ADHD samtökin 25 ára

Sirkus Íslands á stultum á afmælishátíð
Sirkus Íslands á stultum á afmælishátíð
ADHD samtökin héldu upp á 25 ára afmælið sitt 9. júní síðastliðinn í Guðmundarlundi í Kópavogi og að Hömrum ofan Akureyrar. Ekki er hægt að segja að veðrið hafi beinlínis leikið við afmælisgestina sem mættu í Guðmundarlund en fólk lét það ekki stoppa sig í að mæta með börnin í pollagalla og skemmtu sér allir konunglega. Ýmis skemmtiatriði voru í boði, Sirkus Íslands fór á kostum, uppblásna rennibrautin virkaði vel í rigningunni, boðið var upp á pylsur, popp og andlitsmálningu. 

Myndskeið frá 25 ára afmælishátíð ADHD samtakanna