Myndbönd ÖBÍ

Skopleg hlið á betra samfélagi - ÖBÍ á Fundi fólksins

03.11.2016

Öryrkjabandalag Íslands bauð upp á nýstárlega kynningu á starfsemi sinni í tengslum við Fund fólksins sem haldinn var föstudaginn 2. september síðastliðinn. Þá kynnti Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, fjölbreytta og viðamikla starfsemi bandalagsins. Kynningunni var myndlýst af teiknaranum Rán Flygenring. Hún teiknaði myndir út frá máli Ellenar og setti fram á fræðandi en um leið skoplegan hátt.