Facebook-síða ÖBÍ

Mynd af facebókarlækinu og tölunni 1490 fyrir aftan sem eru lækin sem Facebókarsíða ÖBÍ er komin með
Mynd af facebókarlækinu og tölunni 1490 fyrir aftan sem eru lækin sem Facebókarsíða ÖBÍ er komin með

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) opnaði Facebook-síðu fyrir nokkrum mánuðum. Á síðunni er bent á greinar frá ÖBÍ og aðildarfélögunum sem birtast í fjölmiðlum sem og aðrar áhugaverðar greinar og efni af frétta- og samfélagsmiðlum sem tengjast málaflokknum. Auglýst er þegar Vefrit ÖBÍ kemur út og bent á einstaka greinar og myndbönd úr vefritinu. Viðburðir á vegum ÖBÍ og aðildarfélaganna eru einnig auglýstir sem og aðrir viðburðir sem tengjast málForsíða Facebókarsíðu ÖBÍstaðnum. 

Ýmislegt skemmtiefni, myndir og myndbönd er einnig sett inn á síðuna sem vakið hefur mikla lukku. Bent er á að öllum er velkomið að koma með athugasemdir og skiptast á skoðunum á síðunni.

ÖBÍ hvetur fólk til þess að "læka" síðuna og fylgjast með tíðum fréttum, viðburðum og skemmtiefni sem birtist á síðunni. Síðustu þrjá mánuði hafa 90 "póstar" farið í loftið á Facebook-síðu ÖBÍ og "lækin" hafa fjölgað úr 77 í 1.490.


Gleðilegt sumar kveðja frá ÖBÍ á Facebókarsíðu ÖBÍ, sýnishorn af síðunni, lækum og kveðjum

Margrét Rósa Jochumsdóttir, ritstjóri ÖBÍ netfang: margret@obi.is, hefur umsjón með Facebókarsíðu ÖBÍ.


Tengill inn á Facebook-síðu ÖBÍ