Myndbönd ÖBÍ

Halldóra Mogensen - Píratar

27.10.2017

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, ræddi við Halldóru Mogensen þingkonu Pírata. Halldóra var í öðru sæti á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum laugardaginn 28. október 2017. Þuríður Harpa spurði Halldóru um afstöðu flokksins til gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu, afnáms krónu-á-móti-krónu skerðingar, lögfestingar NPA (notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar), aðgengiseftirlits og túlkaþjónustu.