Uppistand með Hjólastólasveitinni og einum „Ljótum hálfvita“

Elva Dögg Gunnarsdóttir með uppistand
Elva Dögg Gunnarsdóttir með uppistand

Uppistandsgengið Hjólastólasveitin gekk af göflunum í Gaflaraleikhúsinu á dögunum. Einnig fór „Ljóti hálfvitinn“ Sævar Sigurgeirsson á kostum en hann var gestauppistandari kvöldsins.

Hjólastólasveitina skipa Tourette-drottningin Elva Dögg Gunnarsdóttir, sem varð önnur í keppninni „Fyndnasti maður Íslands 2012" og fjallagarpurinn og „öryrkinn ósigrandi“ Leifur Leifsson, sem náði langt í sömu keppni 2011.

Kynnir kvöldsins var Ágústa Skúladóttir og þótti hún ekki síður fyndin en uppistandararnir.

Myndskeið frá uppistandi Sævars

Myndskeið frá uppistandi Elvu Daggar

Myndskeið fra uppistandi Leifs