- 31 stk.
- 05.12.2019
Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins voru afhent í 13. sinn þann 3. desember 2019 við hátíðlega athöfn á Grand hóteli Reykjavík. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ sagði við afhendinguna að það væri einstaklega ánægjulegt að árlega hlytu nýjir aðilar verðlaunin, því það veki athygli á því að að í samfélaginu er fullt af ófötluðu fólki sem skilur og styður mannréttindabaráttu öryrkja og skilur að fatlað fólk eigi að hafa sama rétt til að lifa með mannsæmandi hætti. Að í þjóðfélaginu sé til fólk sem skilur að fatlað fólk er, rétt eins og aðrir, mannauður.
Ljósmyndir: Silja / Ljósmyndir Rutar og Silju