- 10 stk.
- 21.06.2019
Fjölmenni gekk undir borðum og spjöldum ÖBÍ frá Hlemmi að Ingólfstorgi í kröfugöngu ÖBÍ undir yfirskriftinni "Þrautaganga öryrkja" 1. maí 2019. Formaður Öryrkjabandalags Íslands og formaður Eflingar voru fyrstar á svið á Ingólfstorgi. Þar með var brotið blað í sögu þessa dags en aldrei áður hefur það gerst að formaður Öryrkjabandalagsins haldi fyrstu ræðu 1. maí á Ingólfstorgi. Inntak ræðu Þuríðar Hörpu var að enginn velur að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður, að örorka er ekki val einstaklings. Hinsvegar sé það pólitískt val að halda þessum hópi í örbrigð og fátækt. „Krafa okkar er að ef við veikjumst, fötlumst eða fæðumst fötluð fáum við SAMT að eiga mannsæmandi líf.“
Ljósmyndir Rutar og Silju/Silja.