Hvers virði er frelsið?

Anna Gunnhildur framkvæmdastjóri Geðhjálpar
Anna Gunnhildur framkvæmdastjóri Geðhjálpar

Málþingið er það fyrsta sem haldið er á þessu ári hjá Geðhjálp en markmið félagsins er að berjast fyrir réttindum og bættri þjónustu fyrir fólk með geðraskanir ásamt því að miðla fræðslu og vinna gegn fordómum í samfélaginu. Á málþinginu kom fram sjónarhorn þeirra sem hafa orðið fyrir sjálfræðissviptingu, ættingja, fagfólks og lögreglu sem stundum kemur að þessum málum.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum að undanförnu er aðkoma aðstandenda að beiðnum um nauðungarvistun til skoðunar hjá innanríkisráðuneytinu. Komið hefur fram að beiðnum um nauðungarvistanir frá félagsþjónustum hefur fjölgað en á sama tíma hefur þeim fækkað frá aðstandendum sjálfum. 

Mannvirðing sé höfð að leiðarljósi

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastýra Geðhjálpar sagði í viðtali við fréttir Stöðvar 2 þann 23. janúar síðastliðinn að hún teljibrýnt að mannvirðing sé höfð að leiðarljósi í málefnum geðsjúkra. Með málþinginu hafi þau verið að vekja athygli á því að á hverjum degi sé frelsi fólks með geðraskanir skert á Íslandi. Þau vilji velta því upp hvort hægt sé að fara aðrar leiðir. Hvernig hægt sé að minnka ofbeldið og helst eyða því. Hún segir að þegar aðstandandi standi frammi fyrir því að ákveða að skerða frelsi ástvinar geti það haft slæmar afleiðingar í för með sér, jafnvel sundrungu í fjölskyldu sem síðar geti skert bata. Jafnframt segir hún engin vísindi styðja aðferðir líkt og valdbeitingu og nauðungarvistun en hins vegar sé til fjöldi rannsókna sem sýni fram á hið gagnstæða. 

Yfirlitsmynd af salnumHryllileg lífsreynsla

Móðir geðfatlaðrar konu sem talaði á málþinginu segir það ómannlegt að leggja þessa ábyrgð á aðstandur en hún hefur þurft að að svipta dóttur sína sjálfræði og segir þá lífsreynslu hryllilega. Frelsisskerðing getur varað í 48 klukkustundir og er einstaklingur þá vistaður á spítala í framhaldi af mati læknis. Nauðungarvistun á spítala sem samþykkt er af innanríkisráðuneytinu getur varað töluvert lengur eða allt að 21 dag. Sjálfræðissvipting er það þriðja í þessari upptalningu og getur hún verið í sex mánuði eða lengur og jafnvel ótímabundin.

1.    Setning málþings 

2.    Eigin reynsla, Ágústa Karla Ísleifsdóttir

3.    Eigin reynsla, Björn Hjálmarsson

4.    Eigin reynsla, Sveinn Rúnar Hauksson

5.    Reynsla ættingja, Fanney Halldórsdóttir

6.    Aðkoma lögreglu að sjálfræðissviptingum, Stefán Eiríksson

7.    Sjálfræðissvipting frá sjónarhóli geðlækna geðsviðs Landsítalans, Sigurður Páll Pálsson

8.    Sjálfræðissvipting frá sjónarhóli félagsþjónustu Akureyrarbæjar, Ester Lára Magnúsdóttir

9.     „Opið samtal“ í nálgun við sjúklinga í geðrofi, Auður Axelsdóttir

10.   Í víðu samhengi, Héðinn Unnsteinsson

11.   Samantekt og pallborðsumræður

Ýmsir tenglar