„...Þingmaður og svarið er?"

Auglýsing um fundinn Þingmaður og svarið er?
Auglýsing um fundinn Þingmaður og svarið er?

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) heldur opinn fund 13. apríl um kjör öryrkja með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis 2013. Fjallað verður um þróun á kjörum öryrkja á árunum 2008-2013. Áhersla verður lögð á að ræða kjara- og réttindaskerðingar, greiðslur lífeyrissjóða og tekjutengingar í almannatryggingakerfinu, kostnað vegna sjúkdóma/fötlunar og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Fulltrúar framboða sitja fyrir svörum um hvernig þeir ætla að bæta kjör öryrkja á komandi kjörtímabili.

Vegna ítrekaðra yfirlýsinga um að lágtekjuhópar hafi notið sérstaks forgangs á síðustu fjórum árum vekur ÖBÍ athygli á að þetta á ekki við um öryrkja. Frá því í janúar 2009 hafa kjör öryrkja versnað og tekjur þeirra haldið áfram að dragast aftur úr tekjum annarra, en þeir höfðu einnig sætt umtalsverðri kjarskerðingu á tímum góðæris.

Nú þegar hefur fjölda framboða verið boðið að senda fulltrúa sinn á fundinn og væntanlega eiga fleiri eftir að bætast í hópinn. Með boðsbréfinu fylgdu fimm spurningar til framboðanna frá Kjarahópi ÖBÍ sem svör óskast við í síðasta lagi 3. apríl og kynnt verða einnig á fundinum.

Vilt þú spyrja framboðin um kjaramál öryrkja?


Ef þú hefur áhuga á að senda inn spurningu um kjör öryrkja fyrir 4. apríl smelltu þá á þennan tengil.

Fundurinn verður haldinn Laugardaginn 13. apríl 2013 kl. 14.00-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica, A+B sal, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.


Dagskrá:

Framsöguerindi: Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ fjallar um kjör öryrkja frá hruni.

Kaffihlé

Fulltrúar framboða til Alþingiskosninga 2013 sitja fyrir svörum.

Fundarstjóri: Sigríður Jóhannsdóttir

ÖBÍ hvetur alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn.

Tónmöskvi, táknmáls- og rittúlkun í boði

Allir velkomnir!

Bein útsending „streymi“ verður af heimasíðu ÖBÍ www.obi.is


Tenglar