Kaffihúsið GÆS

Einn starfsmanna Gæsarinnar að taka á móti listaverki sem Freyja Sól 10 ára gerði fyrir kaffihúsið
Einn starfsmanna Gæsarinnar að taka á móti listaverki sem Freyja Sól 10 ára gerði fyrir kaffihúsið

Kaffihúsið GÆS í Tjarnarbíói opnaði fyrir stuttu en það voru fimm nemendur í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun í Háskóla Íslands sem núna á vordögum gerðust sérfræðingar í kaffihúsarekstri. Hugmyndina að verkefninu fékk nemandi í diplómanáminu sem vildi sjá breytingar í atvinnumálum fatlaðs fólks og sjá fleiri spennandi tækifæri og opnara samfélag. Verkefninu er ætlað að breyta viðhorfum til fatlaðs fólks og ýta undir samvinnu fatlaðs og ófatlaðs fólks. Kaffihúsið er sumarverkefni á vegum Reykjavíkurborgar með möguleika á áframhaldi ef vel gengur.

Nafnið á kaffihúsinu er bæði vísun í umhverfi staðarins og einkunnarorð hópsins sem eru GET-ÆTLA-SKAL. GÆS á að vera staður sem allir geta heimsótt, staður menningarlífs og samfélags þar sem gert er ráð fyrir öllum.

Myndskeið frá kaffihúsinu GÆS

Mynd af bollum hangandi úr loftinu
Hugmyndafræði verkefnisins byggir á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í honum segir m.a. að fatlað fólk eigi rétt á sömu tækifærum og aðrir í lífinu í samfélagi án aðgreiningar. Þar kemur líkafram að fatlað fólk eigi rétt á því að vinna á almennum vinnumarkaði og fá tækifæri eins og aðrir til að vinnakrefjandi verkefni og meðal annars stofna félag eða fyrirtæki með viðeigandi aðstoð.

Listaverk eftir Freyju Sól til kaffihússins GÆSFreyja Sól sem er tíu ára gaf kaffihúsinu listaverk sem hún hefur unnið að síðustu mánuði og kallar listaverkið „Margbreytileikann“. Hugmyndina að nafninu segir Freyja koma frá þeirri hugsun hversu margt ólíkt geti skapað eina fallega litríka heild og hvernig allt og allir tengjast í lífinu. 

Á staðnumríkir einstaklega vingjarnlegt og hlýlegt andrúmsloft og greinilegt er að hugsað er út í hvert smáatriði.