ÖBÍ styður einstakling sem stefnir Reykjavíkurborg vegna mismunar

Myndir af húsum
Myndir af húsum

Öryrkjabandalagið hefur barist fyrir því síðan árið 2009 að reglum borgarinnar um sérstakar húsaleigubætur verði breytt þannig að leigjendur hjá Brynju hússjóði Öryrkjabandalagsins eigi rétt á sérstökum húsaleigubótum. Málinu hefur meðal annars verið skotið til innanríkisráðuneytisins sem komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2010 að regla borgarinnar um að einungis þeir sem leigja hjá Félagsbústöðum hf. eða á almennum markaði geti átt rétt á sérstökum húsaleigubótum sé í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar og til þess fallin að mismuna.

Guðrún Birna Smáradóttir hefur nú með stuðningi ÖBÍ höfðað mál til að fá Reykjavíkurborg til að hlýta tilmælum ráðuneytisins. Lesa má nánar um málið hér.