Sambýlingar

Einn af aðalleikurunum stendur upp á stól í einu atriðinu
Einn af aðalleikurunum stendur upp á stól í einu atriðinu

Þann 25. janúar  frumsýndi Halaleikhópurinn leikrit eftir ameríska leikskáldið Tom Griffin sem heitir á frummálinu „The boys next door“, eða „Sambýlingar“. Verkið fjallar um 4 menn sem eru misjafnlega staddir í andlegum þroska og  búa saman í íbúð. Þeir sjá um sig að nokkru leyti sjálfir, en umsjónarmaðurinn Þór lítur til með þeim og sér um að allt gangi vel. Í leikritinu fáum við að fylgjast með þeim tækla hið daglega líf, sem getur reynst ansi snúið og niðurstaðan æði oft sprenghlægileg eða grátbrosleg. Rottuveiðar, partíhald og ástamál koma við sögu – og auðvitað er ekki hjá því komist að hið opinbera blandist í málin, þar sem að fatlaðir einstaklingar eiga aðild að málum.

Einn af aðalleikurunum reynir að kenna aldraðri vinkonu sinni golfNæstu sýningar eru 22. og 23. febrúar kl. 17.00


Einn af aðalleikurunum spjallar við vinkonu sína SöruAðalleikararnir fjórir í SambýlingumMiðaverð er 1500 kr. og miðapantanir í síma 897-5007 og midi@halaleikhopurinn.is

Um leikstjórana

Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir eru Halameðlimum að góðu kunn. Þetta er í þriðja sinn sem þau vinna með leikhópnum, en fyrri stykkin tvö voru "Góðverkin kalla" og "Hassið hennar mömmu". Enn er róið á gamansöm mið, en þó með dramatísku ívafi, eins og vera ber, - þannig eru bestu leikritin.  

Margrét hefur undanfarin ár verið umsjónarmaður Stundarinnar okkar og Oddur Bjarni hefur unnið þar sem handritshöfundur og sem bókavörðurinn Bragi.  

Höfundur leikritsins Tom GriffinUm höfund leikritsins

Tom Griffin hefur skrifað fjölmörg leikrit og hafa verk hans verið m.a. sýnd á  Broadway og á London West End sem og víðs vegar um  Evrópu, Asíu, Afríku og Ástralíu. Auk þess er hann þekktur fyrir að skrifa kvikmyndahandrit fyrir kunna kvikmyndaframleiðendur. Tom Griffin hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna  fyrir verk sín.

Leikritið Sambýlingarnir, sem Halaleikhópurinn tekur nú til sýningar undir leikstjórn þeirra Odds Bjarna Þorkelssonar og Margrétar Sverrisdóttur, hefur verið sviðsett á yfir 2000 stöðum í Bandaríkjunum og Kanada.Hér fyrir neðan má finna smá myndbrot úr sýningunni

Sambýlingar