- 4 stk.
- 11.08.2015
Á þessu ári hafa fulltrúar verkefnisins „Virkjum hæfileikana - alla hæfileikana“ afhent 300 ráðuneytum, ríkisfyrirtækjum og opinberum stofnunum handbrotinn fugl úr origami pappír. Gripurinn er merki verkefnisins en með afhendingu gripsins hvetja Vinnumálastofnun, ÖBÍ og Þroskahjálp viðkomandi aðila til að taka þátt í að auka atvinnutækifæri fólks með skerta starfsgetu. Myndirnar eru frá skrifstofu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þegar Áslaug Ýr Hjartardóttir og Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ afhentu honum origami fuglinn með góðum móttökum.