Sumarnámskeið

Stelpur í boltalandi
Stelpur í boltalandi
Í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum eru ýmis sumarnámskeið í boði fyrir börn, unglinga og fullorðna, fatlað fólk og ófatlaða. Ýmist eru það bæjarfélögin sjálf sem bjóða upp á námskeið, íþróttafélög og tómstunda­klúbbar eða fyrirtæki og stofnanir. 

Hér fyrir neðan er upptalning á námskeiðum sem eru í boði fyrir sumarið. Athugið að allar myndirnar koma frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og eru teknar af sumarstarfsemi þeirra.

KFUM/KFUK - ADHD og skyldar raskanir

Kaldársel: Stelpur í stuði

Stelpa á sumarnámskeiði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra

Kalddælingar bjóða upp á fimm daga dvöl í sumarbúðunum fyrir 10-12 ára stúlkur með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir (ADHD). Flokkurinn nefnist Stelpur í stuði.

Vatnaskógur: Gauraflokkur

Skógarmenn KFUM í samstarfi við ADHD samtökin bjóða upp á sumarbúðir fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir.

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

Í Reykjadal koma fötluð börn og ungmenni saman alls staðar að af landinu. Flest eru á aldrinum sex ára til tvítugs. Einnig koma nokkrir á aldrinum 20 - 23 ára. Í upphafi var þjónusta við hreyfihömluð börn meginmarkmið starfseminnar en í dag er Reykjadalur opinn öllum þeim börnum sem ekki geta notið þess að sækja aðrar sumarbúðir.

Styrktarfélagið Ás

Krakkar á hestbaki

Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á orlofsvikur á Suðurlandi. Dagskrá sumardvalarinnar verður fjölbreytt að vanda og lögð áhersla á að virkja frumkvæði þátttakenda. Eins og áður verða bílar til umráða og farið í ferðir á fallega og skemmtilega staði. Lögð er áhersla á styttri ferðir, útiveru og skemmtilega samveru. Náttúruperlur á Suðurlandi verða heimsóttar.   

Hitt húsið - félagstarf fatlaðra

Í Hinu Húsinu fer fram fjörugt og fjölbreytt félagstarf. Ungmenni með fötlun eða þroskaskerðingu geta valið um að sækja opið félagstarf Tipp Topp (fyrir 16 - 40 ára) á miðvikudagskvöldum, Ung Topp (16 - 25 ára) á föstudagskvöldum, ýmsa klúbba, frístundastarf eftir skóla, sumarstörf, vinahópa og tekið þátt í listahátíðinni List án Landamæra. 

Sumarskemmtun hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra

Minn styrkur - sumarnámskeið fyrir unglinga á einhverfurófi

Sumarnámskeiðin Minn styrkur verða haldin í sumar fyrir einstaklinga á einhverfurófi á aldrinum 12-19 ára (fædd 1993-2000). Markmið námskeiðanna er að efla félagsfærni og uppgötva styrkleika þátttakenda með ýmiskonar fræðslu og vettvangsferðum. Námskeiðið er tvær vikur.

Námskeið fyrir 18 ára og eldri

Orlofsdvöl að Svarfhóli í Hvalfirði

Frístundar- og orlofsdvöl fyrir fólk á einhverfurófi og fatlað fólk. 

Sumarskemmtun

Sumarbúðir ÍF (Íþróttafélags fatlaðra) á Laugarvatni

Hinar árlegu Sumarbúðir ÍF verða haldnar að venju á Laugarvatni í sumar. Eins og áður verður boðið upp á tvö vikunámskeið.

Námskeið á vegum sveitarfélaganna

Frá sumarnámskeiði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, drengur við hliðina á hesti

Á vefslóðum sveitarfélaganna má sjá hvað er í boði hjá þeim og stundum er hægt að skrá þátttöku gegnum vefinn eða fá aðstoð við það hjá þjónustuaðilum. Oft eru tenglar hjá sveitarfélögunum á íþrótta- og tómstundafélögin og þeirra námskeið. Margir af þessum almennu möguleikum henta líka fötlðu fólki en einnig eru að finna á vefunum námskeið sem eru sérstaklega ætluð fyrir fatlað fólk. 


Hér fyrir neðan má sjá vefslóðir á sumarnámskeið nokkurra sveitarfélaga:
 • http://www.reykjavik.is/sumar/desktopdefault.aspx/tabid-2992/4818_read-11026/
 • http://sumar.itr.is/
 • http://sumar.kopavogur.is/
 • http://www.mos.is/Menntunoguppeldi/Sumarnamskeid/
 • https://www.facebook.com/media/set/?set=a.527943607251737.1073741829.193010034078431&type=1
 • http://one-akureyri.moya.is/rosenborg/frettir/tolvuleikjaforritun-sumarnamskeid
 • http://www.seltjarnarnes.is/svid-og-deildir/ithrottasvid/baeklingur/
 • http://www.reykjanesbaer.is/sumar-i-reykjanesbae-2013/
 • http://www.reykjanesbaer.is/thjonusta/menntun-og-fraedsla/onnur-fraedsla/sos-namskeid/
 • http://www.arborg.is/wp-content/uploads/2012/02/Sumarbladid_2013.pdf
 • http://ung.hi.is/n%C3%A1mskei%C3%B0
 • http://www.tomstund.is/sumarvefur/
Önnur námskeið:
Fyrirtæki sem fara ævintýraferðir og gera að þeirra sögn allt sem þau geta til að gera fötluðu fólki kleift að taka þátt í ferðum á þeirra vegum, þ.e. hestaferðir, klettasig, fjórhjólaferðir, buggy-ferðir, flúðasiglingar, vélsleðaferðir, jöklaferðir o.fl.
 • Arctic Adventures
 • Mountaineers of Iceland
 • ATV 4x4 Ævintýraferðir
 • Ævintýraferðir í Skagafirði

Samantekt: Helga Olsen og Sigrún Gunnarsdóttir