Sköpun skiptir sköpum

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir með gjörning
Kolbrún Kristjánsdóttir með gjörning

Ráðstefna var haldin til þess að vekja athygli á 9. og 30. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem segir að fatlað fólk skuli hafa aðgang að menningarlífi, tómstunda- og íþróttastarfi og þeim stöðum þar sem slíkt fer fram. Einnig var fjallað um 24. greinina sem fjallar um að fatlað fólk eigi að hafa aðgengi að menntun á öllum skólastigum án aðgreiningar.

 

Aðgengi að menningu og listum

Á ráðstefnunni var sjónum beint að aðgengi fatlaðs fólks að menningu og listum bæði sem neytendur og listamenn. Í samhengi lista og menningar er aðgengi mun stærra og viðameira fyrirbæri en efnislegt aðgengi að byggingum, þröskuldar og þrep, sem er sannarlega mikilvæg undirstaða en aðgengileg bygging tryggir ekki aðgengi að þeirri starfsemi sem fer fram innan hennar.

Fjölbreytt ráðstefna

Fyrirlesarar komu bæði úr fræða- og listheiminum og raddir fatlaðs listafólks hljómuðu í gegnum listsköpun. Samhliða ráðstefnunni fengu ráðstefnugestir að njóta fjölbreyttrar sköpunar fatlaðs listafólks Uppistandarinn Josh Blue flutti erindi á ráðstefunni en „fötlunarhúmor“ er áhugavert og mikilvægt tæki til gagnrýni og sköpunar.  

Þakkir

Ráðstefnan var vel heppnuð í alla staði og viljum við þakka öllu því fólki sem tók þátt í undirbúningnum sem og í ráðstefnunni sjálfri. Þá viljum við ekki síst þakka samstarfaðilum okkar Rannsóknasetri í fötlunarfræðum, Landssamtökunum Þroskahjálp og Listasafni Reykjavíkur fyrir gott samstarf. 

Jón Stefánsson með gjörning í Ásmundarsafni