Tilnefningar óskast til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2012

Tilnefningar til Hvatningarverðalauna auglýsing
Tilnefningar til Hvatningarverðalauna auglýsing


Undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ kallar eftir tilnefningum, síðasti skiladagur er 10. september næstkomandi. Verðlaunin verða veitt í sjötta sinn þann 3. desember næstkomandi á alþjóðlegum degi fatlaðra. Þau eru veitt þeim sem hafa stuðlað að jafnrétti, sjálfstæðu lífi fatlaðs fólks og einu samfélagi fyrir alla.

Veitt eru þrenn verðlaun: Í flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokknum umfjöllun/kynning.

Verðlaunahafar í fyrra

  • Í flokki einstaklinga: Bergþór Grétar Böðvarsson, fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi.
  • Í flokki fyrirtækja/stofnana: Hestamannafélagið Hörður, fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga.
  • Í flokki umfjöllunar/kynningar: Umsjónarfólk sjónvarpsþáttarins „Með okkar augum“, fyrir frumkvöðlastarf í íslenskri dagskrárgerð.

Verðlaunahafar og tilnefndir Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011


Ýmsir tenglar