Myndbönd ÖBÍ

Ráðstefnan Sköpun skiptir sköpum

02.10.2015

Ráðstefnan „Sköpun skiptir sköpum“ sem Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, Rannsóknasetur í fötlunarfræðum og Listasafn Reykjavíkur stóðu fyrir var haldin föstudaginn 4. september síðastliðinn á Grand hóteli. Tvöhundruð gestir voru á ráðstefnunni sem var vel heppnuð í alla staði enda lögðu margir hönd á plóg til þess að gera hana sem fjölbreyttasta. 


Ráðstefna var haldin til þess að vekja athygli á 9. og 30. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem segir að fatlað fólk skuli hafa aðgang að menningarlífi, tómstunda- og íþróttastarfi og þeim stöðum þar sem slíkt fer fram. Einnig var fjallað um 24. greinina sem fjallar um að fatlað fólk eigi að hafa aðgengi að menntun á öllum skólastigum án aðgreiningar.