Skip to main content
Frétt

Sköpun skiptir sköpum – skráning hafin

By 19. ágúst 2015No Comments

Ráðstefna um aðgengi fatlaðs fólks að menningu og listum 4. september, kl. 9.30–17.30. á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38.

Á ráðstefnu ÖBÍ, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum verður sjónum beint að aðgengi fatlaðs fólks að menningu og listum bæði sem neytendur og framleiðendur.

Fyrirlesarar munu koma bæði úr fræða- og listheiminum og raddir fatlaðs listafólks munu hljóma í gegnum listsköpun. En samhliða ráðstefnunni munu ráðstefnugestir njóta fjölbreyttrar sköpunar fatlaðs listafólks.

Uppistandarinn Josh Blue mun flytja erindi á ráðstefunni en fötlunarhúmor er áhugavert og mikilvægt tæki til gagnrýni og sköpunnar. Hann verður einnig með uppistand sama kvöld kl. 20.00 í Háskólabíói og fá þátttakendur á ráðstefnunni afslátt af miðum á atburðinn.

Það er von þeirra sem að ráðstefnunni standa að hún veki bæði athygli, áhuga og ánægju, skapi samtal milli margbreytilegs hóps um aukið aðgengi fatlaðs fólks að menningu og listum, bæði innan og utan sviðsljóssins.