Samtök fatlaðs fólks í Evrópu hafa um langt skeið barist fyrir því að aðgengismál verði fest í evrópulöggjöf með sérstökum lagabálki. Evrópuþingið fjallar í september næstkomandi um lagatillögu sem hefur það að markmiði að tryggja fólki sem býr við skerta líkamlega, andlega eða félagslega færni sama aðgengi og aðrir njóta að vörum og þjónustu á innri markaði Evrópusambandsins.
Undirbúningur fyrir afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2017 er hafinn. Verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica 4. desember. Óskað er eftir að tilnefningar til verðlaunanna verði sendar inn fyrir þann 15. september næstkomandi.
Öryrkjabandalag Íslands harmar þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun embættismanna og forstöðumanna ríkisstofnana afturvirkt um leið og örorkulífeyrisþegar hafa ekki fengið kjarabætur um nokkurra ára skeið.
Í byrjun júlí skoraði Öryrkjabandalag Íslands ásamt Þroskahjálp, Tabú, Geðhjálp, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum á íslensk stjórnvöld að fullgilda viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Þann 20. september 2016, þegar SRFF var fullgiltur, ályktaði Alþingi að valkvæður viðauki við samninginn skyldi einnig fullgiltur fyrir árslok 2017.
Kvikmyndin I, Daniel Blake eftir breska leikstjórann Ken Loach hefur vakið mikið umtal víða um heim vegna raunsannrar umfjöllunar um starfsgetumat og bótakerfið í Bretlandi. Myndin var sýnd á Stockfish-kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í byrjun mars á þessu ári og síðan í almennum sýningum í Bíóparadís. Myndin átti erindi við félagsfólk í aðildarfélögum ÖBÍ sökum þess að umfjöllunarefnið snertir í mörgum tilvikum reynsluheim þess og daglegt líf. Fjöldamargar kvikmyndir eru framleiddar víða um heim sem eiga erindi við félaga í öllum aðildarfélögum okkar, sem eru 41 talsins. Hér eru nýlegar myndir sem eiga raunar erindi við alla.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu
Sigtúni 42
105 Reykjavík
Sími: 530 6700
Opnunartími skrifstofu: mánudaga til föstudaga kl. 9.30 - 15.00.
Netfang: obi@obi.is
Kennitala: 631292-2599