ.m.t. Ísland viðurkenndi að fatlað fólk naut ekki réttar til jafns við aðra og fyrirliggjandi alþjóðasamningar reyndust ekki nægilegir til að vernda rétt fatlaðs fólks. Samningurinn hefur því það yfirlýsta markmið að tryggja fötluðu fólki full mannréttindi og grundvallarfrelsi þess til jafns við aðra en ljóst er að fatlað fólk nýtur ekki jafnra réttinda hér á landi til jafns við aðra þegna.
Lesa meira

Mynd af Agli Þór.

Borgin veitir afslátt af mannréttindum fatlaðs fólks

„Aðgengi fatlaðra er sjálf­sögð mann­rétt­indi en án eft­ir­lits er vel hægt að spyrja sig hvort verið sé að gefa af­slátt af mann­rétt­ind­um fatlaðs fólks,“ segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Lesa meira

Litmynd af Þóru Kristínu.

Fækkum öryrkjum!

Það að halda fólki sem ekki getur unnið í fátækt er eitt það vitlausasta sem hægt er að gera.
Lesa meira

Mynd af Halldóri Sævari.

Er verið að svelta okkur til hlýðni?

Það er mikið óunnið hjá stjórn­völd­um og vinn­an mun taka nokk­ur ár. Hvað eiga ör­yrkj­ar að gera á meðan til að fram­fleyta sér? spyr Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ.
Lesa meira

Mynd af Þuríði Hörpu Sigurðardóttur.

„Myndu 248.000 kr. fyrir skatt duga þér?“

Formaður ÖBÍ fjallar um kjarasamninga á almennum markaði.
Lesa meira

Litaljósmynd af Halldóri Sævari sem skartar ljósri skyrtu og sólgleraugum.

Tími er kominn til að láta verkin tala

Halldór Sævar bendir á að stjórnvöld hafi viðurkennt að búsetuhlutfall hafi verið rangt reiknað í mörg ár. Hann skorar á félags- og barnamálaráðherra að láta verkin tala og hefjast þegar handa við að vinda ofan af þessum alvarlegu mistökum.
Lesa meira