Stendur fjármálaráðherra í vegi fyrir leiðréttingu?

2019-02-01-BBen-Alþingi.jpg
2019-02-01-BBen-Alþingi.jpg

„Það er mikilvægt að halda því á lofti að nú, þann 5. febrúar 2019, er enn verið að svíkja öryrkja um þá peninga sem þeir eiga rétt á. Þetta er þá þriðji mánuðurinn sem vísvitandi er verið að svindla á öryrkjum — þriðji mánuðurinn. Og hver eru rökin? Það hefur komið fram að um svo flókna útreikninga sé að ræða að þetta taki tíma. En ég hef fengið það staðfest að verið sé að bíða eftir fjárheimild, þrátt fyrir það sem hæstvirtur fjármálaráðherra hefur sagt hér. Og þar held ég að við séum að nálgast sannleikann. Það er ekki fjárheimild fyrir því að greiða lífeyrisþegum samkvæmt lögum. Ef þetta er hin raunverulega ástæða þýðir það að hæstvirtur fjármálaráðherra stendur í vegi fyrir því að afhenda peningana sem þarf til að greiða þetta samkvæmt lögum. Hæstvirtur fjármálaráðherra heldur utan um ríkisbudduna og hann hreinlega ætlar ekki að opna hana fyrir öryrkjum.“

Nánar ...