Myndbönd ÖBÍ

Málþing um skóla fyrir alla - Dr. Erja Sandberg frá Finnlandi - íslenskur texti

21.11.2017

- Íslenskur texti -

Málefnahópur Öryrkjabandalags Íslands um atvinnu- og menntamál bauð til málþings á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 5. apríl 2017. Þar var rætt um jöfn tækifæri til menntunar og stefnuna skóli án aðgreiningar. Þá voru einnig skoðuð þau gráu svæði sem kunna að myndast á milli þjónustustiga þegar þeirri stefnu er fylgt. Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Erja Sandberg frá Finnlandi. Í doktorsrannsókn sinni fylgdi hún eftir 208 finnskum fjölskyldum barna með ADHD og kannaði reynslu þeirra af stuðningi frá hinu opinbera, skóla-, félags- og heilbrigðiskerfi.