Vefrit ÖBÍ 1. tbl. 2019
Í fyrsta tölublaði vefrits ÖBÍ 2019 er meðal annars fjallað um harða gagnrýni ÖBÍ á drög Reykjavíkurborgar að nýjum úthlutunarreglum um félagslegt húsnæði, búsetuskerðingar, TR og æðstu ráðamenn.
Forsætisráðherra hefur að tillögu ÖBÍ sett í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu og lögð hefur verið til stofnun embættis Umboðsmanns fatlaðs fólks. Aðgengisátak ÖBÍ er í undirbúningi og hefur verið auglýst eftir starfsfólki til að sinna verkefninu. Þetta og fleira í vefriti ÖBÍ.