- 8 stk.
- 28.10.2019
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) er lykilþáttur í öllu starfi ÖBÍ. Mikilvægt er að þeir sem starfa innan bandalagsins þekki vel til hans og hvernig hann nýtist í hagsmunabaráttunni. Til að auka þekkingu á SRFF hefur ÖBÍ, frá árinu 2014, styrkt árlega fjölda einstaklinga úr aðildarfélögunum til þátttöku í sumarskóla um SRFF í háskólanum í Galway á Írlandi. Skólinn var haldinn að þessu sinni dagana 17.-21. júní 2019. Öryrkjabandalagið styrkti átta manns frá aðildarfélögum ÖBÍ til þátttöku að þessu sinni. Að auki tóku tveir starfsmenn skrifstofu þátt. Almenn kynning var á ákvæðum samningsins, réttindum sem í honum felast og hvaða þýðingu hann hefur fyrir fatlað fólk. Meginþemað er mismunandi frá ári til árs og að þessu sinni var það fatlað fólk og réttur þess til fjölskyldulífs.