Greinasafn

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands

Nú þurfa stjórnvöld að standa sig!

Dæmið er ekki flókið og skora ég á stjórnvöld að vera nú snjöll, marka afgerandi stefnu varðandi heilbrigði þjóðarinnar. Það að takmarka ódýra þjónustu sem nýtist mörgum verður eingöngu til að búa til vaxandi þörf fyrir enn dýrari úrræði annars staðar í heilbrigðiskerfinu.
Lesa meira

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.

Viljum við þessi fjárlög?

Það er janúar 2018 og fjárlagafrumvarpið hefur verið samþykkt eins og það var lagt fram í september síðasliðnum. Í grein sem birt var á Vísi.is 27. október 2017 - degi fyrir kosningar til Alþingis - spyr Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hvort kjósendur vilji þessi fjárlög.
Lesa meira

Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.

Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu

Við upphaf staðgreiðslu árið 1998 var ekki greiddur tekjuskattur af lífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Auk þess gátu lífeyrisþegar ráðstafað hluta af persónuafslætti sínum á móti öðrum tekjum, s.s. lífeyrissjóðstekjum. Í dag greiða lífeyrisþegar nærri 30 þúsund króna skatt af þessum sömu tekjum.
Lesa meira

Hvar eru efndirnar?

Hvar eru efndirnar?

Fyrir alþingiskosningar í október 2016 voru frambjóðendur spurðir um hvað þeir ætluðu að gera til að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Í svörum sínum lofuðu þeir úrbótum, en hvar eru efndirnar? Staða örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur ekki batnað eftir að ný stjórn og nýr þingmeirihluti tók við. Enginn þarf að velkjast í vafa um að aðstæður margra örorkulífeyrisþega eru mjög erfiðar, þar sem tekjurnar duga ekki til framfærslu nema hluta mánaðarins. Hvernig á fólk að geta framfleytt sér með undir 200.000 krónur á mánuði?
Lesa meira

Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun

Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun

Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. Grein um málið birtist í Fréttablaðinu 22. júní 2017.
Lesa meira

Sóley Björk Axelsdóttir fremst, fyrir aftan eru Þorbera Fjölnisdóttir, verkefnastjóri hjá ÖBÍ og sta…

Kvennahreyfingin er baráttutæki

Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands var stofnuð þann 8. mars 2005 og var Guðríður Ólafsdóttir frumkvöðull að stofnun hennar. Fjallað var um hreyfinguna í sérblaði Fréttablaðsins á kvennadeginum 19. júní 2017.
Lesa meira

Ellen Calmon, formaður ÖBÍ.

Lúxus eða lífsnauðsyn? - Grein í Morgunblaðinu

„Dreyptu á lýsi eins og drottningin sem þú ert.“ „Ekki hugsa þig tvisvar um. Þú lifir bara einu sinni, dekraðu við þig. Splæstu í þessi sýklalyf, þú átt það skilið.“ Lesið með flauelsmjúkri röddu hljóma þessar auglýsingar eins og tilboð um munaðarvöru, óhóf jafnvel. En þegar textinn er skoðaður nánar má sjá að þarna er rætt annars vegar um lýsi, hversdagslega en heilsusamlega olíu, og hins vegar sýklalyf sem við notum þegar heilsuvá steðjar að.
Lesa meira

Textun er mál okkar allra - Áskorun til alþingismanna

Textun er mál okkar allra - Áskorun til alþingismanna

Á þessum tímum upplýsinga og tækniframfara er framboð af sjónvarpsefni enn takmarkað fyrir einstaka hópa. Enn er mikill misbrestur á því að íslenskt sjónvarpsefni sé textað. Allt að 16% þjóðarinnar er heyrnarskert að einhverju leyti, sem þýðir að um 54.000 manns getur illa notið þeirra mannréttinda að fylgjast með útsendu efni. Það hefur áhrif á samfélagsþátttöku fólks að geta ekki fylgst með stjórnmálaumræðu og öðru sem er í gangi í þjóðfélaginu hverju sinni. Sjónvarpsáhorf er ekki síst félagsleg athöfn.
Lesa meira

Ellen Calmon, formaður ÖBÍ.

Kaupmáttur aldrei meiri, fyrir suma

Mikil hækkun kaupmáttar og launa“, „kaupmáttur aldrei verið meiri“, „2015 – ár mikilla launahækkana“. Þetta eru örfá dæmi um yfirskriftir frétta um launahækkanir og kaupmáttaraukningu launa á þessu ári og því síðasta, en fjölmargar fréttir hafa verið fluttar af kaupmáttaraukningu. En hvernig hefur þróun kaupmáttar verið hjá örorkulífeyrisþegum síðustu ár?
Lesa meira

Lífeyrisþegar sitja enn og aftur eftir með sárt ennið

Grein Ellenar Calmon, formanns ÖBÍ og Haldórs Sævars Guðbergssonar, varaformanns ÖBÍ, í Kvennablaðinu. Þau hvetja alla til að mæta á fund ÖBÍ á morgun, laugardag 21. nóvember kl. 13-15 á Grand Hóteli Reykjavík.
Lesa meira