- 7 stk.
- 21.06.2019
Dagana 17. og 18. janúar 2019 var ÖBÍ með vinnustofur í samvinnu við heildarsamtök fatlaðs fóks í Evrópu, EDF (European Disability Forum). Vinnustofurnar vörðuðu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fyrri daginn var aðildarfélögum ÖBÍ, öðrum hagsmunafélögum um réttindi fatlaðs fólks ásamt hinu borgaralega samfélagi (Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknasetri í fötlunarfræðum) boðið. Deginum var varið í fræðslu um meginreglur SRFF, um sérfræðinefnd SRFF sem m.a. tekur að sér að fara yfir skýrslur stjórnavalda um framkvæmd, eftirlit og innleiðingu SRFF og skuggaskýrslur hagsmunaaðila. Vinnustofu þessa dags var lokað með hópavinnu þar sem farið var yfir hvernig best sé að vinna að skuggskýrslugerð. Eftir vinnustofu dagsins var farið með erlendu gestina í heimsókn til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar þar sem rædd voru réttindi og málefni fatlaðs fólks. Á föstudeginum voru að auki mætt starfsmenn ráðuneyta, félagsþjónustunni, borgarfulltrúar og aðrir sveitarstjórnarfulltrúar. Áhersla dagsins var á þátttöku fatlaðs fólks og samráð þess í stefnumarkandi málum. Fjögurra manna pallborð fór yfir stöðuna í hvað þátttöku og samráð varðar og hvernig megi enn frekar bæta það. Deginum lauk með hópavinnu. Ljósmyndir: Silja/Ljósmyndir Rutar og Silju.