Reykjavíkurborg útilokar fatlað fólk

2019-01-20-ÞHS-sjónvarpsfréttir.png
2019-01-20-ÞHS-sjónvarpsfréttir.png
Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir harðlega drög að reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík. Formaður bandalagsins segir skilyrðin það þröng að fólk sem fær bara örorkubætur eigi ekki möguleika á að uppfylla þau. 
Öryrkjabandalagið hefur sent velferðarsviði Reykjavíkurborgar umsögn um drög að reglum um félagslegt húsnæði, þar sem fjallað er um tekjuviðmið og önnur skilyrði. Í bréfi bandalagsins segir meðal annars að ekki verði betur séð en að verulegar breytingar séu gerðar frá gildandi reglum.