Myndbönd ÖBÍ

Fjölskyldulíf

02.10.2015

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir:
Fatlað fólk á sama rétt og aðrir til fjölskyldulífs og virkrar þátttöku í samfélagi sem tryggir því aðgengi að byggingum, upplýsingum, samgöngum, menningarlífi, tómstunda- og íþróttastarfi.
Aðgengi snýst almennt um þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, ekki bara efnislegt aðgengi heldur líka aðgengi að fjölskyldulífi, menntun og atvinnu. Skert aðgengi hefur þannig ekki bara áhrif á fatlað fólk heldur alla í þeirra nærumhverfi eins og ættingja, vini og kunningja.

www.obi.is/askorun/