Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu
ÖBÍ opnaði Facebook-síðu fyrir skemmstu. Á síðunni er bent á greinar frá bandalaginu og aðildarfélögum sem birtast í fjölmiðlum sem og aðrar áhugaverðar greinar og efni af frétta- og samfélagsmiðlum sem tengjast málaflokknum. Viðburðir á vegum ÖBÍ og aðildarfélaganna eru auglýstir sem og aðrir viðburðir. Ýmislegt skemmtiefni, myndir og myndbönd er einnig sett inn á síðuna sem vakið hefur mikla lukku. ÖBÍ hvetur fólk til þess að "læka" síðuna og fylgjast með tíðum fréttum, viðburðum og skemmtiefni sem birtist á síðunni.
Í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum eru ýmis sumarnámskeið í boði fyrir börn, unglinga og fullorðna, fatlað fólk og ófatlaða. Ýmist eru það bæjarfélögin sjálf sem bjóða upp á námskeið, íþróttafélög og tómstundaklúbbar, fyrirtæki og stofnanir. Í þessari grein er samantekt á námskeiðum fyrir sumarið og fallegar myndir frá sumarstarfi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra prýða greinina. Samantektina unnu Helga Olsen og Sigrún Gunnarsdóttir.
Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Árlega útskrifast hópur góðs fólks úr náminu og þann 15. maí síðastliðinn útskrifuðust 16 nemendur en flestir þeirra hafa þegar skipulagt áframhaldandi nám eða atvinnuþátttöku. Hér eru nokkrar myndir frá athöfninni en þeir sem hafa lokið fyrstu og annarri önn í náminu fengu einnig afhentar einkunnir við athöfnina. ÖBÍ óskar þessum dugnaðarforkum innilega til hamingju.
Halaleikhópurinn heimsótti Barnaspítala Hringsins á dögunum með atriði úr verkinu Rympa á ruslahaugnum eftir Herdísi Egilsdóttur. Börnin skemmtu sér vel og voru ánægð með heimsóknina, gjafirnar og flottu ístertuna af Rympu sem þau gæddu sér á að sýningu lokinni. Hér er hægt að skoða skemmtilegar myndir frá viðburðinum.