Myndbönd ÖBÍ

Örorkulífeyrir sjónlýsing

02.10.2015

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir:
Fatlað fólk á rétt til sífellt batnandi lífskjara án mismununar vegna fötlunar og skulu opinber yfirvöld og stofnanir vinna í samræmi við ákvæði hans.
Fatlað fólk er metið til örorku hjá Tryggingastofnun ríkisins og á samkvæmt því rétt á örorkugreiðslum sér til framfærslu. Atvinnutekjur, vextir, verðbætur, söluhagnaður, leigutekjur og lífeyrissjóðstekjur geta haft áhrif til lækkunar örorkugreiðslna. Þær lækka einnig þegar viðkomandi fer í sambúð eða þegar barn viðkomandi verður 18 ára, þar sem heimilisuppbótin fellur niður. Við 18 ára aldur barns fellur barnalífeyrinn einnig niður, þó ungmennið sé enn á framfæri foreldris.