Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu
Hringsjá veitir náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám og/eða stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði. Námið hentar einnig þeim sem hafa litla grunnmenntun eða sértæka námserfiðleika.
Endurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi í formi styttri námskeiða eða fullu einingarbæru námi með sérhæfðri ráðgjöf og stuðningi. Námið miðast við að:
Markmiðið er að þeir sem útskrifast frá Hringsjá séu færir um að takast á við nám í almennum framhaldsskólum og finna störf við hæfi á almennum vinnumarkaði.
Námsmarkmið felast annars vegar í að almennur þekkingargrunnur er lagður eða endurnýjaður og hins vegar í nokkurri sérhæfingu sem tekur þá mið af skrifstofu- og þjónustustörfum m.a. tölvufærni og bókhaldsþekkingu.
Um leið og unnið er að þessu markmiði fer fram mat á stöðu einstaklingsins og hann lærir að þekkja sjálfan sig betur, óskir sínar, hæfileika, getu og takmarkanir. Raunhæfara sjálfsmat, aukið sjálfstraust og þor eru þannig einnig höfð að markmiði.
Árlega útskrifast hópur góðs fólks úr náminu eftir þriggja anna nám og endurhæfingu við Hringsjá og þann 15. maí síðastliðinn útskrifuðust 16 nemendur. Flestir þeirra hafa þegar skipulagt áframhaldandi nám eða atvinnuþátttöku. Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni.
Guðmundur Magnússon formaður ÖBÍ flutti hátíðarávarpið að þessu sinni og Magnús R. Einarsson mætti með gítarinn og söng nokkur lög við góðar undirtektir.
ÖBÍ óskar útskriftarhópnum innilega til hamingju sem og öllum nemendum Hringsjár.
Upplýsingar um Hringsjá
Hringsjá náms og starfsendurhæfing, Hátúni 10d, 105 Reykjavík
Sími: 510 9380
Vefsíða: www.hringsja.is
Tölvupóstur: helga@hringsja.is
Opnunartími Hringsjár er mánudaga-fimmtudags frá kl. 8:30-12:00 og 12:30-15:30, föstudögum frá kl. 8:30-12:00.
Aðrar greinar í tölublaðinu