Örorka er ekki val eðalífsstíll

Auglýsing ÖBÍ, Ég valdi ekki að verða öryrki
Auglýsing ÖBÍ, Ég valdi ekki að verða öryrki
Í byrjun september fór Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) af stað með kynningarátak í formi greinaskrifa og auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og í útvarpi. Með átakinu vildi ÖBÍ benda á að örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma en ekki val eða lífsstíll og mikilvægt er að stjórnmálamenn og almenningur breyti viðhorfum sínum í garð öryrkja.

Margir öryrkjar upplifa að litið sé á þá sem annars flokks þjóðfélagsþegna og byrði á samfélaginu. Umfjöllun um þá í fjölmiðlum er oft neikvæð og oft ríkir skilningsleysi meðal stjórnmálamanna og almennings á aðstæðum þeirra. StaðreAuglýsing ÖBÍ, Örorka er ekki lífsstíll -2yndin er sú að flestir öryrkjar hafa unnið í áratugi áður en þeir misstu heilsuna og greitt skatta til samfélagsins og gera enn. Þeir sem hafa fatlast snemma á lífsleiðinni greiða einnig skatta en þeir greiða tekjuskatt, virðisaukaskatt og önnur opinber gjöld eins og aðrir þjófélagsþegnar. Öryrkjar eru ekki að þiggja ölmusu frá samfélaginu heldur fá þeir greidd áunnin réttindi sem við eigum öll rétt á ef eitthvað kemur fyrir okkur sem verður til þess að við getum ekki unnið lengur. Öryrkjar vilja að sjálfsögðu standa á eigin fótum og taka virkan þátt í samfélaginu eins og annað fólk. Það vilja þeir gera án þess að mæta fordómum í sinn garð.    

Leiðrétting á kjörum öryrkja og ellilífeyrisþega nauðsynleg

Lilja ÞorgeirsdóttirÍ nýlegri grein Lilju Þorgeirsdóttur, framkvæmdastjóra ÖBÍ, sem birtist í Fréttablaðinu 25. september síðastliðinn fjallar hún um að nauðsynlegt sé að leiðrétta kjör öryrkja, sem orðið hafa fyrir umtalsverðum kjaraskerðingum á undanförnum árum. Hún segir brýnasta verkefnið vera að leiðrétta bætur almannatrygginga, sem hafa ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar síðastliðin fjögur ár og ekki hækkað til samræmis við hækkun lægstu launa. Því til viðbótar jukust tekjutengingar örorku- og ellilífeyrisþega 1. júlí 2009 sem skertu kjör margra svo um munaði segir Lilja. Skerðingarnar áttu að vera tímabundnar í hámark þrjú ár vegna efnahagsástandsins en stjórnvöld hafa ekki sýnt viðleitni til að leiðrétta þær, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hagur ríkisins sé að vænkast. Þá bendir Lilja á að launaleiðréttingar hafi þegar orðið m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir kjararáð. Í lok greinarinnar hvetur Lilja stjórnmálamenn til þess að láta verkin tala og leiðrétta kjör öryrkja og ellilífeyrisþega og minnir í leiðinni á að þúsundir öryrkja, ellilífeyrisþega og aðstandenda þeirra muni í kjörklefanum hugsa til frambjóðenda sem staðið hafa vörð um velferð þessara hópa.

Smelltu hér til að lesa grein Lilju á visir.is

Aðrar greinar sem tengjast ímyndarherferðinni:
 • Stoppum í fjárlagagatið. Grein Maríu Óskarsdóttur í Morgunblaðinu 14.9.2012
 • Að spara eða auka lífsgæði. Grein Guðmundar Magnússonar, formanns ÖBÍ í Fréttablaðinu 13.9.2012
 • Tekjur fyrir lífstíð. Grein Hilmars Guðmundssonar. 4.7.2012  
 • Kjör öryrkja og neysluviðmið velferðarráðuneytisins. 2. tbl. Vefrits ÖBÍ. 
 • Hvað varð um frekari uppbætur á lífeyri? 2. tbl. Vefrits ÖBÍ 
 • Söluhagnaður getur haft neikvæð áhrif. 2. tbl. Vefrits ÖBÍ 
 • Landamærahindranir örorkulífeyrisþega. 1. tbl. Vefrits ÖBÍ 
 • Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda sérfræðilækna. Grein Guðmundar Magnússonar formanns ÖBÍ og Sigríðar Hönnu Ingólfsdóttur í Fréttablaðinu 8.5.2012.
 • Opið bréf ÖBÍ til stjórnvalda um kjör öryrkja í tilefni 1. maí. 30.4.2012.
 • Vandamál öryrkja á Norðurlöndum. Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ í Fréttablaðinu 21.4.2012. 
 • Verja stjórnvöld kjör lífeyrisþega? Grein  Sigríðar Hönnu Ingólfsdóttur, félagsráðgjafa og Guðríður Ólafsdóttur félagsmálafulltrúa ÖBÍí Fréttablaðinu 5.12.2011. 
 • Fjárlögin 2012 og bætur almannatrygginga: Er breytinga að vænta? Grein Lilju Þorgeirsdóttur, framkvæmdastjóra ÖBÍ  í Fréttablaðinu 2.12.2011.  
 • Framfærsla öryrkja og fjárlagafrumvarpið. Tímarit ÖBÍ 1 tbl. 2011.
 • Það er ekki hægt að mismuna fólki svona? Tímarit ÖBÍ 1 tbl. 2011. 
 • Ávarp formanns Öryrkjabandalags Íslands. Afmælistímarit ÖBÍ. Maí 2011. 
 • Aðsókn í ráðgjafaþjónustu ÖBÍ eykst á tímum fjárhagsþrenginga. Afmælistímarit ÖBÍ. Maí 2011.
 • Uppbót vegna reksturs bifreiða í engu samræmi við rekstrarkostnað. 12.4.2011. Birtist í Fréttablaðinu
 • Skerðingar á lífeyri öryrkja - hvað vilja stjórnvöld. Birtist í Fréttablaðinu 20.4.2011. 
 • Kjör öryrkja langt undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. 17.3.2011.
 • Fréttaflutningur fréttastofu Stöðvar 2 um kjör öryrkja. Birtist í Morgunblaðinu 9.2.2011.