Dansað við óseyrar Ölfusár

Krakkar úr hinu húsinu dansa í fjörunni2
Krakkar úr hinu húsinu dansa í fjörunni2

Hitt húsið er menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks á aldrinum 16-25 ára sem veitir aðstöðu fyrir uppbyggilega starfsemi á sviði lista, menningar og fræðslu. Í Hinu húsinu stendur ungu fólki einnig til boða ýmis ráðgjöf og stuðningur. Eitt af þeim verkefnum sem miðstöðin stóð fyrir síðastliðið sumar var listasmiðja fyrir fatlaða einstaklinga. Fjórir bandarískir listamenn sáu um listasmiðjuna og útkoman er stuttmynd sem tekin var af hópnum dansa í fjörunni við óseyrar Ölfusár. Unnið er að gerð stuttmyndarinnar og heimildarmynd um gerð hennar en hægt er að sjá kynningarmyndbandið hér fyrir neðan.

Ritstjóri Vefrits ÖBÍ hitti listrænan stjórnanda verkefnisins Samönthu Shay og kvikmyndatökumann verkefnisins Victoriu Sendru í stuttu spjalli:

Hvernig gekk verkefnið fyrir sig?

Victoria og Sham

S: Hópurinn hittist tvisvar í viku í sex vikur og þetta gekk ótrúlega vel. Þetta voru átta einstaklingar á aldrinum 16-25 ára með mjög ólíkar fatlanir, ein þeirra var t.d. heyrnarlaus og skildi ekki ensku en hún var samt sem áður sú sem ég náði að tengja einna best við. Við þurftum að finna út leið til að eiga samskipti við hvort annað og það var það sem var kannski mesta áskorunin fyrir okkur en einnig það sem gaf okkur mest. Allir í hópnum voru rosalega hjálplegir og opnir við hvort annað og okkur.

Um hvað snýst verkefnið?

V: Við vildum móta hugmyndina að verkefninu með öllum hópnum. Við tókum tíma í að kynnast hvort öðru í gegnum alls konar skapandi leikhús- og dansæfingar og gegnum þær æfingar tókst okkur að búa til sameiginlegt tungumál okkar á milli. Það var í rauninni ekki þannig að við værum að segja þeim hvað þau ættu að gera heldur reyndum við að gefa skilaboð eins og t.d. nú skulum við vera vatn og þá setti hvert og eitt þeirra fram sína túlkun á því. Svo komum við öll saman sem hópur og bjuggum til sameiginlegt verk sem mun birtast í formi stuttmyndar og heimildarmyndar. Við erum að vinna að stuttmyndinni sem heitir Metonymi og erum búin að gera stutt kynningarmyndband sem er komið á netið. Við ætlum að senda stuttmyndina í samkeppni sem gerir þær kröfur að myndin hafi hvergi birst áður svo við getum því ekki sýnt meira úr henni að svo stöddu. 

Krakkar úr hinu húsinu dansa í fjörunni

Krakkar úr hinu húsinu dansa í fjörunni

Frístundastarf hjá Hinu húsinu

Krakkar úr hinu húsinu dansa í fjörunni

Boðið er upp á skipulagt frístundastarf hjá Hinu húsinu eftir að skóla lýkur hjá fötluðum nemendum á starfsbrautum framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu. Með starfinu er unnið að því að auka félagslega færni þeirra, efla sjálfstraust og styðja þau til sjálfstæðis. Þetta er gert með því að búa til skemmtilegan frítíma saman sem ungmennin taka þátt í að skipuleggja.Frístundastarfið er starfrækt á hverjum degi eftir að skóla lýkur, eða frá 12.00 - 17.00. Hægt er að sækja um skólatengt frístundastarf fyrir ungmenni með fötlun í Hinu húsinu með því að senda tölvupóst á netfangið astasoley@hitthusid.is

Sumarstarf hjá Hinu húsinu

Hitt húsið býður upp á sumarstarf fyrir fötluð ungmenni á aldrinum 16 - 20 ára. Starfið hefur annars vegar þann tilgang að gefa ungmennunum tækifæri til að starfa á almennum vinnumarkaði og hins vegar að efla sjálfstæði þeirra og félagsleg tengsl þar sem lögð er áhersla á fjölbreytt frístundastarf eftir að vinnutíma lýkur.
Verkefnin sem ungmennin annast eru meðal annars: Áfyllingar í verslunum Hagkaupa og Bónus, handverkstæðið Ásgarður, ræsting og matsalur í World Class, flokkun og útburður hjá Póstinum og kirkjugarðar í Gufunesi og Fossvogi.
 

Krakkar úr hinu húsinu dansa í fjörunniKrakkar úr hinu húsinu dansa í fjörunni